Innlent

Tugir nemenda við Fjölbrautaskóla Suðurlands í sóttkví

Kjartan Kjartansson skrifar
Fjölbrautaskóli Suðurlands.
Fjölbrautaskóli Suðurlands. Já.is

Níutíu nemendur og sex starfsmenn Fjölbrautaskólans á Suðurlandi eru nú í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Skólastjóri hefur beðið nemendur og foreldra um að bregðast strax við verðir þeir varir við einkenni. Skólinn verður lokaður fram í apríl.

Mbl.is segir að Olga Lísa Garðarsdóttir, skólastjóri FSu, hafi tilkynnt nemendum og foreldrum í tölvupósti um að hátt í hundrað nemendur og starfsmenn séu nú í sóttkví vegna veirunnar.

Ekki náðist strax í Olgu Lísu við vinnslu þessarar fréttar í morgun.

Samkomubann sem ríkisstjórnin tilkynnti um í gær hefur áhrif á starf framhaldsskóla. Skólunum verður lokað frá og með mánudegi og er mælst til þess að kennsla fari fram með fjarkennslu eins og hægt er.

Á vefsíðu FSu kemur þannig fram að skólinn verði lokaður til 15. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×