Sauma grímur til verndar fólki á vergangi Heimsljós 22. maí 2020 14:18 RHDH/UNFPA Tæplega tvö hundruð kórónaveirusmit hafa greinst í Jemen og þar er keppst við að draga úr útbreiðslu veirunnar. Stríðsátök síðustu fimm ára hafa leitt til þess að grunnþjónusta eins og heilbrigðisþjónusta er í molum og ljóst að hún ræður ekki við skæðan veirusjúkdóm eins og COVID-19. Íslendingar eru í hópi þjóða sem leggja til fjármagn gegnum Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) til þess að halda úti þjónustu fyrir verðandi mæður og kornabörn. UNFPA segir í frétt að aðeins um 20 prósent heilbrigðiskerfisins geti nú veitt þjónustu á sviði fæðingarhjálpar og ungbarnaverndar og án fjárhagsstuðnings komi hundruð heilsugæslustöðva loka. „Ég óttast mest að hér séu ekki næg bjargráð til þess að berjast við veiruna,“ segir Deena, kona í Raymah, sem er á vergangi vegna stríðsátakanna. Þrátt fyrir að hafa ekki mörg úrræði til að berjast gegn vágestinum gerir hún allt sem hún getur. „Ég hef staðið fyrir vitundarvakningu meðal fjölskyldu og vina, og eins hef ég verið að sauma grímur til þess að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. Ég veit að með þeim hætti hjálpa ég öðru fólki á hrakhólum sem geta lítið annað gert til að vernda sig gegn veirunni,“ segir hún. Samkvæmt fréttinni bera konur og stúlkur þungar byrðar vegna ástandsins. Efnahagslegar þrengingar að viðbættum heimsfaraldri setja þær í hættulegri stöðu gagnvart kynbundnu ofbeldi og neikvæðum úrræðum á borð við barnabrúðkaup og mansal. Á sama tíma eru konur og stúlkur í leiðandi hlutverki við að hefta útbreiðslu veikinnar. Á svonefndum „öruggum stöðum“ sem UNFPA styður með fjárframlagi frá Íslandi, Japan, Hollandi, Noregi, Svíþjóð og Sviss, hafa verið saumaðar rúmlega fimmtán þúsund grímur og dreift meðal fólks á hrakhólum og viðtakendur fá fræðslu um notkun þeirra. Á þessum stöðum fer líka fram valdefling kvenna, þjónusta vegna kynbundins ofbeldis, atvinnuráðgjöf og almenn ráðgjöf. Mannfjöldasjóðurinn þarf á 59 milljóna dala framlagi að halda til að halda úti mannúðarverkefnum í Jemen. Náist ekki að fjármagna starfseminua gæti þjónustu við 320 þúsund verðandi mæður verið hætt og 48 þúsund börn látist vegna fylgikvilla við fæðingu. Ennfremur óttast UNFPA að stöðva þurfi rekstur „öruggu staðanna“ á næstu mánuðum sökum fjárskorts. Fjáröflunarfjarfundur verður haldinn 2. júní af á vegum Sameinuðu þjóðanna og konungsdæmis Sádi-Arabíu. Þróunarsamvinna Jemen Sádi-Arabía Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent
Tæplega tvö hundruð kórónaveirusmit hafa greinst í Jemen og þar er keppst við að draga úr útbreiðslu veirunnar. Stríðsátök síðustu fimm ára hafa leitt til þess að grunnþjónusta eins og heilbrigðisþjónusta er í molum og ljóst að hún ræður ekki við skæðan veirusjúkdóm eins og COVID-19. Íslendingar eru í hópi þjóða sem leggja til fjármagn gegnum Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) til þess að halda úti þjónustu fyrir verðandi mæður og kornabörn. UNFPA segir í frétt að aðeins um 20 prósent heilbrigðiskerfisins geti nú veitt þjónustu á sviði fæðingarhjálpar og ungbarnaverndar og án fjárhagsstuðnings komi hundruð heilsugæslustöðva loka. „Ég óttast mest að hér séu ekki næg bjargráð til þess að berjast við veiruna,“ segir Deena, kona í Raymah, sem er á vergangi vegna stríðsátakanna. Þrátt fyrir að hafa ekki mörg úrræði til að berjast gegn vágestinum gerir hún allt sem hún getur. „Ég hef staðið fyrir vitundarvakningu meðal fjölskyldu og vina, og eins hef ég verið að sauma grímur til þess að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. Ég veit að með þeim hætti hjálpa ég öðru fólki á hrakhólum sem geta lítið annað gert til að vernda sig gegn veirunni,“ segir hún. Samkvæmt fréttinni bera konur og stúlkur þungar byrðar vegna ástandsins. Efnahagslegar þrengingar að viðbættum heimsfaraldri setja þær í hættulegri stöðu gagnvart kynbundnu ofbeldi og neikvæðum úrræðum á borð við barnabrúðkaup og mansal. Á sama tíma eru konur og stúlkur í leiðandi hlutverki við að hefta útbreiðslu veikinnar. Á svonefndum „öruggum stöðum“ sem UNFPA styður með fjárframlagi frá Íslandi, Japan, Hollandi, Noregi, Svíþjóð og Sviss, hafa verið saumaðar rúmlega fimmtán þúsund grímur og dreift meðal fólks á hrakhólum og viðtakendur fá fræðslu um notkun þeirra. Á þessum stöðum fer líka fram valdefling kvenna, þjónusta vegna kynbundins ofbeldis, atvinnuráðgjöf og almenn ráðgjöf. Mannfjöldasjóðurinn þarf á 59 milljóna dala framlagi að halda til að halda úti mannúðarverkefnum í Jemen. Náist ekki að fjármagna starfseminua gæti þjónustu við 320 þúsund verðandi mæður verið hætt og 48 þúsund börn látist vegna fylgikvilla við fæðingu. Ennfremur óttast UNFPA að stöðva þurfi rekstur „öruggu staðanna“ á næstu mánuðum sökum fjárskorts. Fjáröflunarfjarfundur verður haldinn 2. júní af á vegum Sameinuðu þjóðanna og konungsdæmis Sádi-Arabíu.
Þróunarsamvinna Jemen Sádi-Arabía Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent