Bretar sagðir hafa náð hátindi faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2020 14:54 Breskir heilbrigðisstarfsmenn fá þjálfun í notkun hlífðarbúnaðar. AP/Jon Super Tala látinna í Bretlandi hækkaði um 847 í dag og stendur nú í 14.576. 108.692 hafa nú greinst með veiruna í Bretlandi. Sérfræðingur segir Bretland eitt þeirra ríkja sem komu hvað verst út úr fyrstu bylgju smita af Covid-19 en að hátindinum hafi líklegast verið náð. Yfirvöld Bretlands ætla sér að auka skimun fyrir nýju kórónuveirunni töluvert á næstunni meðal opinberra starfsmanna eins og lögregluþjóna, slökkviliðsmanna og starfsmanna fangelsa Bretlands. Undanfarið hafa próf að mestu verið framkvæmd á breskum heilbrigðisstarfsmönnum. Mest getur ríkið framkvæmt um 38 þúsund próf á dag en þau voru einungis 21.328 á síðasta sólarhring. As of 9am 17 April, 438,991 tests have concluded, with 21,328 tests on 16 April. 341,551 people have been tested of which 108,692 tested positive. As of 5pm on 16 April, of those hospitalised in the UK who tested positive for coronavirus, 14,576 have sadly died. pic.twitter.com/BkOC0O9EUy— Department of Health and Social Care (@DHSCgovuk) April 17, 2020 Sérfræðingur sem Reuters fréttaveitan ræddi við segir hægt að lesa tvennt út úr gögnunum eins og þau eru í dag. Í fyrsta lagi virðist sem að Bretland hafi orðið sérstaklega illa fyrir fyrstu bylgju smita Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Hitt er að svo virðist sem að hátindinum sé náð. Yfirvöld muni þrátt fyrir það tilkynna hundruð dauðsfalla á degi hverjum á næstunni en þau muni fækka. Það muni þó gerast hægt í fyrstu. Hámarkið var þann 9. apríl þegar 980 dauðsföll voru tilkynnt. Tölur yfirvalda ná enn sem komið er bara yfir þá sem deyja á sjúkrahúsum og ekki þá sem deyja á dvalarheimilum eða eigin heimilum. Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hunsa dauðsföll eldri borgara og standa ekki vörð um þá. BBC segir hundruð dauðsfalla vera ótalin. Sjá einnig: Yfirvöld Bretlands sökuð um aðgerðarleysi varðandi eldri borgara Prófessorinn Anthony Costello sagði á fjarfundi heilbrigðismálanefndar breska þingsins að Bretar hafi verið of lengi að bregðast við útbreiðslu veirunnar og það útskýri að hluta til hve margiri hafi dáið í Bretlandi. Hann vísaði til spálíkana og sagði að þegar faraldurinn væri yfirstaðinn gætu 40 þúsund manns hafa dáið. Hann varaði þar að auki við því að dreifingin gæti náð stökki aftur seinna og ríkið þyrfti að koma upp góðu kerfi til að greina smit víðsvegar um landið. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Tala látinna í Bretlandi hækkaði um 847 í dag og stendur nú í 14.576. 108.692 hafa nú greinst með veiruna í Bretlandi. Sérfræðingur segir Bretland eitt þeirra ríkja sem komu hvað verst út úr fyrstu bylgju smita af Covid-19 en að hátindinum hafi líklegast verið náð. Yfirvöld Bretlands ætla sér að auka skimun fyrir nýju kórónuveirunni töluvert á næstunni meðal opinberra starfsmanna eins og lögregluþjóna, slökkviliðsmanna og starfsmanna fangelsa Bretlands. Undanfarið hafa próf að mestu verið framkvæmd á breskum heilbrigðisstarfsmönnum. Mest getur ríkið framkvæmt um 38 þúsund próf á dag en þau voru einungis 21.328 á síðasta sólarhring. As of 9am 17 April, 438,991 tests have concluded, with 21,328 tests on 16 April. 341,551 people have been tested of which 108,692 tested positive. As of 5pm on 16 April, of those hospitalised in the UK who tested positive for coronavirus, 14,576 have sadly died. pic.twitter.com/BkOC0O9EUy— Department of Health and Social Care (@DHSCgovuk) April 17, 2020 Sérfræðingur sem Reuters fréttaveitan ræddi við segir hægt að lesa tvennt út úr gögnunum eins og þau eru í dag. Í fyrsta lagi virðist sem að Bretland hafi orðið sérstaklega illa fyrir fyrstu bylgju smita Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Hitt er að svo virðist sem að hátindinum sé náð. Yfirvöld muni þrátt fyrir það tilkynna hundruð dauðsfalla á degi hverjum á næstunni en þau muni fækka. Það muni þó gerast hægt í fyrstu. Hámarkið var þann 9. apríl þegar 980 dauðsföll voru tilkynnt. Tölur yfirvalda ná enn sem komið er bara yfir þá sem deyja á sjúkrahúsum og ekki þá sem deyja á dvalarheimilum eða eigin heimilum. Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hunsa dauðsföll eldri borgara og standa ekki vörð um þá. BBC segir hundruð dauðsfalla vera ótalin. Sjá einnig: Yfirvöld Bretlands sökuð um aðgerðarleysi varðandi eldri borgara Prófessorinn Anthony Costello sagði á fjarfundi heilbrigðismálanefndar breska þingsins að Bretar hafi verið of lengi að bregðast við útbreiðslu veirunnar og það útskýri að hluta til hve margiri hafi dáið í Bretlandi. Hann vísaði til spálíkana og sagði að þegar faraldurinn væri yfirstaðinn gætu 40 þúsund manns hafa dáið. Hann varaði þar að auki við því að dreifingin gæti náð stökki aftur seinna og ríkið þyrfti að koma upp góðu kerfi til að greina smit víðsvegar um landið.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira