Körfubolti

Jerry Sloan látinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Enginn hefur þjálfað eitt lið lengur í sögu NBA-deildarinnar en Jerry Sloan gerði með Utah Jazz.
Enginn hefur þjálfað eitt lið lengur í sögu NBA-deildarinnar en Jerry Sloan gerði með Utah Jazz. getty/Christian Petersen

Jerry Sloan, sem þjálfaði Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta í rúma tvo áratugi, lést í morgun. Hann var 78 ára.

Sloan var ráðinn þjálfari Utah 1988. Hann gengdi því starfi til 2011, eða í 23 ár. Undir hans stjórn komst Utah í úrslit NBA 1997 og 1998. Í bæði skiptin laut liðið í lægra haldi fyrir Chicago Bulls.

Á þeim 23 árum sem Sloan stýrði Utah komst liðið 20 sinnum í úrslitakeppnina, þar af fjórtán ár í röð (1989-2003) og vann þrettán sinnum 50 leiki eða meira.

Aðeins fjórir þjálfarar hafa unnið fleiri leiki í sögu NBA en Sloan. Lið hans unnu 1221 leik og sigurhlutfallið var sextíu prósent sem er það sjötta besta í NBA-sögunni.

Áður en Sloan fór til Utah þjálfaði hann Chicago í þrjú ár. Þar lék líka nær allan sinn feril. 

Hann var fjórum sinnum valinn í fyrsta varnarlið ársins og tók tvisvar þátt í Stjörnuleiknum. Sloan var fyrsti leikmaður Chicago sem fékk treyjuna sína (númer 4) hengda upp í rjáfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×