Strandsvæðaskipulag nauðsynlegt fyrsta skref Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. maí 2020 12:30 Fiskeldi í sjó er umdeilt. Vísir/ Einar Árnason Formaður bæjarstjórnar Akureyrar vill að unnið verði strandsvæðaskipulag fyrir Eyjafjörð, áður en ákveðið verður hvort friða eigi fjörðinn fyrir fiskeldi í sjó. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðum við frá því að á bæjarstjórnin á Akureyri samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja til við sjávarútvegsráðherra að friða Eyjafjörð fyrir fiskeldi í sjó. Fulltrúar Samfylkingarinnar greiddu atkvæði með minnihlutanum og var tillagan því samþykkt. Fulltrúar L-listans og Framsóknarflokksins, sem eru í meirihluta ásamt Samfylkingunni, vilja hins vegar ekki slá fiskeldi í sjó út af borðinu strax. „Fiskeldi verður væntanlega stór og mikilvæg atvinnugrein hér á landi. Ég vil svona fyrir okkar hönd ekki segja nei, ég vil skoða málin frekar og afla okkur frekari upplýsinga og gagna,“ segir Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar á Akureyri og oddviti L-listans. Þess í stað lögðu fulltrúar flokkanna tveggja fram tillögu um að skorað yrði á stjórnvöld að hefja vinnu við strandsvæðiskipulag fyrir allan fjörðinn, í samráði við sveitarfélögin á svæðinu. „Það er nauðsynlegt fyrsta skref með aðkomu allra sveitarfélaganna, þannig að við séum að sjá fyrir okkur hvernig eigi að byggja upp atvinnuveginn við fjörðinn,“ segir Halla Björk. Akureyri er fjölmennasta sveitarfélagið við Eyjafjörð en þó ekki það eina, og því segir Halla að mikilvægt sé að hafa önnur sveitarfélög með í ráðunum. „Við erum sannarlega ekki Akureyringar að fara að setja fiskeldi við bæinn hjá okkur, þetta snýr að hinum sveitarfélögunum, og í því ljósi er mikilvægt að við séum einmitt í þéttu samtali,“ segir Halla Björk. Fiskeldi Akureyri Eyjafjarðarsveit Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Hörgársveit Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Formaður bæjarstjórnar Akureyrar vill að unnið verði strandsvæðaskipulag fyrir Eyjafjörð, áður en ákveðið verður hvort friða eigi fjörðinn fyrir fiskeldi í sjó. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðum við frá því að á bæjarstjórnin á Akureyri samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja til við sjávarútvegsráðherra að friða Eyjafjörð fyrir fiskeldi í sjó. Fulltrúar Samfylkingarinnar greiddu atkvæði með minnihlutanum og var tillagan því samþykkt. Fulltrúar L-listans og Framsóknarflokksins, sem eru í meirihluta ásamt Samfylkingunni, vilja hins vegar ekki slá fiskeldi í sjó út af borðinu strax. „Fiskeldi verður væntanlega stór og mikilvæg atvinnugrein hér á landi. Ég vil svona fyrir okkar hönd ekki segja nei, ég vil skoða málin frekar og afla okkur frekari upplýsinga og gagna,“ segir Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar á Akureyri og oddviti L-listans. Þess í stað lögðu fulltrúar flokkanna tveggja fram tillögu um að skorað yrði á stjórnvöld að hefja vinnu við strandsvæðiskipulag fyrir allan fjörðinn, í samráði við sveitarfélögin á svæðinu. „Það er nauðsynlegt fyrsta skref með aðkomu allra sveitarfélaganna, þannig að við séum að sjá fyrir okkur hvernig eigi að byggja upp atvinnuveginn við fjörðinn,“ segir Halla Björk. Akureyri er fjölmennasta sveitarfélagið við Eyjafjörð en þó ekki það eina, og því segir Halla að mikilvægt sé að hafa önnur sveitarfélög með í ráðunum. „Við erum sannarlega ekki Akureyringar að fara að setja fiskeldi við bæinn hjá okkur, þetta snýr að hinum sveitarfélögunum, og í því ljósi er mikilvægt að við séum einmitt í þéttu samtali,“ segir Halla Björk.
Fiskeldi Akureyri Eyjafjarðarsveit Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Hörgársveit Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira