Ertu í sóttkví? Ekki gleyma að hreyfa þig! Unnur Pétursdóttir skrifar 10. mars 2020 11:30 Í þjóðfélaginu eru nú um mundir fordæmalausar aðstæður, þar sem hundruðir manna hafa verið settar í sóttkví og fjölmargir hvattir til að vera sem mest heima við af ýmsum ástæðum. Í slíkum aðstæðum, þegar hefðbundin dagskrá fer út um gluggann, er hætta á að dagleg hreyfing gleymist. Sjúkraþjálfarar vilja minna landsmenn á að það er hægt að gera margt þótt fólk komist ekki í líkamsræktina sína. Rétt að minna á, að samkvæmt leiðbeiningum Landlæknis er fólki í sóttkví heimilt að fara í gönguferðir á fáförnum stöðum, ef þess er gætt að vera aldrei í minna en 2m fjarlægð frá öðru fólki. Eins er heimilt að fara um akandi á eigin bíl, svo fyrir bíleigendur er hægt að komast á útivistarsvæði þótt það sé ekki í göngufæri við heimili. Útivera er hressandi og bætir bæði andlega og líkamlega heilsu og líðan, svo endilega drífið ykkur út en gætið að fyrrnefndum atriðum. Einnig er hægt að gera margt heima við. Á Rás 1 er morgunleikfimi kl 9.45 dag hvern, sem tilvalið er að fylgja og hægt er að hlusta á marga þætti á vef Ríkisútvarpsins. Á heimasíðu Embættis Landlæknis má finna leiðbeiningar um hreyfingu og á heimasíðu Félags sjúkraþjálfara eru tenglar á nokkur myndbönd sem sýna góða hreyfingu sem hægt er að stunda heima við og krefst ekki neins sem ekki er til á hverju heimili. Hvatningarorð sjúkraþjálfara til allra landsmanna þessa dagana eru: Ekki gleyma að hreyfa þig! Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Wuhan-veiran Heilsa Unnur Pétursdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Í þjóðfélaginu eru nú um mundir fordæmalausar aðstæður, þar sem hundruðir manna hafa verið settar í sóttkví og fjölmargir hvattir til að vera sem mest heima við af ýmsum ástæðum. Í slíkum aðstæðum, þegar hefðbundin dagskrá fer út um gluggann, er hætta á að dagleg hreyfing gleymist. Sjúkraþjálfarar vilja minna landsmenn á að það er hægt að gera margt þótt fólk komist ekki í líkamsræktina sína. Rétt að minna á, að samkvæmt leiðbeiningum Landlæknis er fólki í sóttkví heimilt að fara í gönguferðir á fáförnum stöðum, ef þess er gætt að vera aldrei í minna en 2m fjarlægð frá öðru fólki. Eins er heimilt að fara um akandi á eigin bíl, svo fyrir bíleigendur er hægt að komast á útivistarsvæði þótt það sé ekki í göngufæri við heimili. Útivera er hressandi og bætir bæði andlega og líkamlega heilsu og líðan, svo endilega drífið ykkur út en gætið að fyrrnefndum atriðum. Einnig er hægt að gera margt heima við. Á Rás 1 er morgunleikfimi kl 9.45 dag hvern, sem tilvalið er að fylgja og hægt er að hlusta á marga þætti á vef Ríkisútvarpsins. Á heimasíðu Embættis Landlæknis má finna leiðbeiningar um hreyfingu og á heimasíðu Félags sjúkraþjálfara eru tenglar á nokkur myndbönd sem sýna góða hreyfingu sem hægt er að stunda heima við og krefst ekki neins sem ekki er til á hverju heimili. Hvatningarorð sjúkraþjálfara til allra landsmanna þessa dagana eru: Ekki gleyma að hreyfa þig! Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar