Lífið

Edduhátíðinni frestað um óákveðinn tíma

Stefán Árni Pálsson skrifar
Agnes Joy fékk tíu tilnefningar til Eddunnar en óljóst er hvenær hátíðin fer fram. 
Agnes Joy fékk tíu tilnefningar til Eddunnar en óljóst er hvenær hátíðin fer fram. 

„Því miður hafa mál þróast með þeim hætti að ekki þykir stætt á því að halda mannfagnað á borð við Edduhátíðina á meðan að kórónavírusinn ógnar samfélaginu.“

Þetta kemur fram í pósti sem allir meðlimir íslensku akademíunnar fengu sent í tölvupósti í dag en Edduverðlaunahátíðin átti að fara fram 20.mars í næstu viku.

„Það er samdóma álit og niðurstaða þeirra sem stýra hátíðinni að henni beri að fresta um óákveðinn tíma uns hlutir hafa skýrst og telja má víst að slík hátíðahöld geti gengið upp á ábyrgan hátt. Edduhátíðinni 2020 verður því frestað um óákveðinn tíma.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×