Landsliðskonur ósáttar vegna ummæla um laun Önnu Bjarkar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. maí 2020 11:50 Anna Björk er þrítugur og reynslumikill miðvörður sem á að baki 43 A-landsleiki fyrir Ísland. Hún hefur spilað með KR og Stjörnunni hér á landi en undanfarin ár í Svíþjóð og Hollandi. Selfoss Landsliðskonum í knattspyrnu og fleirum er verulega brugðið vegna ummæla sem féllu í hlaðvarpsþætti á mánudaginn. Þar kom fram sú skoðun að Anna Björk Kristjánsdóttir, sem samdi við Selfoss um helgina, væri á hærri launum en konur ættu skilið að fá. Fyrrverandi þjálfari í efstu deild kvenna fagnar umræðu um eldfim mál í kvennaboltanum. Um er að ræða Hlaðvarpsþáttinn Dr. Football þar sem Hjörvar Hafliðason ræðir við Mikael Nikulásson, þjálfara karlaliðs Njarðvíkur, og Kristján Óla Sigurðsson, fyrrverandi leikmenn Breiðabliks, um allt og ekkert tengt fótbolta. Þátturinn hefur notið töluverðra vinsælda í á annað ár en nokkur þúsund manns hlusta á hvern þátt. Fókusinn hefur nánast eingöngu verið á karlafótbolta en Hjörvar kynnti nýjan dagskrárlið til leiks á mánudaginn. „Af því við vorum að tala um neðri deildirnar um daginn þá ætlum við að færa okkur yfir í kvennafótboltann,“ sagði Hjörvar. Ástæðan væri sú að styrktaraðili þáttarins, bílaleigan Avis, hefði óskað eftir því að rætt yrði um kvennafótbolta. „Að sjálfsögðu verðum við við því,“ sagði Hjörvar. Umræðuna má heyra eftir rúmar 33 mínútur að neðan. Dr. Football Podcast · Helgaruppgjör Dr. Football - Leyfa alvöru æfingar strax - Gefið Gústa séns - Sverige Heitustu fréttirnar af kvennaboltanum hér heima þessa dagana er endurkoma Önnu Bjarkar Kristjánsdóttur í íslenska boltann en hún spilar með Selfossi í sumar. Selfyssingar, ríkjandi bikarmeistarar, safna liði og ætla sér greinilega stóra hluti. Dagný Brynjarsdóttir, lykilmaður í landsliðinu, er snúin heim og þá er fyrir reynsluboltinn Hólmfríður Magnúsdóttir. Sagði hann þetta bara í alvörunni? Smá standard Takk!!!! pic.twitter.com/f9W6d5aDiy— agustelii (@agustelii) May 19, 2020 Kristján Óli benti á að Anna væri sömuleiðis landsliðskona og minnti að hún væri miðvörður, sem hún réttilega er. Þessi félagaskipti væru Selfossi ekki ódýr. „Ég veit alveg hvað þetta kostaði,“ sagði Mikael. Þetta kostaði meiri pening en ég vil meina að leikmaður í kvennabolta eigi að fá. Hún er á hærri launum en flestir leikmenn í efstu deild karla. Óhætt er að segja að ummælin hafi farið öfugt ofan í félaga Önnu Bjarkar í íslenska landsliðinu, a.m.k. hina varnarmennina í liðinu. Þrjár landsliðskonur hafa tjáð sig um málið á Twitter. „Þetta er svo ótrúlega þreytt dæmi. Landsliðskona í fótbolta að koma heim eftir mörg ár í atvinnumennsku en á samt ekki skilið að fá laun eins og leikmaður í Pepsi deild karla. Frábært sign hjá Selfossi og gaman að sjá fleiri lið heima taka kvennafótboltann á næsta stig,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona og varnarmaður hjá Vålerenga í Noregi. Þetta er svo ótrúlega þreytt dæmi. Landsliðskona í fótbolta að koma heim eftir mörg ár í atvinnumennsku en á samt ekki skilið að fá laun eins og leikmaður í Pepsi deild karla. Frábært sign hjá Selfossi og gaman að sjá fleiri lið heima taka kvennafótboltann á næsta stig. https://t.co/C18Xswlkrr— Ingibjörg Sigurðar. (@ingibjorg25) May 20, 2020 Sif Atladóttir, reynslubolti í landsliðsinu og leikmaður Kristianstad DFF, er hugsi yfir ummælunum. „Frábært að Avis vill styðja kvennaknattspyrnuna og finnst þá virkilega leiðinlegt að þetta sé umfjöllunin sem er gerð í þeirra nafni. Vona að þetta lagist eða að Avis færi sig til annarra hlaðvarpa.“ Frábært að Avis vill styðja kvennaknattspyrnuna og finnst þá virkilega leiðinlegt að þetta sé umfjöllunin sem er gerð í þeirra nafni. Vona að þetta lagist eða að Avis færi sig til annarra hlaðvarpa. https://t.co/xrEjQc2m5a— Sif Atladóttir (@sifatla) May 20, 2020 Glódís Perla, miðvörður FC Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni, er verulega ósátt. Glódís Perla fagnar eftir sigur á Unverjum á Laugardalsvelli.Vísir/Bára Dröfn „Í framtíðinni þegar dóttir þín er búin að vinna hart að því allt sitt líf að verða landsliðskona í fótbolta og atvinnumaður. Skrifar síðan undir draumasamning við uppáhaldsfélagið þitt, Manchester United, og ætlar að bjóða þér í heimsókn á leik fyrir framan fullan völl, vona ég að þú munir eftir þessu commenti og afþakkir.“ https://t.co/YxB88pYRZ5 pic.twitter.com/ZvW7uAUc7T— Glódís Viggósdóttir (@glodisperla) May 20, 2020 Guðbjörg Gunnarsdóttir landsliðsmarkvörður varpar fram spurningu: Guð minn góður.. hvaða risaeðla sagði þessi athyglisverðu ummæli 🤔😳— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) May 20, 2020 Máni Pétursson, útvarpsmaður og fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, er skýr í sinni skoðun varðandi launamálin. Það sé ekkert að þessu. Þá fagnar hann umræðu á borð við þessa um kvennafótboltann. Það verði að vera hægt að ræða opinskátt um kvennaknattspyrnu. „Það endurspeglar viðhorf marga að konur eigi að fá minna borgað í fótbolta og það er alveg hægt að rökstyðja það auðveldlega,“ segir Máni. Þetta er frábært spjall og þetta er snilld fyrir kvennaboltann. Ef það er eitthvað sem við þurfum fyrir kvennaboltann er það svona spjall. Þetta er standartinn sem hefur vantað. Ég mun verlsa við avis utaf þessu.— Máni Pétursson (@Manipeturs) May 20, 2020 Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Landsliðskonum í knattspyrnu og fleirum er verulega brugðið vegna ummæla sem féllu í hlaðvarpsþætti á mánudaginn. Þar kom fram sú skoðun að Anna Björk Kristjánsdóttir, sem samdi við Selfoss um helgina, væri á hærri launum en konur ættu skilið að fá. Fyrrverandi þjálfari í efstu deild kvenna fagnar umræðu um eldfim mál í kvennaboltanum. Um er að ræða Hlaðvarpsþáttinn Dr. Football þar sem Hjörvar Hafliðason ræðir við Mikael Nikulásson, þjálfara karlaliðs Njarðvíkur, og Kristján Óla Sigurðsson, fyrrverandi leikmenn Breiðabliks, um allt og ekkert tengt fótbolta. Þátturinn hefur notið töluverðra vinsælda í á annað ár en nokkur þúsund manns hlusta á hvern þátt. Fókusinn hefur nánast eingöngu verið á karlafótbolta en Hjörvar kynnti nýjan dagskrárlið til leiks á mánudaginn. „Af því við vorum að tala um neðri deildirnar um daginn þá ætlum við að færa okkur yfir í kvennafótboltann,“ sagði Hjörvar. Ástæðan væri sú að styrktaraðili þáttarins, bílaleigan Avis, hefði óskað eftir því að rætt yrði um kvennafótbolta. „Að sjálfsögðu verðum við við því,“ sagði Hjörvar. Umræðuna má heyra eftir rúmar 33 mínútur að neðan. Dr. Football Podcast · Helgaruppgjör Dr. Football - Leyfa alvöru æfingar strax - Gefið Gústa séns - Sverige Heitustu fréttirnar af kvennaboltanum hér heima þessa dagana er endurkoma Önnu Bjarkar Kristjánsdóttur í íslenska boltann en hún spilar með Selfossi í sumar. Selfyssingar, ríkjandi bikarmeistarar, safna liði og ætla sér greinilega stóra hluti. Dagný Brynjarsdóttir, lykilmaður í landsliðinu, er snúin heim og þá er fyrir reynsluboltinn Hólmfríður Magnúsdóttir. Sagði hann þetta bara í alvörunni? Smá standard Takk!!!! pic.twitter.com/f9W6d5aDiy— agustelii (@agustelii) May 19, 2020 Kristján Óli benti á að Anna væri sömuleiðis landsliðskona og minnti að hún væri miðvörður, sem hún réttilega er. Þessi félagaskipti væru Selfossi ekki ódýr. „Ég veit alveg hvað þetta kostaði,“ sagði Mikael. Þetta kostaði meiri pening en ég vil meina að leikmaður í kvennabolta eigi að fá. Hún er á hærri launum en flestir leikmenn í efstu deild karla. Óhætt er að segja að ummælin hafi farið öfugt ofan í félaga Önnu Bjarkar í íslenska landsliðinu, a.m.k. hina varnarmennina í liðinu. Þrjár landsliðskonur hafa tjáð sig um málið á Twitter. „Þetta er svo ótrúlega þreytt dæmi. Landsliðskona í fótbolta að koma heim eftir mörg ár í atvinnumennsku en á samt ekki skilið að fá laun eins og leikmaður í Pepsi deild karla. Frábært sign hjá Selfossi og gaman að sjá fleiri lið heima taka kvennafótboltann á næsta stig,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona og varnarmaður hjá Vålerenga í Noregi. Þetta er svo ótrúlega þreytt dæmi. Landsliðskona í fótbolta að koma heim eftir mörg ár í atvinnumennsku en á samt ekki skilið að fá laun eins og leikmaður í Pepsi deild karla. Frábært sign hjá Selfossi og gaman að sjá fleiri lið heima taka kvennafótboltann á næsta stig. https://t.co/C18Xswlkrr— Ingibjörg Sigurðar. (@ingibjorg25) May 20, 2020 Sif Atladóttir, reynslubolti í landsliðsinu og leikmaður Kristianstad DFF, er hugsi yfir ummælunum. „Frábært að Avis vill styðja kvennaknattspyrnuna og finnst þá virkilega leiðinlegt að þetta sé umfjöllunin sem er gerð í þeirra nafni. Vona að þetta lagist eða að Avis færi sig til annarra hlaðvarpa.“ Frábært að Avis vill styðja kvennaknattspyrnuna og finnst þá virkilega leiðinlegt að þetta sé umfjöllunin sem er gerð í þeirra nafni. Vona að þetta lagist eða að Avis færi sig til annarra hlaðvarpa. https://t.co/xrEjQc2m5a— Sif Atladóttir (@sifatla) May 20, 2020 Glódís Perla, miðvörður FC Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni, er verulega ósátt. Glódís Perla fagnar eftir sigur á Unverjum á Laugardalsvelli.Vísir/Bára Dröfn „Í framtíðinni þegar dóttir þín er búin að vinna hart að því allt sitt líf að verða landsliðskona í fótbolta og atvinnumaður. Skrifar síðan undir draumasamning við uppáhaldsfélagið þitt, Manchester United, og ætlar að bjóða þér í heimsókn á leik fyrir framan fullan völl, vona ég að þú munir eftir þessu commenti og afþakkir.“ https://t.co/YxB88pYRZ5 pic.twitter.com/ZvW7uAUc7T— Glódís Viggósdóttir (@glodisperla) May 20, 2020 Guðbjörg Gunnarsdóttir landsliðsmarkvörður varpar fram spurningu: Guð minn góður.. hvaða risaeðla sagði þessi athyglisverðu ummæli 🤔😳— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) May 20, 2020 Máni Pétursson, útvarpsmaður og fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, er skýr í sinni skoðun varðandi launamálin. Það sé ekkert að þessu. Þá fagnar hann umræðu á borð við þessa um kvennafótboltann. Það verði að vera hægt að ræða opinskátt um kvennaknattspyrnu. „Það endurspeglar viðhorf marga að konur eigi að fá minna borgað í fótbolta og það er alveg hægt að rökstyðja það auðveldlega,“ segir Máni. Þetta er frábært spjall og þetta er snilld fyrir kvennaboltann. Ef það er eitthvað sem við þurfum fyrir kvennaboltann er það svona spjall. Þetta er standartinn sem hefur vantað. Ég mun verlsa við avis utaf þessu.— Máni Pétursson (@Manipeturs) May 20, 2020
Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti