Sáu fram á atvinnuleysi og skipulögðu leikjanámskeið Sylvía Hall skrifar 21. maí 2020 19:18 Ýmir Guðmundsson og Magnús Aron Sigurðsson munu bjóða upp á leikjanámskeið fyrir krakka á aldrinum 9 til 12 ára í sumar. Aðsend Félagarnir Magnús Aron Sigurðsson og Ýmir Guðmundsson áttuðu sig á því að með tilkomu kórónuveirufaraldursins gæti orðið þrautinni þyngra að fá almennilega sumarvinnu í sumar. Þeir dóu þó ekki ráðalausir og ákváðu að láta gamlan draum rætast, og skipulögðu leikjanámskeið fyrir krakka á aldrinum 9 til 12 ára. „Við höfum lengi haft þessa hugmynd bak við eyrað, og nú finnst okkur vera kominn tími til að láta af þessu verða. Við höfum fengið að þjálfa og kenna börnum í náminu og störfum báðir sem þjálfarar barna á þessum aldri, svo það lá beint við að bjóða upp á sumarnámskeið fyrir hressa krakka,“ segir Magnús um námskeiðið. Þeirra markmið sé fyrst og fremst að gera sumarið ógleymanlegt fyrir þá sem taka þátt í námskeiðinu. Námskeiðið er hugsað fyrir börn sem vilja leik og hreyfingu í sumar, þá sérstaklega börn sem hafa minni áhuga á fótbolta – en flest íþróttafélög bjóða upp á fótboltaskóla yfir sumarið. Þeir hafi því fengið aðstöðu við Lindaskóla þar sem er meðal annars skólahreystibraut og sparkvöllur. Munu kenna krökkunum skyndihjálp Magnús og Ýmir stunda nám við í íþróttafræði í Háskóla Íslands og hafa báðir mikla reynslu af þjálfun ungmenna. Magnús hefur verið aðalþjálfari 3. flokks kvenna og 4. flokks karla í fótbolta hjá Leikni og Ýmir hefur verið að þjálfa CrossFit í Sporthúsinu. Báðir hafa þeir stundað íþróttir alla tíð og vilja miðla þeirri reynslu áfram til krakkanna í sumar. Þeir höfðu fljótlega samband við Kópavogsbæ upp á það að leigja íþróttahúsið í Lindaskóla. Þar sé allt til alls, aðstaðan einstaklega góð og stórt og mikið útisvæði. Þá er einnig að finna klifurvegg í húsinu sem þeir sjá fram á að geta nýtt á námskeiðinu. Einblínt verður á útiveru og leiki á námskeiðinu en íþróttahúsið í Lindaskóla verður líkt og áður sagði einnig notað, sérstaklega ef veðrið bregst. Þá eru bæði Magnús og Ýmir leiðbeinendur í skyndihjálp og munu nýta þá reynslu til þess að kenna krökkunum grunnaðferðir við skyndihjálp. Aðalatriðið er að krakkarnir fái að læra eitthvað nýtt og skemmtilegt. „Okkar markmið er því að skapa umhverfi með mikilli fjölbreytni, en einnig nýta okkar þekkingu til að stuðla að hreyfingu. Við komum til með að fara í skemmtilegan ratleik á hverju námskeiði,“ segir Magnús. Áhugasamir geta skráð sig á leikirogfjor.eydublod.is en fyrsta námskeiðið hefst þann 8. júní næstkomandi. Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Félagarnir Magnús Aron Sigurðsson og Ýmir Guðmundsson áttuðu sig á því að með tilkomu kórónuveirufaraldursins gæti orðið þrautinni þyngra að fá almennilega sumarvinnu í sumar. Þeir dóu þó ekki ráðalausir og ákváðu að láta gamlan draum rætast, og skipulögðu leikjanámskeið fyrir krakka á aldrinum 9 til 12 ára. „Við höfum lengi haft þessa hugmynd bak við eyrað, og nú finnst okkur vera kominn tími til að láta af þessu verða. Við höfum fengið að þjálfa og kenna börnum í náminu og störfum báðir sem þjálfarar barna á þessum aldri, svo það lá beint við að bjóða upp á sumarnámskeið fyrir hressa krakka,“ segir Magnús um námskeiðið. Þeirra markmið sé fyrst og fremst að gera sumarið ógleymanlegt fyrir þá sem taka þátt í námskeiðinu. Námskeiðið er hugsað fyrir börn sem vilja leik og hreyfingu í sumar, þá sérstaklega börn sem hafa minni áhuga á fótbolta – en flest íþróttafélög bjóða upp á fótboltaskóla yfir sumarið. Þeir hafi því fengið aðstöðu við Lindaskóla þar sem er meðal annars skólahreystibraut og sparkvöllur. Munu kenna krökkunum skyndihjálp Magnús og Ýmir stunda nám við í íþróttafræði í Háskóla Íslands og hafa báðir mikla reynslu af þjálfun ungmenna. Magnús hefur verið aðalþjálfari 3. flokks kvenna og 4. flokks karla í fótbolta hjá Leikni og Ýmir hefur verið að þjálfa CrossFit í Sporthúsinu. Báðir hafa þeir stundað íþróttir alla tíð og vilja miðla þeirri reynslu áfram til krakkanna í sumar. Þeir höfðu fljótlega samband við Kópavogsbæ upp á það að leigja íþróttahúsið í Lindaskóla. Þar sé allt til alls, aðstaðan einstaklega góð og stórt og mikið útisvæði. Þá er einnig að finna klifurvegg í húsinu sem þeir sjá fram á að geta nýtt á námskeiðinu. Einblínt verður á útiveru og leiki á námskeiðinu en íþróttahúsið í Lindaskóla verður líkt og áður sagði einnig notað, sérstaklega ef veðrið bregst. Þá eru bæði Magnús og Ýmir leiðbeinendur í skyndihjálp og munu nýta þá reynslu til þess að kenna krökkunum grunnaðferðir við skyndihjálp. Aðalatriðið er að krakkarnir fái að læra eitthvað nýtt og skemmtilegt. „Okkar markmið er því að skapa umhverfi með mikilli fjölbreytni, en einnig nýta okkar þekkingu til að stuðla að hreyfingu. Við komum til með að fara í skemmtilegan ratleik á hverju námskeiði,“ segir Magnús. Áhugasamir geta skráð sig á leikirogfjor.eydublod.is en fyrsta námskeiðið hefst þann 8. júní næstkomandi.
Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira