Segir Icelandair vel undirbúið miðað við önnur flugfélög fyrir áföll af þessum toga Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2020 14:02 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, mætti í sett í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að ef marka megi fyrri og síðari tilkynningar frá Icelandair, þá sé félagið óvenju vel undirbúið miðað við flugfélög í Evrópu og kannski heimsvísu fyrir áföll af þeim toga sem glíma þarf við núna. „Það gefur manni þó ákveðna von.“ Jón Bjarki var gestur í setti í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu vegna þeirra frétta að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi komið á ferðabanni á ferðum frá Evrópu til Bandaríkjanna. Hann segir ljóst að þessar breyttu aðstæður séu flugfélaginu talsvert þungar í skauti. Tengiflug farþega milli Evrópu og Norður-Ameríku hafi verið stór hluti af þeirra starfsemi. Högg fyrir þjóðarbúið Jón Bjarki segir að þetta komi til með að verða talsvert högg fyrir þjóðarbúið. „Þessar aðgerðir voru náttúrulega algerlega óvæntar. Við getum horft á það þannig að það hafi raungerst í einu vetfangi sú neikvæða óvissa sem var að byggjast upp síðustu daga um hvernig skammtímaáhrifin á ferðaþjónustu yrðu. Við verðum líka að hafa það í huga að það er þá að minnsta kosti að raungerast hluti af óvissunni og minni skammtímaóvissa fyrir hendi.“ Hann segir að bandarískir ferðamenn séu veigamiklir í ferðaþjónustunni hérlendis. „Þeir eru um þriðjungur af ferðamönnum og ferðaþjónustan náttúrulega nokkuð stór í íslensku hagkerfi. Tíu prósent af landsframleiðslunni tengist ferðaþjónustunni þannig að höggið, þegar þetta kemur svona fyrirvaralaust, og er svona algert eða umfangsmikið bann… Auðvitað er óvissa um nákvæmlega hvernig áhrifin verða en þau verða veruleg.“ Að neðan má sjá hádegisfréttatímann í heild sinni. Einn skásti tíminn fyrir áföll sem þessi Jón Bjarki segir ómögulegt að segja hvort að hjólin fari aftur að snúast um leið og ferðabanninu verður aflétt eða hvort að áhrifin verði meira langvarandi. „Ferðaþjónustuaðilar hafa bent á að þegar verða svona tímabundnar truflanir þá hleðst hluti af eftirspurninni upp og fólk gerir þá sín plön með styttri fyrirvara. Af öllum tímum ársins þá er þessi tími einn sá skásti. Mars og fram í maí er tiltölulega rólegur tími í ferðaþjónustunni. Það er búið að draga úr norðurljósaferðum og slíku og háannatíminn ekki byrjaður.“ Ræður úrslitum hvort bókanir nái sér aftur á strik í vor Jón Bjarki sagði ennfremur að það sem muni ráða úrslitum um hversu erfitt högg þetta yrði fyrir hagkerfið er hvort að bókanir nái sér á strik fyrir háannatímann. „Venjulegur bókanatími fyrir sumarferðir vestrænna landa er einmitt mars, apríl og eitthvað fram í maí. Það má þó búast við að einhverjir bíði átekta og vilji halda því opnu að fara í sumarleyfisferðina sína um leið og fer að rofa til. Það skiptir sköpum – eins og við sjáum að minnsta kosti í Kína þar sem faraldurinn er í rénun – ef við sjáum meiri merki um það þá getur það fljótt létt brúnina á evrópskum, og jafnvel bandarískum ferðamönnum. En það má ekki mikið út af bregða. Ef þessi áhrif verða eitthvað vel fram yfir þetta þrjátíu daga bann, þá fer fljótt að syrta í álinn.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Wuhan-veiran Tengdar fréttir Vonar að skilaboð Bandaríkjastjórnar berist ekki víðar Ferðabann Bandaríkjastjórnar er gríðarlegt reiðarslag fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslífið allt að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar 12. mars 2020 13:48 Icelandair hyggst ekki leggjast á ríkisspenann Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið teikni nú upp leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar. 12. mars 2020 11:33 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að ef marka megi fyrri og síðari tilkynningar frá Icelandair, þá sé félagið óvenju vel undirbúið miðað við flugfélög í Evrópu og kannski heimsvísu fyrir áföll af þeim toga sem glíma þarf við núna. „Það gefur manni þó ákveðna von.“ Jón Bjarki var gestur í setti í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu vegna þeirra frétta að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi komið á ferðabanni á ferðum frá Evrópu til Bandaríkjanna. Hann segir ljóst að þessar breyttu aðstæður séu flugfélaginu talsvert þungar í skauti. Tengiflug farþega milli Evrópu og Norður-Ameríku hafi verið stór hluti af þeirra starfsemi. Högg fyrir þjóðarbúið Jón Bjarki segir að þetta komi til með að verða talsvert högg fyrir þjóðarbúið. „Þessar aðgerðir voru náttúrulega algerlega óvæntar. Við getum horft á það þannig að það hafi raungerst í einu vetfangi sú neikvæða óvissa sem var að byggjast upp síðustu daga um hvernig skammtímaáhrifin á ferðaþjónustu yrðu. Við verðum líka að hafa það í huga að það er þá að minnsta kosti að raungerast hluti af óvissunni og minni skammtímaóvissa fyrir hendi.“ Hann segir að bandarískir ferðamenn séu veigamiklir í ferðaþjónustunni hérlendis. „Þeir eru um þriðjungur af ferðamönnum og ferðaþjónustan náttúrulega nokkuð stór í íslensku hagkerfi. Tíu prósent af landsframleiðslunni tengist ferðaþjónustunni þannig að höggið, þegar þetta kemur svona fyrirvaralaust, og er svona algert eða umfangsmikið bann… Auðvitað er óvissa um nákvæmlega hvernig áhrifin verða en þau verða veruleg.“ Að neðan má sjá hádegisfréttatímann í heild sinni. Einn skásti tíminn fyrir áföll sem þessi Jón Bjarki segir ómögulegt að segja hvort að hjólin fari aftur að snúast um leið og ferðabanninu verður aflétt eða hvort að áhrifin verði meira langvarandi. „Ferðaþjónustuaðilar hafa bent á að þegar verða svona tímabundnar truflanir þá hleðst hluti af eftirspurninni upp og fólk gerir þá sín plön með styttri fyrirvara. Af öllum tímum ársins þá er þessi tími einn sá skásti. Mars og fram í maí er tiltölulega rólegur tími í ferðaþjónustunni. Það er búið að draga úr norðurljósaferðum og slíku og háannatíminn ekki byrjaður.“ Ræður úrslitum hvort bókanir nái sér aftur á strik í vor Jón Bjarki sagði ennfremur að það sem muni ráða úrslitum um hversu erfitt högg þetta yrði fyrir hagkerfið er hvort að bókanir nái sér á strik fyrir háannatímann. „Venjulegur bókanatími fyrir sumarferðir vestrænna landa er einmitt mars, apríl og eitthvað fram í maí. Það má þó búast við að einhverjir bíði átekta og vilji halda því opnu að fara í sumarleyfisferðina sína um leið og fer að rofa til. Það skiptir sköpum – eins og við sjáum að minnsta kosti í Kína þar sem faraldurinn er í rénun – ef við sjáum meiri merki um það þá getur það fljótt létt brúnina á evrópskum, og jafnvel bandarískum ferðamönnum. En það má ekki mikið út af bregða. Ef þessi áhrif verða eitthvað vel fram yfir þetta þrjátíu daga bann, þá fer fljótt að syrta í álinn.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Wuhan-veiran Tengdar fréttir Vonar að skilaboð Bandaríkjastjórnar berist ekki víðar Ferðabann Bandaríkjastjórnar er gríðarlegt reiðarslag fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslífið allt að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar 12. mars 2020 13:48 Icelandair hyggst ekki leggjast á ríkisspenann Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið teikni nú upp leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar. 12. mars 2020 11:33 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Vonar að skilaboð Bandaríkjastjórnar berist ekki víðar Ferðabann Bandaríkjastjórnar er gríðarlegt reiðarslag fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslífið allt að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar 12. mars 2020 13:48
Icelandair hyggst ekki leggjast á ríkisspenann Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið teikni nú upp leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar. 12. mars 2020 11:33