Vonar að Svandís biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2020 11:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, vonar að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar á því að hafa gleymt að minnast á það í þakkarræðu sinni vegna kórónuveirunnar nú í byrjun vikunnar. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var harðorður í garð Svandísar og heilbrigðisráðuneytisins í viðtali í Kastljósi í gær. Hann sagði að fyrirtækið myndi ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni við landamærin, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. Heilbrigðisráðherra ætti það jafnframt til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“. Þá minntist Kári sérstaklega á að á síðasta upplýsingafundi landlæknis og almannavarna vegna veirunnar á mánudag hefði Svandís þakkað öllum sem komu að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum hér á landi, nema Íslenskri erfðagreiningu. Svandís vildi ekki veita viðtal vegna ummæla Kára þegar fréttastofa leitaði eftir því í morgun. Þá mætti Kári sjálfur til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í stjórnarráðinu nú á tólfta tímanum í morgun, samkvæmt heimildum fréttastofu. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Ótrúlegt að ekki hafi hvarflað að ráðherra að tala við Kára Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ræddi Kastljós-viðtalið við Kára í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Kári er auðvitað afskaplega litríkur maður, svo ekki sé sterkara að orði kveðið,“ sagði Helga Vala. Það sem henni fyndist hafa staðið upp úr eftir viðtalið væri tvennt. „Það er hvorki það að hann hafi sagt að heilbrigðisráðherra væri sérstaklega hrokafull, né í rauninni það að starfsfólkinu hafi verið þakkað. Heldur finnst mér í rauninni alveg ótrúlegt að í þessari vinnu sem nú er og stendur fyrir dyrum varðandi opnun landsins þá hafi ekki hvarflað að hvorki heilbrigðisráðherra né starfsfólkinu í heilbrigðisráðuneytinu og þessum vinnuhópi sem var skipaður fyrir tveimur vikum, […] að engum skyldi detta í hug að tala við Kára Stefánsson. Það finnst mér í raun alveg með ólíkindum.“ Þá kvaðst Helga Vala geta tekið undir ummæli Kára um hrokann í ráðherra og ráðuneytinu. Hún benti á að góðs árangurs Íslands í baráttunni við veiruna nyti ekki við ef íslensk erfðagreining hefði ekki tekið að sér sýnatöku. „Og það að gleyma því í þakkarræðu, það getur gerst, og þá hefði auðvitað heilbrigðisráðherra átta að bregðast við strax í gærkvöldi og biðja starfsfólkið afsökunar. Og ég vona að hún geri það. Ég vona það. En að gleyma að tala við slíkan lykilaðila á þessum tímapunkti þegar er verið að tala um að opna landið og skima. Það finnst mér alveg ótrúlega sérstakt,“ sagði Helga Vala. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Bítið Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, vonar að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar á því að hafa gleymt að minnast á það í þakkarræðu sinni vegna kórónuveirunnar nú í byrjun vikunnar. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var harðorður í garð Svandísar og heilbrigðisráðuneytisins í viðtali í Kastljósi í gær. Hann sagði að fyrirtækið myndi ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni við landamærin, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. Heilbrigðisráðherra ætti það jafnframt til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“. Þá minntist Kári sérstaklega á að á síðasta upplýsingafundi landlæknis og almannavarna vegna veirunnar á mánudag hefði Svandís þakkað öllum sem komu að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum hér á landi, nema Íslenskri erfðagreiningu. Svandís vildi ekki veita viðtal vegna ummæla Kára þegar fréttastofa leitaði eftir því í morgun. Þá mætti Kári sjálfur til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í stjórnarráðinu nú á tólfta tímanum í morgun, samkvæmt heimildum fréttastofu. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Ótrúlegt að ekki hafi hvarflað að ráðherra að tala við Kára Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ræddi Kastljós-viðtalið við Kára í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Kári er auðvitað afskaplega litríkur maður, svo ekki sé sterkara að orði kveðið,“ sagði Helga Vala. Það sem henni fyndist hafa staðið upp úr eftir viðtalið væri tvennt. „Það er hvorki það að hann hafi sagt að heilbrigðisráðherra væri sérstaklega hrokafull, né í rauninni það að starfsfólkinu hafi verið þakkað. Heldur finnst mér í rauninni alveg ótrúlegt að í þessari vinnu sem nú er og stendur fyrir dyrum varðandi opnun landsins þá hafi ekki hvarflað að hvorki heilbrigðisráðherra né starfsfólkinu í heilbrigðisráðuneytinu og þessum vinnuhópi sem var skipaður fyrir tveimur vikum, […] að engum skyldi detta í hug að tala við Kára Stefánsson. Það finnst mér í raun alveg með ólíkindum.“ Þá kvaðst Helga Vala geta tekið undir ummæli Kára um hrokann í ráðherra og ráðuneytinu. Hún benti á að góðs árangurs Íslands í baráttunni við veiruna nyti ekki við ef íslensk erfðagreining hefði ekki tekið að sér sýnatöku. „Og það að gleyma því í þakkarræðu, það getur gerst, og þá hefði auðvitað heilbrigðisráðherra átta að bregðast við strax í gærkvöldi og biðja starfsfólkið afsökunar. Og ég vona að hún geri það. Ég vona það. En að gleyma að tala við slíkan lykilaðila á þessum tímapunkti þegar er verið að tala um að opna landið og skima. Það finnst mér alveg ótrúlega sérstakt,“ sagði Helga Vala.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Bítið Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira