Erlent

Sýni tekið af öllum ráð­herrum í ríkis­stjórn Spánar

Atli Ísleifsson skrifar
Spænski jafnréttismálaráðherrann Irene Montero  hefur greinst með kórónuveiru.
Spænski jafnréttismálaráðherrann Irene Montero  hefur greinst með kórónuveiru. Getty

Ákveðið hefur verið að taka sýni af öllum ráðherrum í ríkisstjórn Spánar vegna kórónuveirunnar.

Ríkisstjórn landsins kemur saman í dag og munu einungis þeir ráðherrar, sem nauðsynlega þurfa að vera til staðar til að ákvarða til hvaða neyðarráðstafana skuli grípa, sitja þann fund.

Einn ráðherra í ríkisstjórn landsins hefur greinst með kórónuveiru. Er um að ræða jafnréttismálaráðherrann Irene Montero.

Fjölmargir hafa greinst með kórónuveirusmit á Spáni, en þar hafa næstflest tilvik komið upp á álfunni á eftir Ítalíu. Í gær höfðu rúmlega 2.200 smitast af veirunni á Spáni og 55 látist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×