„Allt sem ég elska hjúfrar sig í raunveruleikanum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. maí 2020 07:00 Þórunn Antonía segir að filterarnir sem fylgja samfélagsmiðlum geti haft mikil áhrif á sjálfsmynd fólks. Bæði þeirra sem nota þá og þeirra sem skoða þetta efni vafið óraunverulegum ljóma. Mynd úr einkasafni „Það var bara svona algjör ávani. Lífið sveipað einhverjum fullkomnum blæ með einum takka. Mjög freistandi á alla kanta,“ segir söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir, sem hefur undanfarið sett „filter“ á öll myndbönd og myndir sem hún setur í story á Instagram. Hún ákvað í vikunni að hætta þessu og sýna fylgjendum sínum þess í stað raunveruleikann án þess að breyta efninu fyrir birtingu. „Ég held að ég hafi bara farið að fikta við þá út frá forvitni þegar þeir byrjuðu að koma eins og flestir og þá aðalega á Instagram ég hef aldrei nennt að vera á Snapchat, ég er einnig á Facebook en ég birti aðalega pósta sem haldast í hendur á Instagram og Facebook sem mér finnst þægilegt ég hef ekki athyglisgáfu í að halda úti mörgum miðlum í einu og það er að mínu mati kvíðavaldandi.“ Fela alla þreytubauga Alls fylgjast rúmlega 10.000 einstaklingar með daglegu lífi hennar í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram. Þórunn segir að hún hafi ekki heyrt beina gagnrýni á þessa samfélagsmiðlanotkun en viðurkennir þó að nokkrar eldri konur hafi bent henni á að hún sé fallegri án filtera. „Ef miðað er við hvernig ég sé aðrar konur þá finnst mér raunverulegt útlit þeirra yfirlett fallegra. Oft er maður svo blindur á sjálfan sig.“ Segir Þórunn. „Ég notaði mikið einn sem heitir Retro Cam, sem lætur mann líta út fyrir að vera á gammalli myndavél. En í leiðinni allur mýkri, brúnni á hörund og ég er ekki frá því að hann feli bauga bara alveg. Svo hef ég í gamni prófað svona fegrunar filtera en ég er alltaf mjög skrítin með þá, ég er nú þegar með mjótt nef og frekar stór augu þannig ég verð eins og geimvera frekar en einhver fegurðardís.“ Ætlunin með filterunum var ekki að blekkja fylgjendur. „Ég bara smellti þeim á til að fríska upp á eigin útlit í hugsunarleysi og líka þegar ég nenni ekki að hafa mig til eða mála mig.“ Að elska sig filterslaust Þórunn segir að myndirnar sem hún birtir á Instagram síðu sinni séu ekki unnar á neinn hátt nema að á þeim er filter. „Eða jú veistu ég hef hvíttað tennur. En ég hef aldrei mjókkað mitti eða stækkað augun eða átt við nein hlutföll, aðeins við litapalletuna með filterum. Þar hef ég dregið mína samfélagsmiðla siðferðislínu. En það er víst hægt að gera allt frá því að minnka nef til kjálka og bara gjörbreyta manneskjum. Það er hættuleg þróun finnst mér.“ Síðustu nokkrar myndir og myndbönd sem birst hafa á Instagram síðu Þórunnar og í story hafa verið hráar og óunnar, án filtersljómans. „Ég varð fyrir innblástri við að sjá Ernu @ernuland og Tinnu Sverris@Tinnasverris tala án filters um lífið og tilfinningar og galdra sínum raunverulega töfrum inn í líf mitt og fleiri vinkonur fórum bara að ræða þetta og umræður að spretta upp um hvað þetta væri í raun fyndin þróun. Ég ákvað bara að varpa minni pælingu um þetta á instagram síðunni minni og fékk mikil viðbrögð. Það er einhver alda á lofti sem er góð og falleg um að sýna sér sjálfsmildi og að koma fram eins og maður er. Að elska sig í raun. Filterslaust.“ Óraunhæf rafræn fígúra Í færslunni á Instagram játaði Þórunn að hún væri orðin háð Instagram filterum. „Einn takki og allt í heiminum og ég þar með talin sveipuð ljúfum blæ af einhverskonar óraunverulegt í fullkomnun.. Ég var einmitt ein af þeim sem vildi að allar photoshoppaðar myndir í tímaritum yrðu merktar til þess að láta fólk vita að svona erum við ekki og að það sé ekki holt að bera sig saman við rafrænar fegrunar aðgerðir. Svo eru allir og ömmur þeirra með filtera og það er svo freistandi.“ Þórunn segist alls ekki vera hætt notkun filtera út lífið, en hefur gert mikla hugarfarsbreytingu hvað þetta varðar eins og sjá má á efni hennar á Instagram þessa dagana. „Ég finn það til dæmis að ég forðast að nota filterar Þegar ég tek myndir af börnum mínum því ég sé ekki andlit þeirra nægi lega vel. Allt sem ég elska hjúfrar sig í raunveruleikanum,“ Lífið skrautlegt og heimilið ekki fullkomið Ástæða þess að Þórunn var þeirrar skoðunar að merkja ætti unnar myndir í tímaritum, var þar sem ungar stúlkur voru og eru töluvert að bera sig saman við þær myndir. „Oft er þeim er þeim breytt alveg töluvert og það kemur inn sjálfshatri og skömm hjá þeim sem bera sig við það.“ Að hennar mati ætti það sama að gilda um samfélagsmiðla og fagnar því að miðlar eins og Instagram taki ábyrgð á þessum háttum með því að hafa filterana merkta með áberandi hætti á myndböndum notenda. Þórunn segir að filterslausa samfélagsmiðlanotkunin sé komin á fullt og viðbrögðin hafi verið mikil og sterk. „Það gengur bara vel, enda er ég mikil talsmanneskja þess að vera einlæg og sýna að ég sé manneskja frekar en fullkomin rafræn fígúra og er mikið með þannig nálgun á mínum miðli. Að það þurfi alls ekki allt í lífinu að vera fullkomið. Hvorki líf, líðan, heimili eða útlit. Stundum er allt æðislegt og stundum ekki og það er bara allt í himnalagi. Ég er dugleg að sýna hvað það er allt í drasli og heimilið og lífið skrautlegt þegar maður er með tvö börn á heimili og hér er mikil gleði og tjáning tilfinninga og lista velkomin.“ Viðbrögðin hafi í raun ekki komið á óvart því þetta sé orðið svo algengt, mjög margir velja að nota filtera og forrit til þess að breyta myndum og myndböndum af sér fyrir birtingu. „Það er fullt af fólki sem hreinlega myndi aldrei birta mynd af sér óbreyttri eða ófilteraðri á samfélagsmiðli. En ég er ekki að dæma það heldur ég styð fjölbreytileika og fólk hefur val sem ég dæmi bara ekki neitt. Oft er fólk að mála mynd sem það er ánægt með og ekki að lifa fyrir aðra og það er bara æðislegt.“ Freistandi að setja filter á Þórunn hvetur aðra til þess að prófa að gera það sama ef það hefur áhuga á því. „Persónulega finnst mér það hressandi og fólk yfirleitt fallegra filterslaust. En með þessu er ég alls ekki að senda skömm á þá sem kjósa glansmyndina og filterinn. Alls ekki því þá væri ég bara að upphefja mig á kostnað annara sem er alltaf bara glatað. Það að fegra sig og líf sitt er líka leið til að lifa af og sætta okkur við eigin raunveruleika að nota smá sjónhverfingar. Ég dæmi ekki vegferð annara og hef bara alls ekki alltaf verið svona til í að vera bara 100 prósent ég sjálf.“ Hún telur að þessir filterar geti haft ótrúlega mikil áhrif á sjálfsmynd fólks. „Nú er ég fullorðin kona sem er búin á mínu mesta sjálfsniðurrifs skeiði, vona ég, sem yfirleitt gerist hjá okkur konum þegar við förum í gegnum kynþroska og heldur okkur í heljargreipum sjálfshaturs til grafar í mis miklu magni. En ég sem fullorðin kona og frekar sátt í eigin skinni að mestu, þá finn ég að þegar mín eigin sjálfsmynd filterslaus mætir mér á gráum mánudagsmorgnum eftir svefnlausa nótt að hlúa að börnum er bara ansi freistandi að smella einum filter á og allar línur hverfa. Ég er allt í einu hrukkulaus, brún, með hvítar tennur og covid rótin blandast listarlega í hárið. Þá er það bara aðeins betri kostur en þessi beyglaða með baugana.. En það er ekkert nýtt að okkur konum sé kennt að vera stanslaust að rífa okkur niður það er ýtt undir þessar kröfur úr öllum áttum. Þú ert ekki nóg, þú þarft að verða mjórri, sætari, betri, samt ekki of mjó, of sæt eða of góð þá ertu óþolandi og konur hata þig,“ segir Þórunn og hlær. „Þetta er í alvöru svo snúið að það nær engri átt stundum.“ Þórunn segir að margir fleiri þekki að geta ekki birt hráar og óunnar myndir af sér á samfélagsmiðlum.Getty/ EyeEm Unga fólkið gáfað og æðislegt Auk þess getur það skekkt sjálfsmyndina óhóflega mikið að sjá sjálfan sig meira filteraðan á skjánum heldur en raunverulegt útlit og spegilmyndina. „Sama hversu gamall greindur eða gordjoss þú ert í raun.“ Einnig getur þetta haft áhrif á sjálfsmynd þeirra sem horfa á þetta filteraða efni frá öðrum. „Ég held að það sé í okkar eðli að vilja sjá fallegri og betri líf en við lifum, það er spennandi og grasið grænna hinum megin oft. Þess vegna eru allir svona sætir í Hollywood, ef venulegt fólk myndi slá öll met í miðasölunni væru þessar kröfur jafnvel ekki til staðar. Þetta eru kröfur búnar til af valdamiklu fólki í vestrænum heimi sem selja vörur, varning, ímynd, bíómiða, loforð um betra líf ef þú bara ert aðeins meira svona eða hinsegin.“ Þórunn telur að þetta sé alls ekki holt fyrir börn, hvorki stúlkur né drengi, því útlitskrafan er einnig á þeim. „Það er hlutverk okkar foreldranna að setja okkar börnum mörk og reglur varðandi snjalltæki og að kenna þeim hvað er raunverulegt og hvað ekki. Þau alast upp í þessum heimi og munu læra á hann fljótt. Ungt fólk er svo gáfað og æðislegt að ég hef engar áhyggjur af komandi kynslóðum en ég finn mig hinsvegar knúna til að viðhalda ekki fullkomnun eða einhverjum óraunhæfum „fegrunar-standard“ einmitt líka vegna minna fylgjenda sem eru oft ungar konur og líka til að mála ekki upp óraunhæfa mynd af mér sem konu í augum ungu drengjanna sem þurfa þá kanski sem mest á því að halda að sjá konur filterslausar. Ég er bara manneskja sem er stundum flott og tilhöfð og aðra daga alls ekki. En ég vil líka vera sterk og flott fyrirmynd fyrir börnin mín og ég elska þau svo heitt að ég vona að þau sjái alltaf hversu frábær þau eru þrátt fyrir menningarlegar, rafrænar og popp kúlturs gildrur sem leiða þau í sjálfsefa.“ Öll með ljós sem skín Hún ítrekar að þessi þróun filtera, eins og allt annað sem ýti undir sjálfshatur, sé hættulegt. „Ég get viðurkennt að ég á erfiðarar með eigin útlit á ófilteruð símaskjá eftir komu þeirra í mína tilvist og ég get ekki ýmidað mér hvernig mér hefði liðið þegar ég var 14 ára og gat ekki farið ómáluð niður í morgunmat á heimili foreldra minna vegna skekkju á sjálfsmynd. Sem er svo ótrúlega algengt að við konur sérstaklega málum okkur óhóflega mikið þegar við erum yngri til að fela æskuljómann sem við eyðum svo formúgu í að endurheimta eftir ákveðin aldur. .Þetta er svo mikil sturlun. Grátbroslegt. En aftur er ég ekki að dæma þetta er vegferð hvers og eins.“ Að hennar mati fela hugmyndir eins og „ofurkona“ og „besta útgáfan af sjálfri sér“ í sér ómennskar kröfur. „Við eigum góða daga og slæma og það má. Við erum öll með ljós sem skín svo skært ef við leyfum okkur bara að vera við sjálf. Hvíla okkur þegar við erum þreytt. Standa svo upp þegar við erum tilbúin og nýta orku okkar þegar við höfum hana. Þetta eru svo þvingandi frasar.“ Þórunn segir að lífið þessa dagana sé annars bara mjög ljúft. „Ég bý í Hveragerði ásamt dásamlegu börnum mínum tveimur og er einmitt búin að leggja meiri metnað í hvíld og uppbyggingu á líkama og sál en að vera fullkomin eða með allt á hreinu. Ég sit við borstofuborð sem er með óhreinum smekk á, gítar sem vantar á einn streng og perlum frá leik okkar barnanna áðan að svara spurningum um filtersleysi á samfélagsmiðlum. Ég er að fóta mig í breyttu landslagi eftir Covid og bara aðeins að lenda eftir það ævintýri og er spennt að sjá hvað gerist næst.“ Hún er í augnablikinu að vinna að nýrri tónlist og er einnig með ýmis kareókí gigg á döfinni og margt fleira spennandi. „Ég hvet lesendur einnig að kíkja á Instagrammið hjá Ernu vinkonu @Ernuland, @TinnaSverris, @kviknar, @ingileif og @lararunars fyrir svipaðar pælingar. Ást og friður til ykkar,“ segir Þórunn að lokum. Áhugasamir geta fylgst með Þórunni Antoníu á Instagram. Helgarviðtal Samfélagsmiðlar Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira
„Það var bara svona algjör ávani. Lífið sveipað einhverjum fullkomnum blæ með einum takka. Mjög freistandi á alla kanta,“ segir söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir, sem hefur undanfarið sett „filter“ á öll myndbönd og myndir sem hún setur í story á Instagram. Hún ákvað í vikunni að hætta þessu og sýna fylgjendum sínum þess í stað raunveruleikann án þess að breyta efninu fyrir birtingu. „Ég held að ég hafi bara farið að fikta við þá út frá forvitni þegar þeir byrjuðu að koma eins og flestir og þá aðalega á Instagram ég hef aldrei nennt að vera á Snapchat, ég er einnig á Facebook en ég birti aðalega pósta sem haldast í hendur á Instagram og Facebook sem mér finnst þægilegt ég hef ekki athyglisgáfu í að halda úti mörgum miðlum í einu og það er að mínu mati kvíðavaldandi.“ Fela alla þreytubauga Alls fylgjast rúmlega 10.000 einstaklingar með daglegu lífi hennar í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram. Þórunn segir að hún hafi ekki heyrt beina gagnrýni á þessa samfélagsmiðlanotkun en viðurkennir þó að nokkrar eldri konur hafi bent henni á að hún sé fallegri án filtera. „Ef miðað er við hvernig ég sé aðrar konur þá finnst mér raunverulegt útlit þeirra yfirlett fallegra. Oft er maður svo blindur á sjálfan sig.“ Segir Þórunn. „Ég notaði mikið einn sem heitir Retro Cam, sem lætur mann líta út fyrir að vera á gammalli myndavél. En í leiðinni allur mýkri, brúnni á hörund og ég er ekki frá því að hann feli bauga bara alveg. Svo hef ég í gamni prófað svona fegrunar filtera en ég er alltaf mjög skrítin með þá, ég er nú þegar með mjótt nef og frekar stór augu þannig ég verð eins og geimvera frekar en einhver fegurðardís.“ Ætlunin með filterunum var ekki að blekkja fylgjendur. „Ég bara smellti þeim á til að fríska upp á eigin útlit í hugsunarleysi og líka þegar ég nenni ekki að hafa mig til eða mála mig.“ Að elska sig filterslaust Þórunn segir að myndirnar sem hún birtir á Instagram síðu sinni séu ekki unnar á neinn hátt nema að á þeim er filter. „Eða jú veistu ég hef hvíttað tennur. En ég hef aldrei mjókkað mitti eða stækkað augun eða átt við nein hlutföll, aðeins við litapalletuna með filterum. Þar hef ég dregið mína samfélagsmiðla siðferðislínu. En það er víst hægt að gera allt frá því að minnka nef til kjálka og bara gjörbreyta manneskjum. Það er hættuleg þróun finnst mér.“ Síðustu nokkrar myndir og myndbönd sem birst hafa á Instagram síðu Þórunnar og í story hafa verið hráar og óunnar, án filtersljómans. „Ég varð fyrir innblástri við að sjá Ernu @ernuland og Tinnu Sverris@Tinnasverris tala án filters um lífið og tilfinningar og galdra sínum raunverulega töfrum inn í líf mitt og fleiri vinkonur fórum bara að ræða þetta og umræður að spretta upp um hvað þetta væri í raun fyndin þróun. Ég ákvað bara að varpa minni pælingu um þetta á instagram síðunni minni og fékk mikil viðbrögð. Það er einhver alda á lofti sem er góð og falleg um að sýna sér sjálfsmildi og að koma fram eins og maður er. Að elska sig í raun. Filterslaust.“ Óraunhæf rafræn fígúra Í færslunni á Instagram játaði Þórunn að hún væri orðin háð Instagram filterum. „Einn takki og allt í heiminum og ég þar með talin sveipuð ljúfum blæ af einhverskonar óraunverulegt í fullkomnun.. Ég var einmitt ein af þeim sem vildi að allar photoshoppaðar myndir í tímaritum yrðu merktar til þess að láta fólk vita að svona erum við ekki og að það sé ekki holt að bera sig saman við rafrænar fegrunar aðgerðir. Svo eru allir og ömmur þeirra með filtera og það er svo freistandi.“ Þórunn segist alls ekki vera hætt notkun filtera út lífið, en hefur gert mikla hugarfarsbreytingu hvað þetta varðar eins og sjá má á efni hennar á Instagram þessa dagana. „Ég finn það til dæmis að ég forðast að nota filterar Þegar ég tek myndir af börnum mínum því ég sé ekki andlit þeirra nægi lega vel. Allt sem ég elska hjúfrar sig í raunveruleikanum,“ Lífið skrautlegt og heimilið ekki fullkomið Ástæða þess að Þórunn var þeirrar skoðunar að merkja ætti unnar myndir í tímaritum, var þar sem ungar stúlkur voru og eru töluvert að bera sig saman við þær myndir. „Oft er þeim er þeim breytt alveg töluvert og það kemur inn sjálfshatri og skömm hjá þeim sem bera sig við það.“ Að hennar mati ætti það sama að gilda um samfélagsmiðla og fagnar því að miðlar eins og Instagram taki ábyrgð á þessum háttum með því að hafa filterana merkta með áberandi hætti á myndböndum notenda. Þórunn segir að filterslausa samfélagsmiðlanotkunin sé komin á fullt og viðbrögðin hafi verið mikil og sterk. „Það gengur bara vel, enda er ég mikil talsmanneskja þess að vera einlæg og sýna að ég sé manneskja frekar en fullkomin rafræn fígúra og er mikið með þannig nálgun á mínum miðli. Að það þurfi alls ekki allt í lífinu að vera fullkomið. Hvorki líf, líðan, heimili eða útlit. Stundum er allt æðislegt og stundum ekki og það er bara allt í himnalagi. Ég er dugleg að sýna hvað það er allt í drasli og heimilið og lífið skrautlegt þegar maður er með tvö börn á heimili og hér er mikil gleði og tjáning tilfinninga og lista velkomin.“ Viðbrögðin hafi í raun ekki komið á óvart því þetta sé orðið svo algengt, mjög margir velja að nota filtera og forrit til þess að breyta myndum og myndböndum af sér fyrir birtingu. „Það er fullt af fólki sem hreinlega myndi aldrei birta mynd af sér óbreyttri eða ófilteraðri á samfélagsmiðli. En ég er ekki að dæma það heldur ég styð fjölbreytileika og fólk hefur val sem ég dæmi bara ekki neitt. Oft er fólk að mála mynd sem það er ánægt með og ekki að lifa fyrir aðra og það er bara æðislegt.“ Freistandi að setja filter á Þórunn hvetur aðra til þess að prófa að gera það sama ef það hefur áhuga á því. „Persónulega finnst mér það hressandi og fólk yfirleitt fallegra filterslaust. En með þessu er ég alls ekki að senda skömm á þá sem kjósa glansmyndina og filterinn. Alls ekki því þá væri ég bara að upphefja mig á kostnað annara sem er alltaf bara glatað. Það að fegra sig og líf sitt er líka leið til að lifa af og sætta okkur við eigin raunveruleika að nota smá sjónhverfingar. Ég dæmi ekki vegferð annara og hef bara alls ekki alltaf verið svona til í að vera bara 100 prósent ég sjálf.“ Hún telur að þessir filterar geti haft ótrúlega mikil áhrif á sjálfsmynd fólks. „Nú er ég fullorðin kona sem er búin á mínu mesta sjálfsniðurrifs skeiði, vona ég, sem yfirleitt gerist hjá okkur konum þegar við förum í gegnum kynþroska og heldur okkur í heljargreipum sjálfshaturs til grafar í mis miklu magni. En ég sem fullorðin kona og frekar sátt í eigin skinni að mestu, þá finn ég að þegar mín eigin sjálfsmynd filterslaus mætir mér á gráum mánudagsmorgnum eftir svefnlausa nótt að hlúa að börnum er bara ansi freistandi að smella einum filter á og allar línur hverfa. Ég er allt í einu hrukkulaus, brún, með hvítar tennur og covid rótin blandast listarlega í hárið. Þá er það bara aðeins betri kostur en þessi beyglaða með baugana.. En það er ekkert nýtt að okkur konum sé kennt að vera stanslaust að rífa okkur niður það er ýtt undir þessar kröfur úr öllum áttum. Þú ert ekki nóg, þú þarft að verða mjórri, sætari, betri, samt ekki of mjó, of sæt eða of góð þá ertu óþolandi og konur hata þig,“ segir Þórunn og hlær. „Þetta er í alvöru svo snúið að það nær engri átt stundum.“ Þórunn segir að margir fleiri þekki að geta ekki birt hráar og óunnar myndir af sér á samfélagsmiðlum.Getty/ EyeEm Unga fólkið gáfað og æðislegt Auk þess getur það skekkt sjálfsmyndina óhóflega mikið að sjá sjálfan sig meira filteraðan á skjánum heldur en raunverulegt útlit og spegilmyndina. „Sama hversu gamall greindur eða gordjoss þú ert í raun.“ Einnig getur þetta haft áhrif á sjálfsmynd þeirra sem horfa á þetta filteraða efni frá öðrum. „Ég held að það sé í okkar eðli að vilja sjá fallegri og betri líf en við lifum, það er spennandi og grasið grænna hinum megin oft. Þess vegna eru allir svona sætir í Hollywood, ef venulegt fólk myndi slá öll met í miðasölunni væru þessar kröfur jafnvel ekki til staðar. Þetta eru kröfur búnar til af valdamiklu fólki í vestrænum heimi sem selja vörur, varning, ímynd, bíómiða, loforð um betra líf ef þú bara ert aðeins meira svona eða hinsegin.“ Þórunn telur að þetta sé alls ekki holt fyrir börn, hvorki stúlkur né drengi, því útlitskrafan er einnig á þeim. „Það er hlutverk okkar foreldranna að setja okkar börnum mörk og reglur varðandi snjalltæki og að kenna þeim hvað er raunverulegt og hvað ekki. Þau alast upp í þessum heimi og munu læra á hann fljótt. Ungt fólk er svo gáfað og æðislegt að ég hef engar áhyggjur af komandi kynslóðum en ég finn mig hinsvegar knúna til að viðhalda ekki fullkomnun eða einhverjum óraunhæfum „fegrunar-standard“ einmitt líka vegna minna fylgjenda sem eru oft ungar konur og líka til að mála ekki upp óraunhæfa mynd af mér sem konu í augum ungu drengjanna sem þurfa þá kanski sem mest á því að halda að sjá konur filterslausar. Ég er bara manneskja sem er stundum flott og tilhöfð og aðra daga alls ekki. En ég vil líka vera sterk og flott fyrirmynd fyrir börnin mín og ég elska þau svo heitt að ég vona að þau sjái alltaf hversu frábær þau eru þrátt fyrir menningarlegar, rafrænar og popp kúlturs gildrur sem leiða þau í sjálfsefa.“ Öll með ljós sem skín Hún ítrekar að þessi þróun filtera, eins og allt annað sem ýti undir sjálfshatur, sé hættulegt. „Ég get viðurkennt að ég á erfiðarar með eigin útlit á ófilteruð símaskjá eftir komu þeirra í mína tilvist og ég get ekki ýmidað mér hvernig mér hefði liðið þegar ég var 14 ára og gat ekki farið ómáluð niður í morgunmat á heimili foreldra minna vegna skekkju á sjálfsmynd. Sem er svo ótrúlega algengt að við konur sérstaklega málum okkur óhóflega mikið þegar við erum yngri til að fela æskuljómann sem við eyðum svo formúgu í að endurheimta eftir ákveðin aldur. .Þetta er svo mikil sturlun. Grátbroslegt. En aftur er ég ekki að dæma þetta er vegferð hvers og eins.“ Að hennar mati fela hugmyndir eins og „ofurkona“ og „besta útgáfan af sjálfri sér“ í sér ómennskar kröfur. „Við eigum góða daga og slæma og það má. Við erum öll með ljós sem skín svo skært ef við leyfum okkur bara að vera við sjálf. Hvíla okkur þegar við erum þreytt. Standa svo upp þegar við erum tilbúin og nýta orku okkar þegar við höfum hana. Þetta eru svo þvingandi frasar.“ Þórunn segir að lífið þessa dagana sé annars bara mjög ljúft. „Ég bý í Hveragerði ásamt dásamlegu börnum mínum tveimur og er einmitt búin að leggja meiri metnað í hvíld og uppbyggingu á líkama og sál en að vera fullkomin eða með allt á hreinu. Ég sit við borstofuborð sem er með óhreinum smekk á, gítar sem vantar á einn streng og perlum frá leik okkar barnanna áðan að svara spurningum um filtersleysi á samfélagsmiðlum. Ég er að fóta mig í breyttu landslagi eftir Covid og bara aðeins að lenda eftir það ævintýri og er spennt að sjá hvað gerist næst.“ Hún er í augnablikinu að vinna að nýrri tónlist og er einnig með ýmis kareókí gigg á döfinni og margt fleira spennandi. „Ég hvet lesendur einnig að kíkja á Instagrammið hjá Ernu vinkonu @Ernuland, @TinnaSverris, @kviknar, @ingileif og @lararunars fyrir svipaðar pælingar. Ást og friður til ykkar,“ segir Þórunn að lokum. Áhugasamir geta fylgst með Þórunni Antoníu á Instagram.
Helgarviðtal Samfélagsmiðlar Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira