Íslenski boltinn

Þjálfari FH heldur vart vatni yfir Emil Hallfreðssyni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Verða þessir tveir báðr leikmenn í Pepsi Max deild karla í sumar?
Verða þessir tveir báðr leikmenn í Pepsi Max deild karla í sumar? vísir/getty

Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari FH í Pepsi Max deildinni, segir gæðin í Emil Hallfreðssyni gífurleg en landsliðsmaðurinn hefur æft með Hafnafjarðarliðinu síðan knattspyrnulið máttu byrja að æfa aftur saman í litlum hópum.

Ólafur var í viðtali hjá Hjörvari Hafliðassyni í hlaðvarpinu Dr. Football. Þar kom nafn Emils upp á borðið en hann er sem stendur samningsbundinn ítalska C-deildarliðinu Padova. Fari svo að deildarkeppni þar fari ekki aftur af stað og Emil komi heim þá hefur hann gefið út að hann myndi spila fyrir uppeldisfélag sitt, FH.

Ólafur Kristjánsson hefur þjálfað FH síðar haustið 2017.vísir/daníel

„Úff hvað hann er góður í fótbolta. Hann er ekki kominn [til félagsins] en við þurfum að sjá hvað gerist með hans mál á Ítalíu. Emil er með gífurleg gæði og bara að hann sé að æfa með okkur í FH lyftir æfingunum upp á annað plan. Það er hrein unun að fylgjast með honum,“ sagði Ólafur meðal annars.

FH lenti í 3. sæti Pepsi Max deildarinnar á síðustu leiktíð. Þá tapaði liðið 1-0 fyrir Víking í úrslitum Mjólkurbikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×