Brynjar telur andskota kvótakerfisins vart með öllum mjalla Jakob Bjarnar skrifar 28. maí 2020 11:08 Brynjar telur uppnámið sem risið hefur vegna Samherjamálsins og svo seinna þess gjörnings þegar afkomendur Samherjamanna fengu fyrirtækið í fangið ekki til fagnaðar. visir/vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerir kvótakerfið að umfjöllunarefni í grein sem hann birtir á Vísi. Hann telur þá reiði og heift sem hann merkir vegna Samherjamálsins og svo þess þegar Samherjabörn fengu fyrirtækið í fangið, ekki til fagnaðar. Að pissa í skóinn sinn „Iðulega þegar heiftin og reiðin ræður för grauta menn saman ólíkum hlutum, ekki síst stjórnmálamenn á vinstri vængnum,“ segir Brynjar og gagnrýnir harðlega hugmyndir sem settar hafa verið fram, svo sem aukna skattlagningu á útgerðina. „Margir halda að hagsmunir þjóðarinnar felist í því að skattleggja útveginn meira með hærri veiðigjöldum að því að þjóðin fái ekki nægan arð af auðlindinni. Nú er það samt svo að arðgreiðslur úr greininni er minni en í öðrum atvinnugreinum. Það myndi að sjálfsögðu drepa mörg útgerðarfyrirtæki og hafa veruleg neikvæð áhrif á byggðirnar, auk þess að veikja samkeppnishæfni greinarinnar. Það væri eins og að pissa í skóinn sinn.“ Enn fráleitari þykir Brynjari hugmyndir sem til að mynda Viðreisn hefur talað fyrir og ganga út á að innkalla allar veiðiheimildir og selja síðan hæstbjóðanda. „Mjög merkilegt þegar stjórnmálamenn, sem búa til kerfi þar sem veiðiheimildir ganga kaupum og sölu, halda að það sé rétt og eðlilegt að afturkalla þær bótalaust í einum grænum af útgerðum sem hafa skuldsett sig upp á milljarða til að kaupa kvóta, og ætla svo að selja það hæstbjóðanda. Ætla menn að kalla það gjafakvóta áfram? Hvað ætla menn að gera ef svo vildi til að þessi hæstbjóðandi myndi nú hagnast eftir uppboðið svo ég tali nú ekki um að afkomendur hans erfi þann hagnað? Það er eins og menn séu ekki með öllum mjalla.“ Jón Baldvin og þjófnaður um hábjartan dag Brynjar beinir í grein sinni spjótum að ýmsum svo sem fjölmiðlinum Kjarnanum sem hann kallar „skoðanamiðil“ og Jóni Baldvin Hannibalssyni fyrrverandi utanríkisráðherra sem ritaði grein um kvótakerfið sem birtist þar. Brynjar nefnir hann þó ekki á nafn heldur kallar aldinn stjórnmálamann. „Las grein eftir einn slíkan í einum af þessum skoðanamiðlum sem kalla sig fjölmiðla. Þar gagnrýnir hann fyrirkomulag fiskveiðikerfisins og segir að arðinum á þjóðareigninni hafi verið stolið um hábjartan dag í pólitísku skjóli stjórnvalda. Vísar hann til þess að eignarhluti í Samherja færðist eigna barna eigendanna. En þessi aldni og skemmtilegi maður var forystumaður í íslenskri pólitík á níunda áratug síðustu aldar og í ríkisstjórn þegar framsalinu á aflaheimildum var komið á. Skrítið að sami maðurinn tali um þjófnað á auðlindinni um hábjartan dag og varpi ábyrgðinni á aðra.“ Samherjaskjölin Sjávarútvegur Fjölmiðlar Alþingi Tengdar fréttir Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41 Fiskveiðiauðlindin Brynjar Níelsson ritar um kvótakerfið en hann telur þá reiði og heift sem hefur sýnt sig vegna Samherjamálsins og nýlegs erfðamáls sjávarútvegsfyrirtækisins ekki til fagnaðar. 28. maí 2020 11:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerir kvótakerfið að umfjöllunarefni í grein sem hann birtir á Vísi. Hann telur þá reiði og heift sem hann merkir vegna Samherjamálsins og svo þess þegar Samherjabörn fengu fyrirtækið í fangið, ekki til fagnaðar. Að pissa í skóinn sinn „Iðulega þegar heiftin og reiðin ræður för grauta menn saman ólíkum hlutum, ekki síst stjórnmálamenn á vinstri vængnum,“ segir Brynjar og gagnrýnir harðlega hugmyndir sem settar hafa verið fram, svo sem aukna skattlagningu á útgerðina. „Margir halda að hagsmunir þjóðarinnar felist í því að skattleggja útveginn meira með hærri veiðigjöldum að því að þjóðin fái ekki nægan arð af auðlindinni. Nú er það samt svo að arðgreiðslur úr greininni er minni en í öðrum atvinnugreinum. Það myndi að sjálfsögðu drepa mörg útgerðarfyrirtæki og hafa veruleg neikvæð áhrif á byggðirnar, auk þess að veikja samkeppnishæfni greinarinnar. Það væri eins og að pissa í skóinn sinn.“ Enn fráleitari þykir Brynjari hugmyndir sem til að mynda Viðreisn hefur talað fyrir og ganga út á að innkalla allar veiðiheimildir og selja síðan hæstbjóðanda. „Mjög merkilegt þegar stjórnmálamenn, sem búa til kerfi þar sem veiðiheimildir ganga kaupum og sölu, halda að það sé rétt og eðlilegt að afturkalla þær bótalaust í einum grænum af útgerðum sem hafa skuldsett sig upp á milljarða til að kaupa kvóta, og ætla svo að selja það hæstbjóðanda. Ætla menn að kalla það gjafakvóta áfram? Hvað ætla menn að gera ef svo vildi til að þessi hæstbjóðandi myndi nú hagnast eftir uppboðið svo ég tali nú ekki um að afkomendur hans erfi þann hagnað? Það er eins og menn séu ekki með öllum mjalla.“ Jón Baldvin og þjófnaður um hábjartan dag Brynjar beinir í grein sinni spjótum að ýmsum svo sem fjölmiðlinum Kjarnanum sem hann kallar „skoðanamiðil“ og Jóni Baldvin Hannibalssyni fyrrverandi utanríkisráðherra sem ritaði grein um kvótakerfið sem birtist þar. Brynjar nefnir hann þó ekki á nafn heldur kallar aldinn stjórnmálamann. „Las grein eftir einn slíkan í einum af þessum skoðanamiðlum sem kalla sig fjölmiðla. Þar gagnrýnir hann fyrirkomulag fiskveiðikerfisins og segir að arðinum á þjóðareigninni hafi verið stolið um hábjartan dag í pólitísku skjóli stjórnvalda. Vísar hann til þess að eignarhluti í Samherja færðist eigna barna eigendanna. En þessi aldni og skemmtilegi maður var forystumaður í íslenskri pólitík á níunda áratug síðustu aldar og í ríkisstjórn þegar framsalinu á aflaheimildum var komið á. Skrítið að sami maðurinn tali um þjófnað á auðlindinni um hábjartan dag og varpi ábyrgðinni á aðra.“
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Fjölmiðlar Alþingi Tengdar fréttir Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41 Fiskveiðiauðlindin Brynjar Níelsson ritar um kvótakerfið en hann telur þá reiði og heift sem hefur sýnt sig vegna Samherjamálsins og nýlegs erfðamáls sjávarútvegsfyrirtækisins ekki til fagnaðar. 28. maí 2020 11:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41
Fiskveiðiauðlindin Brynjar Níelsson ritar um kvótakerfið en hann telur þá reiði og heift sem hefur sýnt sig vegna Samherjamálsins og nýlegs erfðamáls sjávarútvegsfyrirtækisins ekki til fagnaðar. 28. maí 2020 11:00