Nýsköpunarvikan í Reykjavík 30. september - 7. október Melkorka Sigríður Magnúsdóttir skrifar 21. maí 2020 11:30 Plástrar úr fiskroði, sódavatn úr sjó, sálfræðiþjónusta með stuðningi gervigreindar, hringur á fingri sem framlenging hljóðfæris, notkun hjálpargreindar í baráttunni gegn peningaþvætti, íslenskt wasabi og lengi mætti áfram telja. Þetta hljómar kannski eins og dystópísk framtíðarsýn en allt eru þetta starfandi fyrirtæki sprottin úr íslensku hugviti. En hvað eiga öll þessi ólíku fyrirtæki sameiginlegt? Þau hafa öll sótt aðstoð í stuðningsumhverfi frumkvöðla og sprotafyrirtækja. Þau hafa tekið þátt í viðskiptahröðlum, lausnarmótum (e. hackathons), hlotið ráðgjöf, fjármagn úr fjárfestinga og/eða rannsóknarsjóðum, sótt ráðstefnur og viðburði, nýtt sér skrifstofuaðstöðu í frumkvöðlasetrum og myndað tengslanet við aðra frumkvöðla hérlendis og erlendis svo fátt eitt sé nefnt. Allt hefur þetta hjálpað til við uppbyggingu viðkvæmra sprotafyrirtækja og skapað fjölmörg störf. Í raun skiptir slíkur stuðningur sköpum og skilur á á milli hvort sprotafyrirtæki lifi af eða ekki. Í aðgerðarpakka stjórnvalda eru margar góðar hugmyndir til stuðnings frumkvöðlafyrirtækjum. Spurningin er hins vegar hvernig hægt sé að styðja við stuðningsumhverfið sjálft sem í gegnum tíðina hefur hjálpað ófáum sprotafyrirtækjum á legg? Eftirfarandi eru tillögur um hvernig nýta megi fjármagn til að skapa frekari störf og þekkingu í íslenskum sprotaheimi: Efla verkefni sem ætlað er að hraða ferli frá hugmynd til fyrirtækis Niðurgreiða skrifstofuhúsnæði í frumkvöðlasetrum og klösum Búa til öflugan vettvang þar sem hægt er að deila þekkingu milli frumkvöðla og fyrirtækja Styðja verkefni sem ætlað er að vekja athygli á nýsköpun Styðja og efla frumkvöðlastarf nemenda á mennta- og háskólastigi, t.d. með nýsköpunar- áföngum, nemendahröðlum, vinnustofum og frumkvöðlafræðslu. Nýsköpunarvikan verður haldin í fyrsta skipti í Reykjavík 30. september- 7. október næstkomandi. Markmið vikunnar er að auka aðgengi og sýnileika nýsköpunar á Íslandi, vekja athygli á frumkvöðlum, sprotafyrirtækjum og nýsköpun innan stöndugra fyrirtækja. Þátttökuaðilar standa fyrir ólíkum viðburðum og gefst þar tækifæri til að kynna eigin nýsköpun, deila þekkingu og víkka tengslanetið. Hingað til hefur líka vantað vettvang þar sem erlendir sérfræðingar, frumkvöðlar og fjárfestar geta kynnst því sem á sér stað í íslenskri nýsköpun. Markmiðið er að nýsköpunarvikan geti orðið vettvangur viðskiptasambanda og skiptimarkaður hugmynda. Hugvit og sköpunarkraftur er verðmætasta auðlind sem við Íslendingar eigum og fjárfesting í stuðningsumhverfi frumkvöðla mun skila sér í frumkvöðlafyrirtækjum sem eru betur undirbúnari fyrir þá löngu vegferð sem framundan er. Höfundur er einn af stofnendum Nýsköpunarvikunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Plástrar úr fiskroði, sódavatn úr sjó, sálfræðiþjónusta með stuðningi gervigreindar, hringur á fingri sem framlenging hljóðfæris, notkun hjálpargreindar í baráttunni gegn peningaþvætti, íslenskt wasabi og lengi mætti áfram telja. Þetta hljómar kannski eins og dystópísk framtíðarsýn en allt eru þetta starfandi fyrirtæki sprottin úr íslensku hugviti. En hvað eiga öll þessi ólíku fyrirtæki sameiginlegt? Þau hafa öll sótt aðstoð í stuðningsumhverfi frumkvöðla og sprotafyrirtækja. Þau hafa tekið þátt í viðskiptahröðlum, lausnarmótum (e. hackathons), hlotið ráðgjöf, fjármagn úr fjárfestinga og/eða rannsóknarsjóðum, sótt ráðstefnur og viðburði, nýtt sér skrifstofuaðstöðu í frumkvöðlasetrum og myndað tengslanet við aðra frumkvöðla hérlendis og erlendis svo fátt eitt sé nefnt. Allt hefur þetta hjálpað til við uppbyggingu viðkvæmra sprotafyrirtækja og skapað fjölmörg störf. Í raun skiptir slíkur stuðningur sköpum og skilur á á milli hvort sprotafyrirtæki lifi af eða ekki. Í aðgerðarpakka stjórnvalda eru margar góðar hugmyndir til stuðnings frumkvöðlafyrirtækjum. Spurningin er hins vegar hvernig hægt sé að styðja við stuðningsumhverfið sjálft sem í gegnum tíðina hefur hjálpað ófáum sprotafyrirtækjum á legg? Eftirfarandi eru tillögur um hvernig nýta megi fjármagn til að skapa frekari störf og þekkingu í íslenskum sprotaheimi: Efla verkefni sem ætlað er að hraða ferli frá hugmynd til fyrirtækis Niðurgreiða skrifstofuhúsnæði í frumkvöðlasetrum og klösum Búa til öflugan vettvang þar sem hægt er að deila þekkingu milli frumkvöðla og fyrirtækja Styðja verkefni sem ætlað er að vekja athygli á nýsköpun Styðja og efla frumkvöðlastarf nemenda á mennta- og háskólastigi, t.d. með nýsköpunar- áföngum, nemendahröðlum, vinnustofum og frumkvöðlafræðslu. Nýsköpunarvikan verður haldin í fyrsta skipti í Reykjavík 30. september- 7. október næstkomandi. Markmið vikunnar er að auka aðgengi og sýnileika nýsköpunar á Íslandi, vekja athygli á frumkvöðlum, sprotafyrirtækjum og nýsköpun innan stöndugra fyrirtækja. Þátttökuaðilar standa fyrir ólíkum viðburðum og gefst þar tækifæri til að kynna eigin nýsköpun, deila þekkingu og víkka tengslanetið. Hingað til hefur líka vantað vettvang þar sem erlendir sérfræðingar, frumkvöðlar og fjárfestar geta kynnst því sem á sér stað í íslenskri nýsköpun. Markmiðið er að nýsköpunarvikan geti orðið vettvangur viðskiptasambanda og skiptimarkaður hugmynda. Hugvit og sköpunarkraftur er verðmætasta auðlind sem við Íslendingar eigum og fjárfesting í stuðningsumhverfi frumkvöðla mun skila sér í frumkvöðlafyrirtækjum sem eru betur undirbúnari fyrir þá löngu vegferð sem framundan er. Höfundur er einn af stofnendum Nýsköpunarvikunnar.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar