Herða takmörk um geislun frá snjallsímum fyrir 5G-væðingu Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2020 16:49 Ríki heims búa sig nú undir næstu kynslóð þráðlausra samskipta sem hefur verið nefnd 5G. Hún á að bjóða upp á stóraukinn hraða fyrir snjalltæki sem tengjast þráðlausri farnetstengingu sem jafnast á við ljósleiðaratengingu. Vísir/Getty Engar vísbendingar eru um að farsímanet valdi krabbameini eða öðrum sjúkdómum í mönnum en reglur um geislun frá snjallsímum verða engu að síður hertar aðeins samkvæmt nýjum alþjóðlegum reglum sem vísindamenn leggja til. Núverandi 5G-tæki eru nú þegar innan þeirra marka um geislun sem lögð eru til. Alþjóðageislavarnaráðið (ICNIRP) leggur nú til fyrstu uppfærsluna á reglum um styrk geislunar frá farsímaneti, þráðlausu neti og Bluetooth-tengingu frá árinu 1998. Það leggur til að reglur verði hertar aðeins áður en 5G-tæknin hefur innreið sína af fullum krafti. Nýju reglurnar hafa ekki áhrif á 5G-fjarskiptamöstur heldur snjallsímana sjálfa þegar þeir tengjast 5G-neti. Þeir snjallsímar sem þegar styðja 5G-tæknina eru sagðir senda frá sér geislun innan nýju markanna og sömuleiðis þeir símar sem framleiðendur eru með á teikniborðinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þráðlausa fjarskiptatæknin sem kennd hefur verið við 5G skilar mun hraðari gagnaflutningum en eru mögulegir með eldri tækni. Hún er keyrð á hærri tíðni en núverandi kynslóð farsímasenda og er því skammdrægari. Vísindamenn ICNIRP hafa lagst yfir vísindarannsóknar á áhrifum rafsegulsviðs á heilsu manna undanfarin ár. Engar vísbendingar eru um að farsímanet valdi mönnum heilsuskaða. „Við höfum líka íhugað allar aðrar tegundir áhrifa, til dæmis hvort að útvarpsbylgjur geti leitt til myndunar krabbameins í mannslíkamanum. Við komumst að því að það eru ekki nægjanlegar vísindalegar sannanir til að álykta að slík áhrif séu til staðar,“ segir Eric van Rongen, formaður ICNIRP. 5G-farsímasendir í Kína. Fleiri slíka senda þarf en fyrir eldri kynslóðir fjarskiptatækni þar sem 5G-merkið er skammdrægara.Vísir/Getty Geislun langt innan leyfilegra marka Ýmsir hópar hafa haldið því gagnstæða fram og barist fyrir enn strangari reglum vegna 5G-tækninnar. Rannsóknir fjarskiptastofnunar Bretlands á 5G-farsímasendum leiddu í ljós að geislun væri langt innan leyfilegra marka. Þar sem geislunin mældist mest hafi hún aðeins náð 1,5% af leyfilegum mörkum. Áhyggjur af meintum skaðlegum áhrifum geislunar frá 5G-fjarskiptum eru meðal annars raktar til gallaðrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum sem átti að sýna að heili fólks yrði fyrir meiri geislun eftir því sem tíðni þráðlausa merkisins ykist. Sérfræðingar segja að áhrifin séu þveröfug. Útvarpsbylgjur verði þannig öruggari eftir því sem tíðni þeirra verður hærri, að því er sagði í umfjöllun New York Times í fyrra. Sjá einnig: Erfiðara gæti orðið að spá fyrir um lægðir vegna 5G-væðingar Veðurfræðingar hafa aftur á móti lýst áhyggjum af því því að merki frá 5G-farsímasendum geti truflað mælingar gervihnatta á vatnsgufu í lofthjúpi jarðar og þar með torveldað veðurathuganir og spár. Hafa samtök vísindamanna óskað eftir því að tekið verði tillit til þeirra áhyggna þegar yfirvöld úthluta tíðnisviði fyrir 5G-tæknina. Tækni Fjarskipti Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Engar vísbendingar eru um að farsímanet valdi krabbameini eða öðrum sjúkdómum í mönnum en reglur um geislun frá snjallsímum verða engu að síður hertar aðeins samkvæmt nýjum alþjóðlegum reglum sem vísindamenn leggja til. Núverandi 5G-tæki eru nú þegar innan þeirra marka um geislun sem lögð eru til. Alþjóðageislavarnaráðið (ICNIRP) leggur nú til fyrstu uppfærsluna á reglum um styrk geislunar frá farsímaneti, þráðlausu neti og Bluetooth-tengingu frá árinu 1998. Það leggur til að reglur verði hertar aðeins áður en 5G-tæknin hefur innreið sína af fullum krafti. Nýju reglurnar hafa ekki áhrif á 5G-fjarskiptamöstur heldur snjallsímana sjálfa þegar þeir tengjast 5G-neti. Þeir snjallsímar sem þegar styðja 5G-tæknina eru sagðir senda frá sér geislun innan nýju markanna og sömuleiðis þeir símar sem framleiðendur eru með á teikniborðinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þráðlausa fjarskiptatæknin sem kennd hefur verið við 5G skilar mun hraðari gagnaflutningum en eru mögulegir með eldri tækni. Hún er keyrð á hærri tíðni en núverandi kynslóð farsímasenda og er því skammdrægari. Vísindamenn ICNIRP hafa lagst yfir vísindarannsóknar á áhrifum rafsegulsviðs á heilsu manna undanfarin ár. Engar vísbendingar eru um að farsímanet valdi mönnum heilsuskaða. „Við höfum líka íhugað allar aðrar tegundir áhrifa, til dæmis hvort að útvarpsbylgjur geti leitt til myndunar krabbameins í mannslíkamanum. Við komumst að því að það eru ekki nægjanlegar vísindalegar sannanir til að álykta að slík áhrif séu til staðar,“ segir Eric van Rongen, formaður ICNIRP. 5G-farsímasendir í Kína. Fleiri slíka senda þarf en fyrir eldri kynslóðir fjarskiptatækni þar sem 5G-merkið er skammdrægara.Vísir/Getty Geislun langt innan leyfilegra marka Ýmsir hópar hafa haldið því gagnstæða fram og barist fyrir enn strangari reglum vegna 5G-tækninnar. Rannsóknir fjarskiptastofnunar Bretlands á 5G-farsímasendum leiddu í ljós að geislun væri langt innan leyfilegra marka. Þar sem geislunin mældist mest hafi hún aðeins náð 1,5% af leyfilegum mörkum. Áhyggjur af meintum skaðlegum áhrifum geislunar frá 5G-fjarskiptum eru meðal annars raktar til gallaðrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum sem átti að sýna að heili fólks yrði fyrir meiri geislun eftir því sem tíðni þráðlausa merkisins ykist. Sérfræðingar segja að áhrifin séu þveröfug. Útvarpsbylgjur verði þannig öruggari eftir því sem tíðni þeirra verður hærri, að því er sagði í umfjöllun New York Times í fyrra. Sjá einnig: Erfiðara gæti orðið að spá fyrir um lægðir vegna 5G-væðingar Veðurfræðingar hafa aftur á móti lýst áhyggjum af því því að merki frá 5G-farsímasendum geti truflað mælingar gervihnatta á vatnsgufu í lofthjúpi jarðar og þar með torveldað veðurathuganir og spár. Hafa samtök vísindamanna óskað eftir því að tekið verði tillit til þeirra áhyggna þegar yfirvöld úthluta tíðnisviði fyrir 5G-tæknina.
Tækni Fjarskipti Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira