Erum við öll í sama báti? Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson skrifa 17. apríl 2020 16:00 Hrunið sem við nú stöndum frammi fyrir er mjög ólíkt bankarhruninu 2008 meðal annars vegna þess að því ollu stjórnendur fjármálafyrirtækja með hreinum glannaskap og vitleysu en núna er ekki hægt að kenna neinum um. Þáverandi ríkisstjórn henti út björgunarhringjum til sömu fjármálafyrirtækja og kröfuhafa þeirra sem alla ábyrgð báru á þeim skelfilegu afleiðingum sem svo dundu á þjóðinni. Veiruhrunið er af öðrum toga en kemur til með að snerta miklu fleiri með beinum hætti en bankahrunið 2008 því nú eru heilu atvinnugreinarnar í miklum vandræðum án þess að nokkrum sé um að kenna. Fyrir utan heilsufarslegan skaða, sem þegar er orðin gríðarlegur, er einnig ljóst að jafnvel munu fleiri verða fyrir miklum tekjuskerðingum og atvinnumissi en í bankahruninu. Við erum því öll í sama báti að því leytinu til að horfa fram á óvissu og jafnvel mikla erfiðleika. En verðum við öll á sama báti þegar allt er yfirstaðið? Verðum við öll á sama báti þegar ríkisstjórnin verður búin að skrifa síðasta aðgerðartékkann? Það hvernig við rísum upp úr erfiðleikunum sem fram undan eru, ræðst af því sem við gerum í dag og þess vegna skipta áherslur stjórnvalda og hvað þau hafa í forgangi, gríðarlega miklu máli. Mun ríkisstjórnin úthluta heimilunum björgunarvesti og plássi í björgunarbátnum eða láta þau troða marvaðann í veikri von um að bankarnir bjargi þeim frá drukknun? Eða fá þau kannski sama hripleka hrákadallinn og síðast eins og skilja má af orðum forsætisráðherra? Eftir síðasta hrun var fjármálakerfið og afkoma þess sett í algjöran forgang á kostnað heimilanna og almennings í landinu. Sú hrikalega saga verður ekki rakin hér að þessu sinni, en það er umhugsunarefni að þau fyrirtæki sem fóru jafn óvarlega og raun ber vitni á árunum fyrir hrun, skuli síðan hafa hagnast gríðarlega á öllu saman, eða um nær 700 þúsund milljónir. Varlega áætlað lentu 15.000 heimili í gráðugum kjafti þeirra fyrir utan alla aðra erfiðleika sem fólk gekk í gegnum að ósekju, vegna rangrar forgangsröðunar stjórnvalda. Það má velta fyrir sér að fyrst áherslurnar voru þessar þegar sekt fjármálafyrirtækjanna í því hvernig fór var augljós, hverjar áherslur stjórnvalda verði nú þegar þau eiga enga sök á ástandinu frekar an aðrir þjóðfélagsþegnar. Sporin hræða óneitanlega og það er alveg ljóst að það sem gerðist eftir hrun má alls ekki endurtaka sig! Bankarnir eiga að vera í sama báti og við hin Núverandi ríkisstjórn ber skylda til að verja heimilin og setja hagsmuni þeirra framar hagsmunum fjármálafyrirtækja. Það er ekki lögmál að þegar hringrás efnahagslífsins rofnar, eins og núna er að gerast, að þá geti bankarnir bara beðið með opinn kjaftinn eftir því að fyrirtækin og heimilin renni ofan í þá, eins og reynslan hefur sýnt. Ef við erum öll á sama báti þurfa bankarnir að vera í honum líka. Þetta eru stöndugustu fyrirtækin í landinu og hafa HAGNAST um nær 700 milljarða frá síðasta hruni og þeir, ásamt lífeyrissjóðunum, geta betur borið tap en nokkrir aðrir á Íslandi. Það skiptir öllu máli að sem flest fyrirtæki geti risið sem fyrst upp að nýju þegar þar að kemur og þá skiptir miklu að þau séu ekki með íþyngjandi bagga á bakinu. Þá verður það engum til góðs að þau séu komin í hendur bankanna eða undir náð og miskunn þeirra með hvort þau lifi eða deyi, enda kom það skýrt í ljós eftir síðasta hrun að bönkunum er ekki treystandi fyrir þeirri ábyrgð. Það sama má segja um heimilin. Ef fólk fer að missa heimili sín í tugþúsundatali eins og eftir hrun, hverjum væri það til góðs? Hvert ætti allt það fólk að fara? Á þá að stofna fleiri Gamma leigufélög? Erum við ekki búin að prófa það með skelfilegum árangri? Málið er að það eru ALLIR að fara að tapa, og bankarnir eiga ekki að vera undanþegnir því, enda eiga þeir að vera í sama bát og við hin. Þjóðfélag í dvala þarf að geta risið upp Töluvert hefur verið rætt um greiðslufresti og bankarnir stigu meira að segja fram og buðu greiðslufresti til þriggja mánaða án þess að ganga þyrfti sérstaklega á eftir því. Þakka skal það sem vel er gert og þetta var gott og nauðsynlegt útspil sem áreiðanlega róaði einhverjar fjölskyldur. En betur má ef duga skal. Fyrst er að nefna að bankarnir eru með þessu ekki að gefa neitt eftir, þeir eru eingöngu að veita fólki svigrúm sem vissulega getur komið sér vel, en þeir munu ná þessu öllu til baka þó síðar verði, því vextir, verðtrygging og annar kostnaður mun leggjast ofan á lánið að þessum greiðslufresti loknum og þá má velta fyrir sér hvort lántakinn nái að standa undir því. Þetta minnir óneitanlega á “greiðsluskjól” Umboðsmanns skuldara en það komu margir illa út úr því enda söfnuðu lánin á sig kostnaði á meðan á því stóð. En af hverju eiga bankarnir að fá “allt sitt” í þjóðfélagi þar sem allir eru að tapa? Þetta ástand er ekki bönkunum að kenna. En það er ekki heldur fólkinu sem lendir í vandræðum að kenna? Af hverju eiga heimilin og fyrirtækin í landinu að tapa á meðan bankarnir halda öllu sínu? Málið er að það eru ALLIR að fara að tapa, og bankarnir eiga ekki að vera undanþegnir því, enda eiga þeir að vera með okkur hinum í bátnum. Greiðslufrestir eru allra góðra gjalda verðir og það á að veita þeim greiðslufresti sem það þurfa. En að þeim loknum eiga bankarnir ekki að geta náð í “hagnaðinn” sem hefur safnast saman meðan á greiðsluskjóli stóð. Þá á ekki að bæta vöxtum, verðtryggingu og kostnaði þessara mánuða á lánið, heldur á bara að líta á það sem “týnda” mánuði og einfaldlega halda áfram þar sem frá var horfið, enda allt þjóðfélagið meira og minna í dvala. Þannig að sá sem hefði verið að borga 150 þúsund á mánuði fyrir hlé héldi því bara áfram að greiðsluhlé loknu og lánið myndi í staðinn lengjast í hinn endann um sama tíma. Þetta ætti bæði að eiga við við um heimili og fyrirtæki og þannig gætu öll heimili og öll fyrirtæki risið upp að nýju og vaxið með hækkandi sól. Meira að segja í Bandaríkjunum, sjálfu höfuðvígi kapítalismans, var komið á greiðsluskjóli strax 18. mars í 60 daga og á því tímabili verða heimili ekki krafin um vanskilaálögur og enginn borin út af heimili sínu. Lánveitendur munu ekki heldur fara fram á neinar nauðungarsölur og munu fresta þeim sem þegar eru hafnar. Enn fremur gefst heimilum þar kostur á greiðslufresti í allt að 12 mánuði. Það væri ánægjulegt ef íslensk stjórnvöld myndu gera eitthvað svipað og það hlýtur að vera hægt á Íslandi ef höfuðvígi kapítalismans er tilbúið í slíkar aðgerðir. Að gefnu tilefni viljum við sem þetta skrifum taka fram að það á enginn að sækja um greiðslufrest nema hann þurfi á því að halda. Það er alltaf betra að halda áfram að borga sé það mögulegt, sérstaklega eins og staðið er að þessu í dag. Spurning um lýðheilsu Þríeykið okkar góða myndi áreiðanlega taka undir það að álag, kvíði, áhyggjur og stress geti haft langavarandi áhrif á heilsu fólks. Við sem höfum annað hvort gengið í gegnum þá ógn sem fylgir fyrst áhyggjunum af heimilismissi og svo heimilismissinum sjálfum, eða höfum verið í samskiptum við þá sem gengið hafa í gegnum þetta ömurlega og erfiða ferli, vitum hversu gríðarlegt álag fylgir því og að margir hafa þegar misst heilsuna vegna þess. Það eru erfiðleikar framundan og sennilega ekki á færi neins að koma algjörlega í veg fyrir það, en það er engu að síður hægt að milda höggið og fækka áhyggjuefnum. Bara sú litla aðgerð að setja þak á verðtryggingu lána heimilanna og leigu, myndi létta stórkostlegum áhyggjum af gríðarlega mörgum sem kvíða því að sjá lán sín vaxa og jafnvel stökkbreytast vegna þess fordæmalausa ástands sem nú ríkir. Það skiptir gríðarlegu máli fyrir ÖLL heimili í landinu að halda húsnæðiskostnaði í skefjum og þak á verðtryggingu lána heimilanna hefur áhrif á verðtryggð lán, óverðtryggð lán og leigu, svo ekki sé minnst á verðbólgu og vöruverð. Bæði seðlabankastjóri og fjármálaráðherra hafa sagt að þess gerist ekki þörf að setja þak á vísitöluna þar sem verðbólga muni ekki fara upp fyrir vikmörk seðlabankans. Við látum þá fullyrðingu liggja á milli hluta að sinni, en ef við gefum okkur að þeir hafi rétt fyrir sér, sem við vonum svo sannarlega, hvað er þá að því að setja þak? Má ekki setja þetta “óþarfa” þak, ef það gefur einhverjum fjölskyldum hugarró og léttir af þeim áhyggjum hvað þetta varðar? Er það að létta áhyggjum af fjölskyldum landsins ekki næg ástæða til aðgerða? Og getum við sem samfélag ekki verið sammála um það að það sé engin neinu bættari ef bankarnir fara að hirða heimilin af fjölskyldum sem ekki geta staðið í skilum vegna fordæmalausra aðstæðna sem þær bera enga sök á? Má ekki líkja þessari veiru við “Force Majeure”, eða náttúruhamfarir og tryggja að engin fjölskylda muni missa heimili sitt í kjölfar hennar. Framundan eru “týndir” mánuðir í efnahagslífinu, mánuðir þar sem atvinnulífið leggst í einhverskonar dvala. Eigum við ekki að sameinast um að þegar fer að sjá til sólar þá fái hvert einasta fyrirtæki og hvert einasta heimili að vakna til nýs lífs og halda áfram þar sem frá var horfið án þess að sitja upp með þunga bagga sem refsingu fyrir eitthvað sem þau höfðu ekkert um að segja og gátu ekkert gert að? Veitum heimilunum og fyrirtækjunum skjól undir öruggu “þaki” og verum öll saman í sama bátnum. Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR og Ásthildur Lóa Þórsdóttir formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Ragnar Þór Ingólfsson Íslenskir bankar Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Hrunið sem við nú stöndum frammi fyrir er mjög ólíkt bankarhruninu 2008 meðal annars vegna þess að því ollu stjórnendur fjármálafyrirtækja með hreinum glannaskap og vitleysu en núna er ekki hægt að kenna neinum um. Þáverandi ríkisstjórn henti út björgunarhringjum til sömu fjármálafyrirtækja og kröfuhafa þeirra sem alla ábyrgð báru á þeim skelfilegu afleiðingum sem svo dundu á þjóðinni. Veiruhrunið er af öðrum toga en kemur til með að snerta miklu fleiri með beinum hætti en bankahrunið 2008 því nú eru heilu atvinnugreinarnar í miklum vandræðum án þess að nokkrum sé um að kenna. Fyrir utan heilsufarslegan skaða, sem þegar er orðin gríðarlegur, er einnig ljóst að jafnvel munu fleiri verða fyrir miklum tekjuskerðingum og atvinnumissi en í bankahruninu. Við erum því öll í sama báti að því leytinu til að horfa fram á óvissu og jafnvel mikla erfiðleika. En verðum við öll á sama báti þegar allt er yfirstaðið? Verðum við öll á sama báti þegar ríkisstjórnin verður búin að skrifa síðasta aðgerðartékkann? Það hvernig við rísum upp úr erfiðleikunum sem fram undan eru, ræðst af því sem við gerum í dag og þess vegna skipta áherslur stjórnvalda og hvað þau hafa í forgangi, gríðarlega miklu máli. Mun ríkisstjórnin úthluta heimilunum björgunarvesti og plássi í björgunarbátnum eða láta þau troða marvaðann í veikri von um að bankarnir bjargi þeim frá drukknun? Eða fá þau kannski sama hripleka hrákadallinn og síðast eins og skilja má af orðum forsætisráðherra? Eftir síðasta hrun var fjármálakerfið og afkoma þess sett í algjöran forgang á kostnað heimilanna og almennings í landinu. Sú hrikalega saga verður ekki rakin hér að þessu sinni, en það er umhugsunarefni að þau fyrirtæki sem fóru jafn óvarlega og raun ber vitni á árunum fyrir hrun, skuli síðan hafa hagnast gríðarlega á öllu saman, eða um nær 700 þúsund milljónir. Varlega áætlað lentu 15.000 heimili í gráðugum kjafti þeirra fyrir utan alla aðra erfiðleika sem fólk gekk í gegnum að ósekju, vegna rangrar forgangsröðunar stjórnvalda. Það má velta fyrir sér að fyrst áherslurnar voru þessar þegar sekt fjármálafyrirtækjanna í því hvernig fór var augljós, hverjar áherslur stjórnvalda verði nú þegar þau eiga enga sök á ástandinu frekar an aðrir þjóðfélagsþegnar. Sporin hræða óneitanlega og það er alveg ljóst að það sem gerðist eftir hrun má alls ekki endurtaka sig! Bankarnir eiga að vera í sama báti og við hin Núverandi ríkisstjórn ber skylda til að verja heimilin og setja hagsmuni þeirra framar hagsmunum fjármálafyrirtækja. Það er ekki lögmál að þegar hringrás efnahagslífsins rofnar, eins og núna er að gerast, að þá geti bankarnir bara beðið með opinn kjaftinn eftir því að fyrirtækin og heimilin renni ofan í þá, eins og reynslan hefur sýnt. Ef við erum öll á sama báti þurfa bankarnir að vera í honum líka. Þetta eru stöndugustu fyrirtækin í landinu og hafa HAGNAST um nær 700 milljarða frá síðasta hruni og þeir, ásamt lífeyrissjóðunum, geta betur borið tap en nokkrir aðrir á Íslandi. Það skiptir öllu máli að sem flest fyrirtæki geti risið sem fyrst upp að nýju þegar þar að kemur og þá skiptir miklu að þau séu ekki með íþyngjandi bagga á bakinu. Þá verður það engum til góðs að þau séu komin í hendur bankanna eða undir náð og miskunn þeirra með hvort þau lifi eða deyi, enda kom það skýrt í ljós eftir síðasta hrun að bönkunum er ekki treystandi fyrir þeirri ábyrgð. Það sama má segja um heimilin. Ef fólk fer að missa heimili sín í tugþúsundatali eins og eftir hrun, hverjum væri það til góðs? Hvert ætti allt það fólk að fara? Á þá að stofna fleiri Gamma leigufélög? Erum við ekki búin að prófa það með skelfilegum árangri? Málið er að það eru ALLIR að fara að tapa, og bankarnir eiga ekki að vera undanþegnir því, enda eiga þeir að vera í sama bát og við hin. Þjóðfélag í dvala þarf að geta risið upp Töluvert hefur verið rætt um greiðslufresti og bankarnir stigu meira að segja fram og buðu greiðslufresti til þriggja mánaða án þess að ganga þyrfti sérstaklega á eftir því. Þakka skal það sem vel er gert og þetta var gott og nauðsynlegt útspil sem áreiðanlega róaði einhverjar fjölskyldur. En betur má ef duga skal. Fyrst er að nefna að bankarnir eru með þessu ekki að gefa neitt eftir, þeir eru eingöngu að veita fólki svigrúm sem vissulega getur komið sér vel, en þeir munu ná þessu öllu til baka þó síðar verði, því vextir, verðtrygging og annar kostnaður mun leggjast ofan á lánið að þessum greiðslufresti loknum og þá má velta fyrir sér hvort lántakinn nái að standa undir því. Þetta minnir óneitanlega á “greiðsluskjól” Umboðsmanns skuldara en það komu margir illa út úr því enda söfnuðu lánin á sig kostnaði á meðan á því stóð. En af hverju eiga bankarnir að fá “allt sitt” í þjóðfélagi þar sem allir eru að tapa? Þetta ástand er ekki bönkunum að kenna. En það er ekki heldur fólkinu sem lendir í vandræðum að kenna? Af hverju eiga heimilin og fyrirtækin í landinu að tapa á meðan bankarnir halda öllu sínu? Málið er að það eru ALLIR að fara að tapa, og bankarnir eiga ekki að vera undanþegnir því, enda eiga þeir að vera með okkur hinum í bátnum. Greiðslufrestir eru allra góðra gjalda verðir og það á að veita þeim greiðslufresti sem það þurfa. En að þeim loknum eiga bankarnir ekki að geta náð í “hagnaðinn” sem hefur safnast saman meðan á greiðsluskjóli stóð. Þá á ekki að bæta vöxtum, verðtryggingu og kostnaði þessara mánuða á lánið, heldur á bara að líta á það sem “týnda” mánuði og einfaldlega halda áfram þar sem frá var horfið, enda allt þjóðfélagið meira og minna í dvala. Þannig að sá sem hefði verið að borga 150 þúsund á mánuði fyrir hlé héldi því bara áfram að greiðsluhlé loknu og lánið myndi í staðinn lengjast í hinn endann um sama tíma. Þetta ætti bæði að eiga við við um heimili og fyrirtæki og þannig gætu öll heimili og öll fyrirtæki risið upp að nýju og vaxið með hækkandi sól. Meira að segja í Bandaríkjunum, sjálfu höfuðvígi kapítalismans, var komið á greiðsluskjóli strax 18. mars í 60 daga og á því tímabili verða heimili ekki krafin um vanskilaálögur og enginn borin út af heimili sínu. Lánveitendur munu ekki heldur fara fram á neinar nauðungarsölur og munu fresta þeim sem þegar eru hafnar. Enn fremur gefst heimilum þar kostur á greiðslufresti í allt að 12 mánuði. Það væri ánægjulegt ef íslensk stjórnvöld myndu gera eitthvað svipað og það hlýtur að vera hægt á Íslandi ef höfuðvígi kapítalismans er tilbúið í slíkar aðgerðir. Að gefnu tilefni viljum við sem þetta skrifum taka fram að það á enginn að sækja um greiðslufrest nema hann þurfi á því að halda. Það er alltaf betra að halda áfram að borga sé það mögulegt, sérstaklega eins og staðið er að þessu í dag. Spurning um lýðheilsu Þríeykið okkar góða myndi áreiðanlega taka undir það að álag, kvíði, áhyggjur og stress geti haft langavarandi áhrif á heilsu fólks. Við sem höfum annað hvort gengið í gegnum þá ógn sem fylgir fyrst áhyggjunum af heimilismissi og svo heimilismissinum sjálfum, eða höfum verið í samskiptum við þá sem gengið hafa í gegnum þetta ömurlega og erfiða ferli, vitum hversu gríðarlegt álag fylgir því og að margir hafa þegar misst heilsuna vegna þess. Það eru erfiðleikar framundan og sennilega ekki á færi neins að koma algjörlega í veg fyrir það, en það er engu að síður hægt að milda höggið og fækka áhyggjuefnum. Bara sú litla aðgerð að setja þak á verðtryggingu lána heimilanna og leigu, myndi létta stórkostlegum áhyggjum af gríðarlega mörgum sem kvíða því að sjá lán sín vaxa og jafnvel stökkbreytast vegna þess fordæmalausa ástands sem nú ríkir. Það skiptir gríðarlegu máli fyrir ÖLL heimili í landinu að halda húsnæðiskostnaði í skefjum og þak á verðtryggingu lána heimilanna hefur áhrif á verðtryggð lán, óverðtryggð lán og leigu, svo ekki sé minnst á verðbólgu og vöruverð. Bæði seðlabankastjóri og fjármálaráðherra hafa sagt að þess gerist ekki þörf að setja þak á vísitöluna þar sem verðbólga muni ekki fara upp fyrir vikmörk seðlabankans. Við látum þá fullyrðingu liggja á milli hluta að sinni, en ef við gefum okkur að þeir hafi rétt fyrir sér, sem við vonum svo sannarlega, hvað er þá að því að setja þak? Má ekki setja þetta “óþarfa” þak, ef það gefur einhverjum fjölskyldum hugarró og léttir af þeim áhyggjum hvað þetta varðar? Er það að létta áhyggjum af fjölskyldum landsins ekki næg ástæða til aðgerða? Og getum við sem samfélag ekki verið sammála um það að það sé engin neinu bættari ef bankarnir fara að hirða heimilin af fjölskyldum sem ekki geta staðið í skilum vegna fordæmalausra aðstæðna sem þær bera enga sök á? Má ekki líkja þessari veiru við “Force Majeure”, eða náttúruhamfarir og tryggja að engin fjölskylda muni missa heimili sitt í kjölfar hennar. Framundan eru “týndir” mánuðir í efnahagslífinu, mánuðir þar sem atvinnulífið leggst í einhverskonar dvala. Eigum við ekki að sameinast um að þegar fer að sjá til sólar þá fái hvert einasta fyrirtæki og hvert einasta heimili að vakna til nýs lífs og halda áfram þar sem frá var horfið án þess að sitja upp með þunga bagga sem refsingu fyrir eitthvað sem þau höfðu ekkert um að segja og gátu ekkert gert að? Veitum heimilunum og fyrirtækjunum skjól undir öruggu “þaki” og verum öll saman í sama bátnum. Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR og Ásthildur Lóa Þórsdóttir formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun