Undanúrslitin í eFótbolta í beinni á morgun: Landsliðsmaður gegn sóknarsinnuðum spilara Anton Ingi Leifsson skrifar 17. apríl 2020 14:30 Undanúrslitin á Íslandsmótinu í eFótbolta fara fram um helgina. vísir Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta ráðast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport en sýnt hefur verið frá mótinu undanfarnar vikur. Undanúrslit hefjast klukkan 15.00 með leik Róberts Daða úr Fylki og Tinds Örvars úr Elliða en síðari undanúrslitaleikurinn verður á milli Arons Þormars úr Fylki og Leifs úr LFG. Þeirra leikur hefst klukkan 16.00. Eins og fyrr segir verða báðir undanúrslitaleikirnir í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport en í gær voru keppendurnir í fyrri undanúrslitaleiknum kynntir til leiks. Nú er komið að kynnast þeim Aroni og Leifi. Aron Þormar spilar fyrir hönd Fylkis.vísir Aron Þormar hefur gert garðinn frægann í eFótbolta á Íslandi. Hann var valinn í fyrsta landsliðshóp KSÍ og hefur staðið sig mjög vel. Aron er efstur Íslendinga á FIFA heimslistanum. Hann var 7 ára þegar hann byrjaði að spila fótboltaleiki fyrsti en hóf ferilinn sinn í PES06. Aron segir að það hann hafi áttað sig á því að hann væri góður í FIFA þegar hann tapaði varla leik á móti vinum sínum og fæstir nenntu að spila við hann sem virðist vera algengt hjá okkar fremstu efótboltaspilurum. Ætlar að sigra til að halda uppi heiðri efótbolta Aron Þormar er leikmaður Fylkis og ber því söguna mjög vel. Fylkir er með mjög öflugt rafíþróttastarf og það sést á árangrinum á þessu móti en Fylkismenn eiga 4 leikmenn í efstu 8 sætunum. ,,Ég og Robbi (Róbert Daði) erum liðsfélagar í tvíliðakeppni og erum svona A-liðið en hinir strákarnir eru líka mjög góðir, við viljum vera bestir í efótbolta því hin liðin í Fylki eru að sigra og sigra og við viljum líka vera bestir” sagði Aron Þormar um stemninguna í Rafíþróttadeild Fylkis. Beint í landsliðið Aron Þormar var valinn í fyrsta landsliðshóp Íslands í efótbolta og draumurinn er að halda áfram að spila fyrir Ísland og vinna titla með Fylki og landsliðinu. Aron talar um að það er bara allt öðruvísi tilfinning að spila fyrir hönd Íslands heldur en bara sem Aron Þormar. Það fylgja því svo sterkar tilfinningar. Fjölskyldan er dugleg að horfa á leikina mína og gaman að finna stuðninginn frá þeim. Þegar maður horfir á leiki þá er maður fljótur að detta inn í þá, þetta er hraður fótbolti og allir fótboltaáhugamenn geta haft gaman af því að horfa á efótbolta. Þetta er bara rétt að byrja á Íslandi, þó að ég sé ekki að fara hætta í vinnu eða neitt þannig þá er þetta geggjað áhugamál, kannski einn daginn verður maður atvinnumaður. Leiðin í topp 100 í Evrópu Það spila flestir helgarkeppnina hjá FIFA þá færðu 30 leiki og top 50 í Evrópu vinna venjulega 30 leiki af 30 en mér hefur ekki enn tekist að ná þessum þrítugasta leik, er stöðugt að ná 28-29 sigrum þar sem eru bara 3% efstu í heiminum. Ég hef náð einstaka helgarkeppnum þar sem ég er top 100 en mig langar að ná þessum þrítugasta leik. En á Íslandi eru bara tveir aðrir spilarar sem ná stöðugt svipuðum árangri og ég sem er Elite 1 rank. Það breytir ekki því að á mótinu áttaði maður sig á því að það eru fullt af íslenskum spilurum sem geta gefið manni hörkuleik með því að liggja til baka og beita skyndisóknum. Alveg eins í venjulegum fótbolta getur allt gerst á vellinum. Skorar á sjálfan sig Ég er duglegur að spila þessar helgarkeppnir og ef undanfarið í samkomubanninu og sóttkvíinni sem ég lennti í þá hef ég meira að segja fengið að spila fyrir vini mína þeirra 30 leiki. Ég spilaði svoldið mikið í sóttkvínni en ég var svo fáranlega óheppinn að lenda tvisvar í sóttkví. Þegar ég spila þá er ég mjög gagnrýninn á mig og reyni að greina það sem ég geri vitlaust og vinna í því. En minn helsti styrkleiki er að tæknin og góður að pressa og það mun nýtast mér vel á móti Leifi. Lefifur er úr Garðabænum og spilar fyrir LFG.vísir Leifur Sævarsson 23 ára leikmaður LFG kemur úr einum öflugasta FIFA vinahóp landsins þar sem Leifur og vinur hans Jóhann Ólafur hjá FH hafa oft mæst í mótum á Íslandi. Innan vinahópsins hefur alltaf verið mjög mikið keppnisskap síðan við vorum að keppa í FIFA12 en seinni árin höfum við byrjað að spila meira helgarkeppnina og metast um árangurinn þar. Innan raða LFG sem ég spila með eru flestir félagar mínir líka og það er mjög skemmtileg stemming hjá okkur. Þetta eru vinir mínir úr Garðabænum og við vorum saman flestir í skóla og fótbolta. EFótbolti mun stækka enn meira Við strákarnir trúum því að með tilkomu beinna útsendinga og KSÍ móta þá mun efótbolti stækka ennþá meira þar sem þetta er frekar nýtt á Íslandi þá eru landsmenn enn að kynnast þessu en spennan í þessum leikjum er alveg jafn mikil og þegar maður horfir á venjulegan fótbolta. Leikurinn er langt um hraðari og alltaf nóg að gerast. Íslendingar framarlega Eftir að hafa spilað í gegnum þetta mót alveg og mætt örugglega 15 spilurum þá get ég líka sagt að það eru rosa margir flottir leikmenn á Íslandi og ég hef tekið þátt í mótum á Íslandi í gegnum tíðina og það var gaman að sjá hversu margir nýjir leikmenn voru að keppa sem eru bara virkilega góðir. Ég held að með þessum mótum og bættu keppnisumhverfi þá getur Ísland auðveldlega staðið sig vel á alþjóðlegum mótum. Svo er bara að æfa sig vel, spila online í helgarkeppnum FIFA og ekki bara spila til að spila heldur spá aðeins í því hverjir eru veikleikarnir hjá manni. Sjálfur hef ég alltaf einbeitt mér að sókninni því ef þú skorar ekki, þá vinnur þú ekki. Rafíþróttir Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Sjá meira
Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta ráðast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport en sýnt hefur verið frá mótinu undanfarnar vikur. Undanúrslit hefjast klukkan 15.00 með leik Róberts Daða úr Fylki og Tinds Örvars úr Elliða en síðari undanúrslitaleikurinn verður á milli Arons Þormars úr Fylki og Leifs úr LFG. Þeirra leikur hefst klukkan 16.00. Eins og fyrr segir verða báðir undanúrslitaleikirnir í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport en í gær voru keppendurnir í fyrri undanúrslitaleiknum kynntir til leiks. Nú er komið að kynnast þeim Aroni og Leifi. Aron Þormar spilar fyrir hönd Fylkis.vísir Aron Þormar hefur gert garðinn frægann í eFótbolta á Íslandi. Hann var valinn í fyrsta landsliðshóp KSÍ og hefur staðið sig mjög vel. Aron er efstur Íslendinga á FIFA heimslistanum. Hann var 7 ára þegar hann byrjaði að spila fótboltaleiki fyrsti en hóf ferilinn sinn í PES06. Aron segir að það hann hafi áttað sig á því að hann væri góður í FIFA þegar hann tapaði varla leik á móti vinum sínum og fæstir nenntu að spila við hann sem virðist vera algengt hjá okkar fremstu efótboltaspilurum. Ætlar að sigra til að halda uppi heiðri efótbolta Aron Þormar er leikmaður Fylkis og ber því söguna mjög vel. Fylkir er með mjög öflugt rafíþróttastarf og það sést á árangrinum á þessu móti en Fylkismenn eiga 4 leikmenn í efstu 8 sætunum. ,,Ég og Robbi (Róbert Daði) erum liðsfélagar í tvíliðakeppni og erum svona A-liðið en hinir strákarnir eru líka mjög góðir, við viljum vera bestir í efótbolta því hin liðin í Fylki eru að sigra og sigra og við viljum líka vera bestir” sagði Aron Þormar um stemninguna í Rafíþróttadeild Fylkis. Beint í landsliðið Aron Þormar var valinn í fyrsta landsliðshóp Íslands í efótbolta og draumurinn er að halda áfram að spila fyrir Ísland og vinna titla með Fylki og landsliðinu. Aron talar um að það er bara allt öðruvísi tilfinning að spila fyrir hönd Íslands heldur en bara sem Aron Þormar. Það fylgja því svo sterkar tilfinningar. Fjölskyldan er dugleg að horfa á leikina mína og gaman að finna stuðninginn frá þeim. Þegar maður horfir á leiki þá er maður fljótur að detta inn í þá, þetta er hraður fótbolti og allir fótboltaáhugamenn geta haft gaman af því að horfa á efótbolta. Þetta er bara rétt að byrja á Íslandi, þó að ég sé ekki að fara hætta í vinnu eða neitt þannig þá er þetta geggjað áhugamál, kannski einn daginn verður maður atvinnumaður. Leiðin í topp 100 í Evrópu Það spila flestir helgarkeppnina hjá FIFA þá færðu 30 leiki og top 50 í Evrópu vinna venjulega 30 leiki af 30 en mér hefur ekki enn tekist að ná þessum þrítugasta leik, er stöðugt að ná 28-29 sigrum þar sem eru bara 3% efstu í heiminum. Ég hef náð einstaka helgarkeppnum þar sem ég er top 100 en mig langar að ná þessum þrítugasta leik. En á Íslandi eru bara tveir aðrir spilarar sem ná stöðugt svipuðum árangri og ég sem er Elite 1 rank. Það breytir ekki því að á mótinu áttaði maður sig á því að það eru fullt af íslenskum spilurum sem geta gefið manni hörkuleik með því að liggja til baka og beita skyndisóknum. Alveg eins í venjulegum fótbolta getur allt gerst á vellinum. Skorar á sjálfan sig Ég er duglegur að spila þessar helgarkeppnir og ef undanfarið í samkomubanninu og sóttkvíinni sem ég lennti í þá hef ég meira að segja fengið að spila fyrir vini mína þeirra 30 leiki. Ég spilaði svoldið mikið í sóttkvínni en ég var svo fáranlega óheppinn að lenda tvisvar í sóttkví. Þegar ég spila þá er ég mjög gagnrýninn á mig og reyni að greina það sem ég geri vitlaust og vinna í því. En minn helsti styrkleiki er að tæknin og góður að pressa og það mun nýtast mér vel á móti Leifi. Lefifur er úr Garðabænum og spilar fyrir LFG.vísir Leifur Sævarsson 23 ára leikmaður LFG kemur úr einum öflugasta FIFA vinahóp landsins þar sem Leifur og vinur hans Jóhann Ólafur hjá FH hafa oft mæst í mótum á Íslandi. Innan vinahópsins hefur alltaf verið mjög mikið keppnisskap síðan við vorum að keppa í FIFA12 en seinni árin höfum við byrjað að spila meira helgarkeppnina og metast um árangurinn þar. Innan raða LFG sem ég spila með eru flestir félagar mínir líka og það er mjög skemmtileg stemming hjá okkur. Þetta eru vinir mínir úr Garðabænum og við vorum saman flestir í skóla og fótbolta. EFótbolti mun stækka enn meira Við strákarnir trúum því að með tilkomu beinna útsendinga og KSÍ móta þá mun efótbolti stækka ennþá meira þar sem þetta er frekar nýtt á Íslandi þá eru landsmenn enn að kynnast þessu en spennan í þessum leikjum er alveg jafn mikil og þegar maður horfir á venjulegan fótbolta. Leikurinn er langt um hraðari og alltaf nóg að gerast. Íslendingar framarlega Eftir að hafa spilað í gegnum þetta mót alveg og mætt örugglega 15 spilurum þá get ég líka sagt að það eru rosa margir flottir leikmenn á Íslandi og ég hef tekið þátt í mótum á Íslandi í gegnum tíðina og það var gaman að sjá hversu margir nýjir leikmenn voru að keppa sem eru bara virkilega góðir. Ég held að með þessum mótum og bættu keppnisumhverfi þá getur Ísland auðveldlega staðið sig vel á alþjóðlegum mótum. Svo er bara að æfa sig vel, spila online í helgarkeppnum FIFA og ekki bara spila til að spila heldur spá aðeins í því hverjir eru veikleikarnir hjá manni. Sjálfur hef ég alltaf einbeitt mér að sókninni því ef þú skorar ekki, þá vinnur þú ekki.
Rafíþróttir Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Sjá meira