Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2020 16:44 Trump hefur farið mikinn um menn og málefni á Twitter í dag, eins og svo oft áður. Aðgerðir ríkja til að auðvelda fólki að nýta kosningarétt sinn í kórónuveirufaraldrinum er á meðal þess sem framkallaði bræði hans. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr hættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. Ekki kom fram í tveimur tístum Trump hvaða fjárveitingar hann myndi stöðva til Michigan og Nevada en forsetinn hefur oft haft í viðlíka hótunum án þess að fylgja þeim eftir, að sögn Washington Post. Mörg ríki Bandaríkjanna íhuga nú kosti fyrir kosningar í forvali stjórnmálaflokkanna og forseta- og þingkosningunum í haust til að takmarka hættu á kórónuveirusmitum. Á meðal þeirra kosta sem ríkin skoða er að auðvelda fólki að kjósa utan kjörfundar eða að senda inn atkvæði í pósti. Alríkisdómari í Texas úrskurðaði í vikunni að íbúar þar mættu senda atkvæði í pósti ef þeir óttuðust að mæta á kjörstað vegna faraldursins. Trump hefur hins vegar ítrekað haldið því fram að víðtækt kosningasvindl fylgi póstatkvæðum án sérstaks rökstuðnings. Þá hefur hann vísað til þess að póstatkvæði skaði sigurlíkur repúblikana í kosningunum þrátt fyrir að fátt bendi til þess að það eigi við rök að styðjast. Hann greiddi sjálfur atkvæði með pósti í forvali Repúblikanaflokksins á Flórída í mars. Fór rangt með það sem var gert í Michigan Reiði Trump virðist hafa blossað upp eftir að innanríkisráðherra Michigan kynnti áform um að senda 7,7 milljónum kjósenda í ríkinu umsóknir um utankjörfundaratkvæði fyrir forval þar í ágúst og forsetakosningarnar í nóvember. Ráðherrann sagði þetta gert til að tryggja að íbúar ríkisins þyrftu að velja á milli heilsu sinnar og kosningaréttar síns. Fór Trump ranglega með í tísti þar sem hann hótaði því að svipta Michigan fjárveitingum þegar hann fullyrti að kjósendum hefðu verið sendir utankjörfundaratkvæðaseðlar. „Þetta var gert ólöglega og án leyfis af svikulum innanríkisráðherra. Ég mun biðja um að fjárveitingar til Michigan verði stöðvaðar ef þeir vilja fara niður þessa kosningasvikabraut,“ tísti forsetinn sem beindi því meðal annars að fjármálaráðuneytinu á Twitter. Breaking: Michigan sends absentee ballots to 7.7 million people ahead of Primaries and the General Election. This was done illegally and without authorization by a rogue Secretary of State. I will ask to hold up funding to Michigan if they want to go down this Voter Fraud path!..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 20, 2020 Jocelyn Benson, innanríkisráðherra Michigan og demókrati, svaraði Trump og benti honum á að hún hefði sent út umsóknir, ekki atkvæðaseðla. „Alveg eins og kollegar mínir í Repúblikanaflokknum í Iowa, Georgíu, Nebraska og Vestur-Virginíu,“ tísti Benson. Hi! 👋🏼 I also have a name, it’s Jocelyn Benson. And we sent applications, not ballots. Just like my GOP colleagues in Iowa, Georgia, Nebraska and West Virginia. https://t.co/kBsu4nHvOy— Jocelyn Benson (@JocelynBenson) May 20, 2020 Skömmu eftir fyrra tístið beindi Trump reiði sinni að Nevada þar sem innanríkisráðherrann, sem er repúblikani, kynnti póstatkvæði til að bregðast við faraldrinum í mars. Hótaði forsetinn ríkinu sömuleiðis að stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar. Yfirvöld í Michigan glíma nú við mikil flóð eftir að tvær stíflur gáfu sig eftir metúrkomu. Setti Trump þá atburði í samhengi við pólitískan slag sinn við Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan og demókrata, um tilmæli um takmarkanir vegna faraldursins. Trump hefur hvatt íbúa ríkja til þess að sniðganga fyrirmæli ríkisstjóra og verið sérstaklega gagnrýninn á aðgerðir Whitmer. „Við höfum sent bestu teymi hersins og almannavarna þangað nú þegar. Ríkisstjórinn verður núna að „gefa ykkur frelsi“ til að hjálpa,“ tísti Trump sem hefur áður tíst um „frelsun Michigan“ í tengslum við takmarkanir vegna faraldursins. We have sent our best Military & @FEMA Teams, already there. Governor must now “set you free” to help. Will be with you soon! https://t.co/cuG1YacPdx— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 20, 2020 Uppfært 17:00 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Trump hefði sjálfur greitt póstatkvæði í þingkosningunum árið 2018. Það rétta er að hann greiddi atkvæði með pósti í forvali repúblikana á Flórída í mars. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr hættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. Ekki kom fram í tveimur tístum Trump hvaða fjárveitingar hann myndi stöðva til Michigan og Nevada en forsetinn hefur oft haft í viðlíka hótunum án þess að fylgja þeim eftir, að sögn Washington Post. Mörg ríki Bandaríkjanna íhuga nú kosti fyrir kosningar í forvali stjórnmálaflokkanna og forseta- og þingkosningunum í haust til að takmarka hættu á kórónuveirusmitum. Á meðal þeirra kosta sem ríkin skoða er að auðvelda fólki að kjósa utan kjörfundar eða að senda inn atkvæði í pósti. Alríkisdómari í Texas úrskurðaði í vikunni að íbúar þar mættu senda atkvæði í pósti ef þeir óttuðust að mæta á kjörstað vegna faraldursins. Trump hefur hins vegar ítrekað haldið því fram að víðtækt kosningasvindl fylgi póstatkvæðum án sérstaks rökstuðnings. Þá hefur hann vísað til þess að póstatkvæði skaði sigurlíkur repúblikana í kosningunum þrátt fyrir að fátt bendi til þess að það eigi við rök að styðjast. Hann greiddi sjálfur atkvæði með pósti í forvali Repúblikanaflokksins á Flórída í mars. Fór rangt með það sem var gert í Michigan Reiði Trump virðist hafa blossað upp eftir að innanríkisráðherra Michigan kynnti áform um að senda 7,7 milljónum kjósenda í ríkinu umsóknir um utankjörfundaratkvæði fyrir forval þar í ágúst og forsetakosningarnar í nóvember. Ráðherrann sagði þetta gert til að tryggja að íbúar ríkisins þyrftu að velja á milli heilsu sinnar og kosningaréttar síns. Fór Trump ranglega með í tísti þar sem hann hótaði því að svipta Michigan fjárveitingum þegar hann fullyrti að kjósendum hefðu verið sendir utankjörfundaratkvæðaseðlar. „Þetta var gert ólöglega og án leyfis af svikulum innanríkisráðherra. Ég mun biðja um að fjárveitingar til Michigan verði stöðvaðar ef þeir vilja fara niður þessa kosningasvikabraut,“ tísti forsetinn sem beindi því meðal annars að fjármálaráðuneytinu á Twitter. Breaking: Michigan sends absentee ballots to 7.7 million people ahead of Primaries and the General Election. This was done illegally and without authorization by a rogue Secretary of State. I will ask to hold up funding to Michigan if they want to go down this Voter Fraud path!..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 20, 2020 Jocelyn Benson, innanríkisráðherra Michigan og demókrati, svaraði Trump og benti honum á að hún hefði sent út umsóknir, ekki atkvæðaseðla. „Alveg eins og kollegar mínir í Repúblikanaflokknum í Iowa, Georgíu, Nebraska og Vestur-Virginíu,“ tísti Benson. Hi! 👋🏼 I also have a name, it’s Jocelyn Benson. And we sent applications, not ballots. Just like my GOP colleagues in Iowa, Georgia, Nebraska and West Virginia. https://t.co/kBsu4nHvOy— Jocelyn Benson (@JocelynBenson) May 20, 2020 Skömmu eftir fyrra tístið beindi Trump reiði sinni að Nevada þar sem innanríkisráðherrann, sem er repúblikani, kynnti póstatkvæði til að bregðast við faraldrinum í mars. Hótaði forsetinn ríkinu sömuleiðis að stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar. Yfirvöld í Michigan glíma nú við mikil flóð eftir að tvær stíflur gáfu sig eftir metúrkomu. Setti Trump þá atburði í samhengi við pólitískan slag sinn við Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan og demókrata, um tilmæli um takmarkanir vegna faraldursins. Trump hefur hvatt íbúa ríkja til þess að sniðganga fyrirmæli ríkisstjóra og verið sérstaklega gagnrýninn á aðgerðir Whitmer. „Við höfum sent bestu teymi hersins og almannavarna þangað nú þegar. Ríkisstjórinn verður núna að „gefa ykkur frelsi“ til að hjálpa,“ tísti Trump sem hefur áður tíst um „frelsun Michigan“ í tengslum við takmarkanir vegna faraldursins. We have sent our best Military & @FEMA Teams, already there. Governor must now “set you free” to help. Will be with you soon! https://t.co/cuG1YacPdx— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 20, 2020 Uppfært 17:00 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Trump hefði sjálfur greitt póstatkvæði í þingkosningunum árið 2018. Það rétta er að hann greiddi atkvæði með pósti í forvali repúblikana á Flórída í mars.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent