Undirbýr kvörtun til Persónuverndar vegna færslu Heitirpottar.is Andri Eysteinsson skrifar 24. maí 2020 15:09 Ein myndanna sem birtist í færslu Heitirpottar.is. Persónugreinanlegar upplýsingar hafa verið afmáðar af myndinni. Færslunni hefur nú verið eytt. Skjáskot Tómas Kristjánsson, lögfræðingur og eigandi fyrirtækisins Lögréttu, telur að heitirpottar.is, sem rekið er af Kristjáni Berg Ásgeirssyni, sem betur er þekktur sem Fiskikóngurinn, brotið persónuverndarlög þegar myndir sem innihéldu persónuupplýsingar viðskiptavina voru birtar á Facebook-síðu fyrirtækisins. Hann gerir ráð fyrir að skila kvörtun til Persónuverndar vegna málsins á morgun. Í gær birtust á Facebook-síðu fyrirtækisins myndir af skjölum til staðfestingar á seldum pottum. Á skjölunum má glögglega sjá nöfn kaupenda, símanúmer og í sumum tilfellum heimilisföng. Þá kemur fram hvers lags pottur var keyptur og hvenær fyrirhugað er að hann verði sóttur. Tómas telur að í þessu tilfelli ekki sé hægt að skýla sér á bak við ungan aldur núverandi persónuverndarlaga. Samsvarandi ákvæði um mál af sama meiði hafi verið að finna í eldri löggjöf.MYND/AÐSEND „Þessi birting eins og hún er þarna, þetta telst vera vinnsla persónuupplýsinga samkvæmt persónuverndarlögum,“ segir Tómas og vísar sérstaklega til 8. greinar laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, þar sem meginreglur um vinnslu persónuupplýsinga er að finna. Tómas bendir jafnframt á að ákvæðið sem vísað er til sé ekki nýtilkomið. Þannig geti menn ekki „skýlt sér á bak við það“ að Alþingi hafi samþykkt nýja persónuverndarlöggjöf í júní 2018. Hann segir sambærilegt ákvæði hafa verið í fyrri persónuverndarlögum frá árinu 2000. Tómas segist hafa verið í sambandi við nokkra þeirra viðskiptavini sem nafngreindir voru í færslunni. Þeir séu flestir óánægðir með uppátækið. Þá geri hann ráð fyrir því að vera kominn með umboð til að ganga frá formlegri kvörtun til Persónuverndar á morgun. Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Heitirpottar.is, sagði í samtali við Vísi að engar kvartanir hefðu borist vegna málsins og að um mistök hafi verið að ræða. Um leið og hann hafi áttað sig á hvernig var í pottinn búið hafi færslan verið fjarlægð. „Ég vil lítið vera að tjá mig um þetta en það var engin ætlun hjá okkur að fara að birta einhverjar upplýsingar,“ sagði Kristján. Kristján, einnig þekktur sem Fiskikóngurinn, segir að upplýsingarnar hafi verið birtar fyrir mistök.Stöð 2 Persónuvernd Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Tómas Kristjánsson, lögfræðingur og eigandi fyrirtækisins Lögréttu, telur að heitirpottar.is, sem rekið er af Kristjáni Berg Ásgeirssyni, sem betur er þekktur sem Fiskikóngurinn, brotið persónuverndarlög þegar myndir sem innihéldu persónuupplýsingar viðskiptavina voru birtar á Facebook-síðu fyrirtækisins. Hann gerir ráð fyrir að skila kvörtun til Persónuverndar vegna málsins á morgun. Í gær birtust á Facebook-síðu fyrirtækisins myndir af skjölum til staðfestingar á seldum pottum. Á skjölunum má glögglega sjá nöfn kaupenda, símanúmer og í sumum tilfellum heimilisföng. Þá kemur fram hvers lags pottur var keyptur og hvenær fyrirhugað er að hann verði sóttur. Tómas telur að í þessu tilfelli ekki sé hægt að skýla sér á bak við ungan aldur núverandi persónuverndarlaga. Samsvarandi ákvæði um mál af sama meiði hafi verið að finna í eldri löggjöf.MYND/AÐSEND „Þessi birting eins og hún er þarna, þetta telst vera vinnsla persónuupplýsinga samkvæmt persónuverndarlögum,“ segir Tómas og vísar sérstaklega til 8. greinar laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, þar sem meginreglur um vinnslu persónuupplýsinga er að finna. Tómas bendir jafnframt á að ákvæðið sem vísað er til sé ekki nýtilkomið. Þannig geti menn ekki „skýlt sér á bak við það“ að Alþingi hafi samþykkt nýja persónuverndarlöggjöf í júní 2018. Hann segir sambærilegt ákvæði hafa verið í fyrri persónuverndarlögum frá árinu 2000. Tómas segist hafa verið í sambandi við nokkra þeirra viðskiptavini sem nafngreindir voru í færslunni. Þeir séu flestir óánægðir með uppátækið. Þá geri hann ráð fyrir því að vera kominn með umboð til að ganga frá formlegri kvörtun til Persónuverndar á morgun. Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Heitirpottar.is, sagði í samtali við Vísi að engar kvartanir hefðu borist vegna málsins og að um mistök hafi verið að ræða. Um leið og hann hafi áttað sig á hvernig var í pottinn búið hafi færslan verið fjarlægð. „Ég vil lítið vera að tjá mig um þetta en það var engin ætlun hjá okkur að fara að birta einhverjar upplýsingar,“ sagði Kristján. Kristján, einnig þekktur sem Fiskikóngurinn, segir að upplýsingarnar hafi verið birtar fyrir mistök.Stöð 2
Persónuvernd Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira