Flugfreyjufélagið samþykkti sambærilegan flugtímafjölda hjá WOW: „Ekki hægt að bera samningana saman“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 21. maí 2020 19:19 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins. Vísir/Egill Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir á laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það rangt. „Ég vísa því alfarið á bug. Það er í rauninni krafa um aukið vinnuframlag, allt frá 8% til 20%. Það eru launahækkanir sem samræmast þó ekki almennum vinnumarkaði. Þetta eru of stórir bitar sem ekki er hægt að sætta sig við,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Launakjör flugfreyja fara eftir starfsaldri og í 100% vinnu skilar flugfreyja nú 65 flugstundum á mánuði. „Það er hægt að reikna með 2,5 klukkustundum á hverja flugstund,“ segir Guðlaug. Gríðarlegur fjöldi sækir um að verða flugfreyja eða þjónn á ári hverju en starfið krefst stúdentsprófs. Hins vegar er algengt að háskólamenntaðir sækist um að starfa í faginu. Til að mynda er um 10% af flugfreyjum Icelandair hjúkrunarfræðingar. Meðallaun flugfreyja á síðasta ári voru 520 þúsund krónur á mánuði. Yfirflugfreyjur fengu 740 þúsund krónur samkvæmt upplýsingum frá Icelandair. Mánaðarlegir dagpeningar voru á bilinu 140 til 145 þúsund að meðaltali. Önnur kjör eru bifreiðarstyrkur, keyrsla til og frá vinnu frá ákveðnum áfangastað. Sölulaun vegna varnings um borð. Skóstyrkur og frí gisting þegar dvalið er erlendis. Guðlaug segir að engar breytingar hafi verið í tilboði Icelandair varðandi önnur kjör. Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við WOW árið 2018 þar sem samþykkt var að yfirflugfreyja ynni 67 flugtíma, flugfreyja 69 tíma og flugfreyjur með minnstan starfsaldur 78 tíma. Þetta er sambærilegt og Icelandair bauð í gær um að flugtímar færu í 70-78 flugtíma. Aðspurð af hverju þessi munur stafar segir Guðlaug. „Annað er lágfargjaldaflugfélag og hitt er flugfélag sem gefur sig út fyrir að vera með meiri þjónustu og annað launastig. Annars er ekki hægt að bera þessa tvö samninga saman því þeir eru byggðir á mismunandi grunni,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir á laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það rangt. „Ég vísa því alfarið á bug. Það er í rauninni krafa um aukið vinnuframlag, allt frá 8% til 20%. Það eru launahækkanir sem samræmast þó ekki almennum vinnumarkaði. Þetta eru of stórir bitar sem ekki er hægt að sætta sig við,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Launakjör flugfreyja fara eftir starfsaldri og í 100% vinnu skilar flugfreyja nú 65 flugstundum á mánuði. „Það er hægt að reikna með 2,5 klukkustundum á hverja flugstund,“ segir Guðlaug. Gríðarlegur fjöldi sækir um að verða flugfreyja eða þjónn á ári hverju en starfið krefst stúdentsprófs. Hins vegar er algengt að háskólamenntaðir sækist um að starfa í faginu. Til að mynda er um 10% af flugfreyjum Icelandair hjúkrunarfræðingar. Meðallaun flugfreyja á síðasta ári voru 520 þúsund krónur á mánuði. Yfirflugfreyjur fengu 740 þúsund krónur samkvæmt upplýsingum frá Icelandair. Mánaðarlegir dagpeningar voru á bilinu 140 til 145 þúsund að meðaltali. Önnur kjör eru bifreiðarstyrkur, keyrsla til og frá vinnu frá ákveðnum áfangastað. Sölulaun vegna varnings um borð. Skóstyrkur og frí gisting þegar dvalið er erlendis. Guðlaug segir að engar breytingar hafi verið í tilboði Icelandair varðandi önnur kjör. Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við WOW árið 2018 þar sem samþykkt var að yfirflugfreyja ynni 67 flugtíma, flugfreyja 69 tíma og flugfreyjur með minnstan starfsaldur 78 tíma. Þetta er sambærilegt og Icelandair bauð í gær um að flugtímar færu í 70-78 flugtíma. Aðspurð af hverju þessi munur stafar segir Guðlaug. „Annað er lágfargjaldaflugfélag og hitt er flugfélag sem gefur sig út fyrir að vera með meiri þjónustu og annað launastig. Annars er ekki hægt að bera þessa tvö samninga saman því þeir eru byggðir á mismunandi grunni,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira