Innlent

Aðstoða slasaða konu við Hvannadalshnjúk

Andri Eysteinsson skrifar
Hópur tíu björgunarsveitarmanna sinnir útkallinu.
Hópur tíu björgunarsveitarmanna sinnir útkallinu. vísir/vilhelm

Hópur björgunarsveitarmanna frá Höfn í Hornafirði heldur nú til aðstoðar slasaðri konu við Hvannadalshnjúk, hæsta tind Íslands.

Óskað var eftir aðstoð björgunarsveita um klukkan 17 í dag en björgunarsveitarmenn eru á leið að jöklinum með vélsleða.

Í tilkynningu Landsbjargar segir að hluti björgunarsveitarmanna muni fara á vélsleðum á vettvang, hlúa þar að konunni og undirbúa fyrir flutning til byggða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×