Jimmy Fallon biðst innilegrar afsökunar á 20 ára gömlum skets Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. maí 2020 08:58 Jimmy Fallon í gervi Chris Rock í sjónvarpsþættinum SNL árið 2000. Skjáskot Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon baðst í gær afsökunar á því að hafa brugðið sér í svokallað „blackface“-gervi í sjónvarpsþættinum Saturday Night Live, hvar hann var leikari um árabil, árið 2000. Myndband af umræddu atriði gekk í endurnýjun lífdaga á samfélagsmiðlum á mánudag og í kjölfarið kölluðu margir eftir því að Fallon segði af sér sem stjórnandi spjallþáttarins Tonight Show. Í atriðinu bregður Fallon sér í gervi Chris Rock, grínista og meðleikara hans í þáttunum á sínum tíma, og hefur látið dekkja talsvert á sér húðina til að líkjast Rock, sem er svartur. Slíkt er iðulega kallað „blackface“, þ.e. þegar hvítt fólk málar sig dökkt til að líkjast svörtu fólki, og þykir athæfið grundvallast á kynþáttafordómum. Það á sér einkum langa sögu í Bandaríkjunum. Hluta úr umræddu atriði má sjá hér að neðan. Jimmy Fallon Blackface,,, pic.twitter.com/jwr0OiNxfE— BrokenVolume (@BrokenVolume) February 9, 2019 Fallon birti í kjölfarið yfirlýsingu á Twitter-reikningi sínum í gær og baðst afsökunar á hinu 20 ára gamla innslagi. „Árið 2000, þegar ég var í SNL, tók ég þá hræðilegu ákvörðun að herma eftir Chris Rock, í „blackface“. Það er ekki hægt að afsaka þetta. Mér þykir mjög fyrir því að hafa tekið þessa óumdeilanlega særandi ákvörðun og þakka ykkur öllum fyrir að gera mig ábyrgan fyrir henni,“ skrifaði Fallon á Twitter. In 2000, while on SNL, I made a terrible decision to do an impersonation of Chris Rock while in blackface. There is no excuse for this. I am very sorry for making this unquestionably offensive decision and thank all of you for holding me accountable.— jimmy fallon (@jimmyfallon) May 26, 2020 Fyrsti þáttur SNL var frumsýndur árið 1975 og í gegnum tíðina hafa hvítir leikarar þáttarins margir brugðið sér í gervi svartra, oft með því að dekkja á sér húðina líkt og Fallon í umræddu atriði. Þá hefur jafnframt verið bent á í kjölfar málsins nú að aðrir grínistar, til dæmis spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel, hafi einnig stigið á stokk í „blackface“. Þá er orðið frægt þegar gamlar myndir af Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada með svartmálað andlit fóru í dreifingu í fyrra. Trudeau baðst afsökunar á athæfinu. Þá hafa sambærileg mál komið upp hér á landi. Rapparinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, gagnrýndi til að mynda hljómsveitina The Hefners sumarið 2018 fyrir að klæðast „blackface“-gervi á tónleikum á Mærudögum á Húsavík. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Brandarar fyrir tómum sölum frá og með næstu viku Nokkrir af vinsælustu spjallþáttunum í Bandaríkjunum munu á næstunni ekki vera með neina áhorfendur í sal. Er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. mars 2020 07:52 Jimmy Kimmel og Fallon börðust við tárin þegar þeir minntust Kobe Bryant Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist Kobe Bryant og 13 ára dóttur hans Gianna í spjallþætti sínum í gærkvöldi. 28. janúar 2020 12:30 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon baðst í gær afsökunar á því að hafa brugðið sér í svokallað „blackface“-gervi í sjónvarpsþættinum Saturday Night Live, hvar hann var leikari um árabil, árið 2000. Myndband af umræddu atriði gekk í endurnýjun lífdaga á samfélagsmiðlum á mánudag og í kjölfarið kölluðu margir eftir því að Fallon segði af sér sem stjórnandi spjallþáttarins Tonight Show. Í atriðinu bregður Fallon sér í gervi Chris Rock, grínista og meðleikara hans í þáttunum á sínum tíma, og hefur látið dekkja talsvert á sér húðina til að líkjast Rock, sem er svartur. Slíkt er iðulega kallað „blackface“, þ.e. þegar hvítt fólk málar sig dökkt til að líkjast svörtu fólki, og þykir athæfið grundvallast á kynþáttafordómum. Það á sér einkum langa sögu í Bandaríkjunum. Hluta úr umræddu atriði má sjá hér að neðan. Jimmy Fallon Blackface,,, pic.twitter.com/jwr0OiNxfE— BrokenVolume (@BrokenVolume) February 9, 2019 Fallon birti í kjölfarið yfirlýsingu á Twitter-reikningi sínum í gær og baðst afsökunar á hinu 20 ára gamla innslagi. „Árið 2000, þegar ég var í SNL, tók ég þá hræðilegu ákvörðun að herma eftir Chris Rock, í „blackface“. Það er ekki hægt að afsaka þetta. Mér þykir mjög fyrir því að hafa tekið þessa óumdeilanlega særandi ákvörðun og þakka ykkur öllum fyrir að gera mig ábyrgan fyrir henni,“ skrifaði Fallon á Twitter. In 2000, while on SNL, I made a terrible decision to do an impersonation of Chris Rock while in blackface. There is no excuse for this. I am very sorry for making this unquestionably offensive decision and thank all of you for holding me accountable.— jimmy fallon (@jimmyfallon) May 26, 2020 Fyrsti þáttur SNL var frumsýndur árið 1975 og í gegnum tíðina hafa hvítir leikarar þáttarins margir brugðið sér í gervi svartra, oft með því að dekkja á sér húðina líkt og Fallon í umræddu atriði. Þá hefur jafnframt verið bent á í kjölfar málsins nú að aðrir grínistar, til dæmis spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel, hafi einnig stigið á stokk í „blackface“. Þá er orðið frægt þegar gamlar myndir af Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada með svartmálað andlit fóru í dreifingu í fyrra. Trudeau baðst afsökunar á athæfinu. Þá hafa sambærileg mál komið upp hér á landi. Rapparinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, gagnrýndi til að mynda hljómsveitina The Hefners sumarið 2018 fyrir að klæðast „blackface“-gervi á tónleikum á Mærudögum á Húsavík.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Brandarar fyrir tómum sölum frá og með næstu viku Nokkrir af vinsælustu spjallþáttunum í Bandaríkjunum munu á næstunni ekki vera með neina áhorfendur í sal. Er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. mars 2020 07:52 Jimmy Kimmel og Fallon börðust við tárin þegar þeir minntust Kobe Bryant Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist Kobe Bryant og 13 ára dóttur hans Gianna í spjallþætti sínum í gærkvöldi. 28. janúar 2020 12:30 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Brandarar fyrir tómum sölum frá og með næstu viku Nokkrir af vinsælustu spjallþáttunum í Bandaríkjunum munu á næstunni ekki vera með neina áhorfendur í sal. Er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. mars 2020 07:52
Jimmy Kimmel og Fallon börðust við tárin þegar þeir minntust Kobe Bryant Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist Kobe Bryant og 13 ára dóttur hans Gianna í spjallþætti sínum í gærkvöldi. 28. janúar 2020 12:30