Viðskipti erlent

Sögð ætla að fækka starfs­fólki um 30 þúsund

Atli Ísleifsson skrifar
Emirates er í ríkiseigu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og eitt umfangsmesta flugfélag heims þegar kemur að lengri áætlunarferðum.
Emirates er í ríkiseigu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og eitt umfangsmesta flugfélag heims þegar kemur að lengri áætlunarferðum. Getty

Emirates Group hefur í hyggju að fækka starfsmönnum félagsins um 30 þúsund til að draga úr kostnaði.

Bloomberg News segir frá þessu en starfsfólki Emirates myndi með þessu fækka um 30 prósent, en í mars töldu starfsmenn þess 105 þúsund.

Flugfélagið er einnig sagt ætla að flýta fækkun A380-risaþotanna í flota sínum.

Talsmaður Emirates segir að formleg ákvörðun um uppsagnir liggi enn ekki fyrir en að flugfélagið undirbúi sig nú að geta tekið aftur almennilega til starfa á ný eftir ástandið sem skapast hefur vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Emirates er í ríkiseigu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og eitt umfangsmesta flugfélag heims þegar kemur að lengri áætlunarferðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×