Handbolti

Fær að leiða ÍR út á völlinn eftir söfnunina um­töluðu | Mynd­band

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sævar krotar undir samninginn.
Sævar krotar undir samninginn. vísir/s2s

Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, segir að söfnun liðsins sem vakti mikla athygli á dögunum hafi skilað þeim tæpum tveimur milljónum í kassann.

Söfnunin var ansi áhugaverð þar sem til sölu var að verða þjálfari liðsins í einum leik í Olís-deild karla á næstu leiktíð og einnig var hægt að kaupa sig inn í leikmannahópinn í einum leik.

„Við enduðum í 1,8 milljón. Það sýnir hversu góða stuðningsmenn við eigum og hversu vel og mikið fólkinu þykir vænt um félagið. Við erum gríðarlega ánægðir,“ sagði Kristinn.

„Ég gekk nú kannski út frá því að enginn myndi kaupa það. Það var djókur sem var alveg hægt að setja út en það er ýmislegt annað sem gekk upp þó að við höfum ekki náð að fá þig í liðið.“

Einn aðili ákvað að kaupa sæti í leikmannahópnum í einum leik en ákvað að gefa það sæti miklum ÍR-ing.

„Það var einn aðili sem keypti sæti í liðinu og hann óskaði eftir því að fá að halda nafnleynd en óskaði eftir því að við myndum gefa sætið. Við eigum einn ofboðslega góðan stuðningsmann og „alt muligt man“ í Sævari Gunnlaugssyni. Hann er án efa stuðningsmaður félagsins númer eitt og hefur fylgt liðinu í heima- og útileiki. Við verðlaunum hann með að vera fyrirliði.“

Þeir krotuðu undir samninginn fyrir framan myndavélarnar en innslagið má sjá hér að neðan.

Klippa: Sportið í dag - ÍR fékk fékk nýjan leikmann í dag

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×