Lífið

Gagnaverið: Allt sem þú þarft að vita um TikTok

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
TikTok hefur náð gríðarlegum vinsældum. En mun forritið ná að stækka enn meira? Allt um það í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Gagnaverið.
TikTok hefur náð gríðarlegum vinsældum. En mun forritið ná að stækka enn meira? Allt um það í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Gagnaverið. Getty/ Chesnot

Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Gagnaverið er fjallað um samfélagsmiðilinn TikTok. Hann hefur náð gífurlegum vinsældum á síðustu tveimur árum og þá sérstaklega vegna útbreiðslu Covid-19. Auðvelt er að festast á TikTok enda er ógrynni af efni þar inn á, eitthvað fyrir alla. Skrítnir dansar, hrekkir, samfélagsrýni og jafnvel galdramenn.

„Til okkar komu bæði Davíð Lúther, sérfræðingur í samfélagsmiðlum og framkvæmdarstjóri Sahara, og Arnar Gauti, en hann hefur náð að safna 230.000 fylgjendum á miðlinum og fer hann yfir það með okkur hvernig hann náði þeim.“

Hvað gerir miðilinn svona vinsælan? Hvernig er algóriþminn að velja efnið fyrir okkur? Hefur TikTok náð sínum hæðum eða eru þeir rétt að byrja? Hver er tengingin við Kína? Af hverju var forritið bannað í Indlandi?

Þessum spurningum og mörgum fleiri er svarað í þættinum, sem hægt er að hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. 

Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi og er fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×