Handbolti

Kári Kristján tók siðlausa svindlara fyrir

Sindri Sverrisson skrifar
Sigurlið Spánverja í körfubolta á ólympíumóti fatlaðra árið 2000.
Sigurlið Spánverja í körfubolta á ólympíumóti fatlaðra árið 2000. VÍSIR/EPA

Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur slegið í gegn með innslögum sínum í Sportinu í dag.

Kári smitaðist af Covid-19 og hefur leyft áhorfendum Stöðvar 2 Sport að fylgjast með lífinu í einangrun, í bílskúrnum heima í Vestmannaeyjum. Létt hefur verið yfir línumanninum og í pistli dagsins tók hann fyrir fræg dæmi um svindlara í íþróttasögunni.

Ben Johnson og Lance Armstrong eru svindlarar sem flestir þekkja en Kári rifjaði einnig upp söguna af landsliði Spánverja í körfubolta á Ólympíumóti fatlaðra árið 2000. Sjón er sögu ríkari.

Klippa: Sportið í dag - Fjórði pistill Kára úr skúrnum

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.


Tengdar fréttir

Kári með kórónuveiruna

Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er smitaður af kórónuveirunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×