86% mannauðsfólks telur kórónufaraldur gera vinnustaði sterkari Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. maí 2020 11:00 Ásdís Eir Símonardóttir, formaður Mannauðsfélagsins er ánægð með hvernig til tókst hjá sínu fólki að takast á við erfiðar aðstæður síðustu vikna. Vísir/Vilhelm „Á næstu vikum og mánuðum verður það mikilvægt mannauðsmál að búa til aðstæður á vinnustaðnum sem styðja við sveigjanleika starfsfólks, þrautseigju og sálfræðilegt öryggi,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. Hún segir forsendu árangurs vera skapandi og umbótasinnað starfsfólk og þar sem traust er lykilatriði vinnuumhverfi þar sem traust ríkir milli fólks. Ásdís segist ánægð með hversu hratt og vel mannauðsfólk brást við breyttum aðstæðum og óvissu í tengslum við kórónufaraldurinn vel tókst til hjá mannauðsstjórum og sérfræðingum að bregðast við kórónufaraldrinum. „Eins fyllti það mig bjartsýni að 86% mannauðsfólks telji að lærdómur af COVID-19 muni gera vinnustaðinn sterkari og 83% mannauðsfólks telji að starfsfólks sjái tækifæri fyrir umbætur, breytingar eða nýjungar í þeim aðstæðum sem COVID-19 hefur skapað,“ segir Ásdís og vísar þar til kannana sem Gallup gerði fyrir félagið í mars og apríl. Í dag er Alþjóðlegi mannauðsdagurinn og af því tilefni mun Atvinnulífið á Vísi fjalla um mannauðsmál frá ýmsum hliðum í dag, s.s. niðurstöður úr könnunum, strauma og stefnur og lærdóm þeirra sem staðið hafa í mikilli breytingastjórnun. Í þessari annarri grein af þremur í greinaröð dagsins er rætt við Ásdísi Eir Símonardóttur formanns Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. Ásdís Eir hefur starfað sem mannauðssérfræðingur hjá samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur frá árinu 2016 en áður starfaði hún sem sérfræðingur á mannauðssviði Tollstjóra. Ásdís Eir er með MS-gráðu í vinnusálfræði frá Háskóla Íslands og BS-gráðu í sálfræði. Telur þú að Covid-19 muni breyta einhverjum áherslum í mannauðsmálum vinnustaða og ef já, þá hvernig? „Ég held að það sé engin spurning. Kórónaveiran hefur hraðað einni stærstu umbreytingu atvinnulífsins síðustu áratugi. Allt í einu þurfti mikill meirihluti starfsfólks að aðlaga sig fjarvinnu og tileinka sér nýja tækni til samskipta, samhliða því að hlúa að andlegri heilsu og berjast við jafnvægi vinnu og einkalífs á fordæmalausum tímum. En áhrifin sem kórónaveiran hefur á vinnustaði snúa ekki bara að fjarvinnu og því hvaðan við sinnum vinnunni okkar, heldur hefur hún einnig áhrif á hvað við gerum og hvernig við nálgumst ólík hlutverk. Getur þessi hópur starfsfólks kannski nýst í öðrum verkefnum tímabundið? Getum við nýtt færni starfsfólks þvert á fyrirtækið í þeim verkefnum sem mest liggur á hverju sinni? Sveigjanleiki og aðlögunarhæfni starfsfólks hefur sjaldan verið mikilvægari en nú, og það er spennandi áskorun fyrir mannauðsfólk að styðja við þessa þróun. Í tengslum við aukna fjarvinnu verður enn mikilvægara en áður fyrir mannauðsfólk að hlúa að vinnustaðamenningu og samheldni. Einnig þarf að huga að fræðslu og stuðning við starfsfólk svo því líði vel, nái að skipuleggja tíma sinn í fjarvinnu og upplifi áfram tilgang í starfi sínu. Mannauðsfólk mun leggja áherslu á að styðja við stjórnendur í breyttu hlutverki, en nú reynir á færni þeirra í að stýra dreifðum teymum, hvetja starfsfólk áfram, stuðla að samvinnu og því að við náum árangri í sitthvoru horninu. Eiginleikar á borð við samkennd, þrautseigju og umhyggju verða hverjum stjórnanda nauðsynlegir. Kórónaveiran hefur einnig haft þau áhrif að enn fleiri hafa áttað sig á mikilvægi þess að hlúa að vellíðan og velferð starfsfólks. Öryggi starfsfólks hefur verið í fyrirrúmi og mannauðsfólk hefur lagt áherslu á að hlúa að andlegri heilsu fólks á krefjandi tímum. Vinnustaður sem hlúir heildrænt að vellíðan starfsfólks uppsker betri frammistöðu og hugmyndir. Áhersla á rafræna fræðslu í fyrirtækjum hefur einnig tekið stökk fram á við. Gerð rafræns efnis mun aukast verulega og mannauðsfólk mun leita sífellt fjölbreyttari leiða til að miðla þekkingu. Stjórnendur og starfsfólk þarf í síauknu mæli að geta nálgast hnitmiðaða fræðslu, hvar sem er og hvenær sem er, sem mun styðja við framþróun og sveigjanleika í starfi,“ segir Ásdís. Ásdís segir mikilvægt næstu misseri að stjórnendur standi vel að upplýsingamiðlun og eins að hlusta vel á sitt fólk.Vísir/Vilhelm Hver eru mikilvægustu mannauðsmálin til að huga að næstu vikur og mánuði? „Gagnkvæm upplýsingamiðlun verður lykillinn að árangri. Stjórnendur þurfa að vera duglegir að miðla upplýsingum um þær ákvarðanir sem eru teknar og hvers vegna. Einnig þurfa þeir að vera enn duglegri að hlusta. Viðhorfskannanir og mælingar á líðan starfsfólks geta veitt dýrmætar upplýsingar og eins þarf að hlúa að óformlegri leiðum fyrir starfsfólk til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Fyrir vinnuveitendur sem standa frammi fyrir erfiðum hagræðingaraðgerðum og uppsögnum, þá er mikilvægt að faglega sé staðið að slíku og fólki sýnd virðing. Það hefur áhrif á orðspor fyrirtækis hvernig staðið er að uppsögnum, og vönduð vinnubrögð auka líkurnar á því að gott fólk vilji koma aftur til starfa þegar aðstæður breytast. Eins skipta fagleg vinnubrögð á erfiðum tímum miklu máli fyrir starfsfólkið sem eftir situr. Mannauðsfólk er í mikilvægu hlutverki við að hlúa að þeirri menningu á vinnustað, en umhyggjusamir stjórnendur sem setja fólk í forgang munu ná meiri árangri til langs tíma litið,“ segir Ásdís. Hvaða niðurstöður komu þér á óvart, eða fannst þér athyglisverðastar, í könnun Gallup? „Ég var fyrst og fremst ótrúlega stolt af mannauðsfólki sem hefur virkilega þurft að bregðast hratt við breyttum aðstæðum og óvissu. Niðurstöður sýndu að mannauðsfólk setti fólk í forgang og hafði velferð starfsfólks, heilsu þess og öryggi að leiðarljósi. Mér fannst athyglisvert að sjá að þrátt fyrir að mörg fyrirtæki hafa þurft að grípa til ýmissa hagræðingaraðgerða þá finnst 86% starfsfólks að aðgerðir síns vinnustaðar til að takast á við vandann hafa verið sanngjarnar,“ segir Ásdís. Þá er hún sérstaklega ánægð með það viðhorf mannauðsfólks að 86% þeirra telji að lærdómurinn af kórónufaraldrinum muni gera vinnustaði sterkari og að 83% mannauðsfólk telji að starfsfólk sjái tækifæri fyrir umbætur, breytingar eða nýjungar í þeim aðstæðum sem kórónufaraldurinn hefur skapað. Þessu viðhorfi þurfum við að hlúa sérstaklega að,“ segir Ásdís að lokum. Stjórnun Góðu ráðin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rúmur þriðjungur hugar að frekari samdráttaraðgerðum og breytt viðhorf til fjarvinnu Niðurstöður kannana frá mars og apríl sýna vel hvernig til tókst hjá vinnustöðum í samkomubanni og hvað er framundan að mati mannauðsfólks. 20. maí 2020 09:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Á næstu vikum og mánuðum verður það mikilvægt mannauðsmál að búa til aðstæður á vinnustaðnum sem styðja við sveigjanleika starfsfólks, þrautseigju og sálfræðilegt öryggi,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. Hún segir forsendu árangurs vera skapandi og umbótasinnað starfsfólk og þar sem traust er lykilatriði vinnuumhverfi þar sem traust ríkir milli fólks. Ásdís segist ánægð með hversu hratt og vel mannauðsfólk brást við breyttum aðstæðum og óvissu í tengslum við kórónufaraldurinn vel tókst til hjá mannauðsstjórum og sérfræðingum að bregðast við kórónufaraldrinum. „Eins fyllti það mig bjartsýni að 86% mannauðsfólks telji að lærdómur af COVID-19 muni gera vinnustaðinn sterkari og 83% mannauðsfólks telji að starfsfólks sjái tækifæri fyrir umbætur, breytingar eða nýjungar í þeim aðstæðum sem COVID-19 hefur skapað,“ segir Ásdís og vísar þar til kannana sem Gallup gerði fyrir félagið í mars og apríl. Í dag er Alþjóðlegi mannauðsdagurinn og af því tilefni mun Atvinnulífið á Vísi fjalla um mannauðsmál frá ýmsum hliðum í dag, s.s. niðurstöður úr könnunum, strauma og stefnur og lærdóm þeirra sem staðið hafa í mikilli breytingastjórnun. Í þessari annarri grein af þremur í greinaröð dagsins er rætt við Ásdísi Eir Símonardóttur formanns Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. Ásdís Eir hefur starfað sem mannauðssérfræðingur hjá samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur frá árinu 2016 en áður starfaði hún sem sérfræðingur á mannauðssviði Tollstjóra. Ásdís Eir er með MS-gráðu í vinnusálfræði frá Háskóla Íslands og BS-gráðu í sálfræði. Telur þú að Covid-19 muni breyta einhverjum áherslum í mannauðsmálum vinnustaða og ef já, þá hvernig? „Ég held að það sé engin spurning. Kórónaveiran hefur hraðað einni stærstu umbreytingu atvinnulífsins síðustu áratugi. Allt í einu þurfti mikill meirihluti starfsfólks að aðlaga sig fjarvinnu og tileinka sér nýja tækni til samskipta, samhliða því að hlúa að andlegri heilsu og berjast við jafnvægi vinnu og einkalífs á fordæmalausum tímum. En áhrifin sem kórónaveiran hefur á vinnustaði snúa ekki bara að fjarvinnu og því hvaðan við sinnum vinnunni okkar, heldur hefur hún einnig áhrif á hvað við gerum og hvernig við nálgumst ólík hlutverk. Getur þessi hópur starfsfólks kannski nýst í öðrum verkefnum tímabundið? Getum við nýtt færni starfsfólks þvert á fyrirtækið í þeim verkefnum sem mest liggur á hverju sinni? Sveigjanleiki og aðlögunarhæfni starfsfólks hefur sjaldan verið mikilvægari en nú, og það er spennandi áskorun fyrir mannauðsfólk að styðja við þessa þróun. Í tengslum við aukna fjarvinnu verður enn mikilvægara en áður fyrir mannauðsfólk að hlúa að vinnustaðamenningu og samheldni. Einnig þarf að huga að fræðslu og stuðning við starfsfólk svo því líði vel, nái að skipuleggja tíma sinn í fjarvinnu og upplifi áfram tilgang í starfi sínu. Mannauðsfólk mun leggja áherslu á að styðja við stjórnendur í breyttu hlutverki, en nú reynir á færni þeirra í að stýra dreifðum teymum, hvetja starfsfólk áfram, stuðla að samvinnu og því að við náum árangri í sitthvoru horninu. Eiginleikar á borð við samkennd, þrautseigju og umhyggju verða hverjum stjórnanda nauðsynlegir. Kórónaveiran hefur einnig haft þau áhrif að enn fleiri hafa áttað sig á mikilvægi þess að hlúa að vellíðan og velferð starfsfólks. Öryggi starfsfólks hefur verið í fyrirrúmi og mannauðsfólk hefur lagt áherslu á að hlúa að andlegri heilsu fólks á krefjandi tímum. Vinnustaður sem hlúir heildrænt að vellíðan starfsfólks uppsker betri frammistöðu og hugmyndir. Áhersla á rafræna fræðslu í fyrirtækjum hefur einnig tekið stökk fram á við. Gerð rafræns efnis mun aukast verulega og mannauðsfólk mun leita sífellt fjölbreyttari leiða til að miðla þekkingu. Stjórnendur og starfsfólk þarf í síauknu mæli að geta nálgast hnitmiðaða fræðslu, hvar sem er og hvenær sem er, sem mun styðja við framþróun og sveigjanleika í starfi,“ segir Ásdís. Ásdís segir mikilvægt næstu misseri að stjórnendur standi vel að upplýsingamiðlun og eins að hlusta vel á sitt fólk.Vísir/Vilhelm Hver eru mikilvægustu mannauðsmálin til að huga að næstu vikur og mánuði? „Gagnkvæm upplýsingamiðlun verður lykillinn að árangri. Stjórnendur þurfa að vera duglegir að miðla upplýsingum um þær ákvarðanir sem eru teknar og hvers vegna. Einnig þurfa þeir að vera enn duglegri að hlusta. Viðhorfskannanir og mælingar á líðan starfsfólks geta veitt dýrmætar upplýsingar og eins þarf að hlúa að óformlegri leiðum fyrir starfsfólk til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Fyrir vinnuveitendur sem standa frammi fyrir erfiðum hagræðingaraðgerðum og uppsögnum, þá er mikilvægt að faglega sé staðið að slíku og fólki sýnd virðing. Það hefur áhrif á orðspor fyrirtækis hvernig staðið er að uppsögnum, og vönduð vinnubrögð auka líkurnar á því að gott fólk vilji koma aftur til starfa þegar aðstæður breytast. Eins skipta fagleg vinnubrögð á erfiðum tímum miklu máli fyrir starfsfólkið sem eftir situr. Mannauðsfólk er í mikilvægu hlutverki við að hlúa að þeirri menningu á vinnustað, en umhyggjusamir stjórnendur sem setja fólk í forgang munu ná meiri árangri til langs tíma litið,“ segir Ásdís. Hvaða niðurstöður komu þér á óvart, eða fannst þér athyglisverðastar, í könnun Gallup? „Ég var fyrst og fremst ótrúlega stolt af mannauðsfólki sem hefur virkilega þurft að bregðast hratt við breyttum aðstæðum og óvissu. Niðurstöður sýndu að mannauðsfólk setti fólk í forgang og hafði velferð starfsfólks, heilsu þess og öryggi að leiðarljósi. Mér fannst athyglisvert að sjá að þrátt fyrir að mörg fyrirtæki hafa þurft að grípa til ýmissa hagræðingaraðgerða þá finnst 86% starfsfólks að aðgerðir síns vinnustaðar til að takast á við vandann hafa verið sanngjarnar,“ segir Ásdís. Þá er hún sérstaklega ánægð með það viðhorf mannauðsfólks að 86% þeirra telji að lærdómurinn af kórónufaraldrinum muni gera vinnustaði sterkari og að 83% mannauðsfólk telji að starfsfólk sjái tækifæri fyrir umbætur, breytingar eða nýjungar í þeim aðstæðum sem kórónufaraldurinn hefur skapað. Þessu viðhorfi þurfum við að hlúa sérstaklega að,“ segir Ásdís að lokum.
Stjórnun Góðu ráðin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rúmur þriðjungur hugar að frekari samdráttaraðgerðum og breytt viðhorf til fjarvinnu Niðurstöður kannana frá mars og apríl sýna vel hvernig til tókst hjá vinnustöðum í samkomubanni og hvað er framundan að mati mannauðsfólks. 20. maí 2020 09:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Rúmur þriðjungur hugar að frekari samdráttaraðgerðum og breytt viðhorf til fjarvinnu Niðurstöður kannana frá mars og apríl sýna vel hvernig til tókst hjá vinnustöðum í samkomubanni og hvað er framundan að mati mannauðsfólks. 20. maí 2020 09:00