Andaði framan í fólk og sagðist vera smitaður af kórónuveirunni Sylvía Hall skrifar 14. mars 2020 09:52 Leiðin var á leið frá Osló til Bergen. Vísir/Getty Um það bil fimmtíu lestarfarþegar í Noregi eru á leið í sóttkví eftir að farþegi, maður á fertugsaldri, gekk á milli fólks og andaði framan í það og tilkynnti þeim svo að hann væri smitaður af kórónuveirunni í gær. Lestin var á leið frá Osló til Bergen en var stöðvuð á miðri leið vegna atviksins. #Hallingdal #Ål 19:15 Politiet har pågrepet en mann i 30 årene på en tog vogn på Ål stasjon. Han gikk rundt å pustet folk i ansiktet og var skremmende. Da politiet tok kontakt med mannen angrep han patruljen med et brannslukkningsapparat ombord på toget. Er nå pågrepet.— Politiet i Sør-Øst (@politietsorost) March 13, 2020 Í færslu lögreglunnar segir að maðurinn hafi verið ógnandi og var lögregla kölluð til. Þegar lögreglan mætti á staðinn greip hann svo slökkviliðstæki sem var um borð og hugðist veitast að lögreglumönnum en var yfirbugaður. Lögregla þurfti að nota piparúða við handtökuna. Eftir handtökuna var farþegum meinað að fara frá borði og þurftu að bíða í nokkrar klukkustundir eftir að starfsfólk reyndi að fá leyfi frá heilbrigðisyfirvöldum til þess að halda áfram. Eftir samráð við heilbrigðisyfirvöld, lögreglu og borgarstjóra var lestinni leyft að halda áfram þegar búið var að skrá niður upplýsingar um alla um borð. Engin sýni voru tekin um borð í lestinni en búið sé að skrásetja hverjir hafi verið um borð að því er fram kemur á vef NRK. Ásamt fimmtíu farþegum voru tíu starfsmenn og mun skýrast á næstu dögum hvort sýni verði tekin úr þeim eða hvort heimasóttkví verði látið duga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Tengdar fréttir Norðmenn loka skólum Yfirvöld í Noregi hafa ákveðið að grípa til þess ráðs að loka skólum og leikskólum í stærstu borgum landsins frá og með 16. mars vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 11:12 Noregur: Allir í sóttkví sem ferðast utan Norðurlandanna Allir þeir sem koma til Noregs og hafa ferðast utan Norðurlanda undanfarnar vikur þurfa að gangast undir sóttkví. Öllu skólahaldi verður frestað. 12. mars 2020 14:16 Fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í Noregi Þetta staðfestir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs við norska ríkissjónvarpið NRK. 12. mars 2020 18:53 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Um það bil fimmtíu lestarfarþegar í Noregi eru á leið í sóttkví eftir að farþegi, maður á fertugsaldri, gekk á milli fólks og andaði framan í það og tilkynnti þeim svo að hann væri smitaður af kórónuveirunni í gær. Lestin var á leið frá Osló til Bergen en var stöðvuð á miðri leið vegna atviksins. #Hallingdal #Ål 19:15 Politiet har pågrepet en mann i 30 årene på en tog vogn på Ål stasjon. Han gikk rundt å pustet folk i ansiktet og var skremmende. Da politiet tok kontakt med mannen angrep han patruljen med et brannslukkningsapparat ombord på toget. Er nå pågrepet.— Politiet i Sør-Øst (@politietsorost) March 13, 2020 Í færslu lögreglunnar segir að maðurinn hafi verið ógnandi og var lögregla kölluð til. Þegar lögreglan mætti á staðinn greip hann svo slökkviliðstæki sem var um borð og hugðist veitast að lögreglumönnum en var yfirbugaður. Lögregla þurfti að nota piparúða við handtökuna. Eftir handtökuna var farþegum meinað að fara frá borði og þurftu að bíða í nokkrar klukkustundir eftir að starfsfólk reyndi að fá leyfi frá heilbrigðisyfirvöldum til þess að halda áfram. Eftir samráð við heilbrigðisyfirvöld, lögreglu og borgarstjóra var lestinni leyft að halda áfram þegar búið var að skrá niður upplýsingar um alla um borð. Engin sýni voru tekin um borð í lestinni en búið sé að skrásetja hverjir hafi verið um borð að því er fram kemur á vef NRK. Ásamt fimmtíu farþegum voru tíu starfsmenn og mun skýrast á næstu dögum hvort sýni verði tekin úr þeim eða hvort heimasóttkví verði látið duga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Tengdar fréttir Norðmenn loka skólum Yfirvöld í Noregi hafa ákveðið að grípa til þess ráðs að loka skólum og leikskólum í stærstu borgum landsins frá og með 16. mars vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 11:12 Noregur: Allir í sóttkví sem ferðast utan Norðurlandanna Allir þeir sem koma til Noregs og hafa ferðast utan Norðurlanda undanfarnar vikur þurfa að gangast undir sóttkví. Öllu skólahaldi verður frestað. 12. mars 2020 14:16 Fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í Noregi Þetta staðfestir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs við norska ríkissjónvarpið NRK. 12. mars 2020 18:53 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Norðmenn loka skólum Yfirvöld í Noregi hafa ákveðið að grípa til þess ráðs að loka skólum og leikskólum í stærstu borgum landsins frá og með 16. mars vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 11:12
Noregur: Allir í sóttkví sem ferðast utan Norðurlandanna Allir þeir sem koma til Noregs og hafa ferðast utan Norðurlanda undanfarnar vikur þurfa að gangast undir sóttkví. Öllu skólahaldi verður frestað. 12. mars 2020 14:16
Fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í Noregi Þetta staðfestir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs við norska ríkissjónvarpið NRK. 12. mars 2020 18:53