Sport

Fékk af­mælis­gjöf frá fjór­földum bikar­meistara í körfu­bolta sem nú selur kjúk­linga­vængi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Shouse var í stuði með sína vinsælu vængi í dag.
Shouse var í stuði með sína vinsælu vængi í dag. vísir/s2s

Justin Shouse, sem gerði garðinn frægan með Stjörnunni og Snæfell í körfuboltanum hér heima, er nú með byrjaður með veitingavagn þar sem hann selur vængi að amerískum stíl.

Shouse lék með Snæfell frá 2006 til 2008 en færði sig svo yfir í Garðabæinn þar sem hann lék til ársins 2017. Hann þurfti að leggja skóna á hilluna vegna höfuðhöggs sem hann fékk í leik gegn Njarðvík á tímabilinu 2017.

Henry Birgir Gunnarsson, einn þáttarstjórnanda Sportsins í dag, fagnaði afmæli sínu í dag og fólkið á bak við tjöldin ákvað að gleðja Henry með því að fá Shouse í settið með vængina sína frægu.

Henry fékk eðlilega 43 vængi í gjö frá Shouse en hann og félagi hans halda úti Vængjavagninum. Vagninn er einmitt staddur fyrir utan Samsung-völlinn í Garðabæ í dag en opið er til klukkan 20.30 í kvöld á svokölluðu „MJ mánudagur“ sem er vitnun í þáttaröðina um Michael Jordan sem nú tröllríður öllu á Netflix.

Klippa: Sportið í dag - Fængi vængi í afmælisgjöf frá Shouse

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×