Horace Grant segir Jordan ljúga: „Níutíu prósent í þessari svokölluðu heimildarmynd eru kjaftæði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2020 11:30 Horace Grant og Michael Jordan unnu þrjá NBA-meistaratitla saman hjá Chicago Bulls. Í dag er grunnt á því góða milli þeirra. vísir/getty Horace Grant gefur lítið fyrir sannleiksgildi The Last Dance og segir að níutíu prósent af öllu í þáttunum sé kjaftæði. Grant segir af og frá að hann hafi verið heimildarmaður Sams Smith fyrir bókina The Jordan Ruleseins og Jordan heldur fram í The Last Dance. „Lygi, lygi, lygi. Ef MJ á eitthvað vantalað við mig útkljáum þetta eins og menn,“ sagði Grant í útvarpsþættinum Kap and Co. á ESPN 1000. „Hann heldur því fram að ég hafi verið heimildin á bak við bókina. Við Sam erum og höfum alltaf verið mjög góðir vinir. En búningsklefinn er heilagur og ég myndi aldrei leka einhverju persónulegu þaðan. Hann hefur horn í síðu minni. Það sannaðist í þessari svokölluðu heimildarmynd.“ Eftir að hafa leikið með Chicago Bulls sjö fyrstu árin sín í NBA fór Grant til Orlando Magic. Hér reynir hann að stöðva Jordan.vísir/getty Grant lék með Jordan hjá Chicago Bulls á árunum 1987-93. Þeir urðu þrisvar sinnum NBA-meistarar saman en eru ekki miklir vinir í dag. „Þættirnir eru skemmtilegir en við sem vorum samherjar hans vitum að níutíu prósent af því sem kemur þar fram er kjaftæði hvað sannleikann varðar,“ sagði Grant. Í The Last Dance viðurkennir Jordan að hafa verið grimmur við liðsfélaga sína en segist hafa beitt þeim aðferðum til að hjálpa þeim og liðinu. Grant segist alltaf hafa svarað fyrir sig þegar Jordan ibbaði gogg við hann. „Hann hélt að hann gæti drottnað yfir mér en hafði svo innilega rangt fyrir sér. Ég svaraði honum alltaf fullum hálsi. En það var átakanlegt að horfa á hvernig hann kom fram við Will Purdue, Steve Kerr og unga strákinn Scott Burrell,“ sagði Grant. Grant varð fjórum sinnum NBA-meistari, þrisvar sinnum með Chicago Bulls og einu sinni með Los Angeles Lakers.vísir/Getty Hann er ósáttur við þá mynd sem er dregin upp af Scottie Pippen í The Last Dance. Pippen ku einnig vera vonsvikinn vegna þess og hefur ekkert tjáð sig opinberlega síðan þáttaröðin fór í loftið. „Ég hef aldrei séð svona frábæran leikmann fá svona meðferð. Það er fjallað um mígrenisleikinn, þegar hann neitaði að koma inn á gegn New York Knicks og Jordan kallaði hann eigingjarnan. Í leik sex í úrslitunum gegn Utah Jazz 1998 var Pippen inni á vellinum þrátt fyrir að geta varla gengið. Hann reyndi að gera allt til að hjálpa liðinu,“ sagði Grant. Hann segir að The Last Dance sé ekki áreiðanleg heimild og sagan sé einungis sögð frá sjónarhorni Jordans. „Þegar svokölluð heimildarmynd er bara um einn mann og hann hefur úrslitavald um hvað verður í henni. Þetta er hans útgáfa á því sem gerðist á þessum tíma. Þetta er ekki heimildarmynd því fullt af hlutum voru klipptir út. Þess vegna kalla ég þetta svokallaða heimildarmynd.“ Grant fór til Orlando Magic sumarið 1994 og á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu sló það Chicago úr leik í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Jordan og félagar náðu fram hefndum tímabilið 1995-96 og hentu Orlando úr leik á leið sinni að fjórða meistaratitlinum. NBA Tengdar fréttir Michael Jordan tók matinn af Horace Grant í flugvélinni Það var eins gott að spila vel ef þú varst liðsfélagi Michael Jordan hjá Chicago Bulls svona ef þú vildi fá að borða eftir leik. 8. maí 2020 15:00 Jordan segist vita hver svikarinn innan raða Chicago var Í sjötta þætti The Last Dance sagði Michael Jordan að liðsfélagi sinn hjá Chicago Bulls hefði svikið sig og rætt við blaðamanninn Sam Smith þegar hann skrifaði bókina The Jordan Rules. 5. maí 2020 14:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Horace Grant gefur lítið fyrir sannleiksgildi The Last Dance og segir að níutíu prósent af öllu í þáttunum sé kjaftæði. Grant segir af og frá að hann hafi verið heimildarmaður Sams Smith fyrir bókina The Jordan Ruleseins og Jordan heldur fram í The Last Dance. „Lygi, lygi, lygi. Ef MJ á eitthvað vantalað við mig útkljáum þetta eins og menn,“ sagði Grant í útvarpsþættinum Kap and Co. á ESPN 1000. „Hann heldur því fram að ég hafi verið heimildin á bak við bókina. Við Sam erum og höfum alltaf verið mjög góðir vinir. En búningsklefinn er heilagur og ég myndi aldrei leka einhverju persónulegu þaðan. Hann hefur horn í síðu minni. Það sannaðist í þessari svokölluðu heimildarmynd.“ Eftir að hafa leikið með Chicago Bulls sjö fyrstu árin sín í NBA fór Grant til Orlando Magic. Hér reynir hann að stöðva Jordan.vísir/getty Grant lék með Jordan hjá Chicago Bulls á árunum 1987-93. Þeir urðu þrisvar sinnum NBA-meistarar saman en eru ekki miklir vinir í dag. „Þættirnir eru skemmtilegir en við sem vorum samherjar hans vitum að níutíu prósent af því sem kemur þar fram er kjaftæði hvað sannleikann varðar,“ sagði Grant. Í The Last Dance viðurkennir Jordan að hafa verið grimmur við liðsfélaga sína en segist hafa beitt þeim aðferðum til að hjálpa þeim og liðinu. Grant segist alltaf hafa svarað fyrir sig þegar Jordan ibbaði gogg við hann. „Hann hélt að hann gæti drottnað yfir mér en hafði svo innilega rangt fyrir sér. Ég svaraði honum alltaf fullum hálsi. En það var átakanlegt að horfa á hvernig hann kom fram við Will Purdue, Steve Kerr og unga strákinn Scott Burrell,“ sagði Grant. Grant varð fjórum sinnum NBA-meistari, þrisvar sinnum með Chicago Bulls og einu sinni með Los Angeles Lakers.vísir/Getty Hann er ósáttur við þá mynd sem er dregin upp af Scottie Pippen í The Last Dance. Pippen ku einnig vera vonsvikinn vegna þess og hefur ekkert tjáð sig opinberlega síðan þáttaröðin fór í loftið. „Ég hef aldrei séð svona frábæran leikmann fá svona meðferð. Það er fjallað um mígrenisleikinn, þegar hann neitaði að koma inn á gegn New York Knicks og Jordan kallaði hann eigingjarnan. Í leik sex í úrslitunum gegn Utah Jazz 1998 var Pippen inni á vellinum þrátt fyrir að geta varla gengið. Hann reyndi að gera allt til að hjálpa liðinu,“ sagði Grant. Hann segir að The Last Dance sé ekki áreiðanleg heimild og sagan sé einungis sögð frá sjónarhorni Jordans. „Þegar svokölluð heimildarmynd er bara um einn mann og hann hefur úrslitavald um hvað verður í henni. Þetta er hans útgáfa á því sem gerðist á þessum tíma. Þetta er ekki heimildarmynd því fullt af hlutum voru klipptir út. Þess vegna kalla ég þetta svokallaða heimildarmynd.“ Grant fór til Orlando Magic sumarið 1994 og á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu sló það Chicago úr leik í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Jordan og félagar náðu fram hefndum tímabilið 1995-96 og hentu Orlando úr leik á leið sinni að fjórða meistaratitlinum.
NBA Tengdar fréttir Michael Jordan tók matinn af Horace Grant í flugvélinni Það var eins gott að spila vel ef þú varst liðsfélagi Michael Jordan hjá Chicago Bulls svona ef þú vildi fá að borða eftir leik. 8. maí 2020 15:00 Jordan segist vita hver svikarinn innan raða Chicago var Í sjötta þætti The Last Dance sagði Michael Jordan að liðsfélagi sinn hjá Chicago Bulls hefði svikið sig og rætt við blaðamanninn Sam Smith þegar hann skrifaði bókina The Jordan Rules. 5. maí 2020 14:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Michael Jordan tók matinn af Horace Grant í flugvélinni Það var eins gott að spila vel ef þú varst liðsfélagi Michael Jordan hjá Chicago Bulls svona ef þú vildi fá að borða eftir leik. 8. maí 2020 15:00
Jordan segist vita hver svikarinn innan raða Chicago var Í sjötta þætti The Last Dance sagði Michael Jordan að liðsfélagi sinn hjá Chicago Bulls hefði svikið sig og rætt við blaðamanninn Sam Smith þegar hann skrifaði bókina The Jordan Rules. 5. maí 2020 14:00