Framlengja höft í Bretlandi og New York Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. apríl 2020 16:27 Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, greindi frá ákvörðun breskra stjórnvalda nú síðdegis. Peter Summers/Getty Images Ráðamenn í Bretlandi og New York tilkynntu nú síðdegis að núgildandi samkomubönn yrðu framlengd. Utanríkisráðherra Breta segir að þarlendar takmarkanir muni gilda í þrjár vikur til viðbótar en ríkisstjóri New York framlengdi útbreiðsluspornandi aðgerðir ríkisins um mánuð. Dominic Raab sagði þó að vísbendingar væru um að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til í Bretlandi, ekki síst félagsforðun og samkomutakmarkanir, hafi borið árangur. Engu að síður væri það mat ráðgjafa ríkisstjórnarinnar að gögnin væru ófullnægjandi og oft misvísandi, ekki bætti heldur úr skák að á sumum sviðum þjóðlífsins færi smitum fjölgandi. „Okkur hefur ekki tekist að fækka nýsmitum eins og við höfðum vonað,“ sagði Dominic Raab. Allar breytingar sem gerðar yrðu á takmörkununum myndu auka líkurnar á aukinni útbreiðslu, rétt eins og fleiri dauðsföllum. Af þeim sökum teldu stjórnvöld á Bretlandi rétt að framlengja núverandi aðgerðir um þrjár vikur sem fyrr segir. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sagði að það væri í höndum sérfræðinga að ákveða hvenær hægt væri að aflétta höftum í ríkinu. Ákvörðunin mætti hvorki byggja á stjórnmálalegum hagsmunum eða tilfinningalegum rökum. „Gögn og vísindi. Við erum að tala um mannslíf hérna,“ segir Cuomo. Það væri mat umræddra sérfræðinga að réttast væri að framlengja núgildandi samkomuhamlanir í ríkinu, sem hefur orðið verst úti í Bandaríkjunum. Þær munu því gilda til 15. maí hið minnsta. Bandaríkin Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Ráðamenn í Bretlandi og New York tilkynntu nú síðdegis að núgildandi samkomubönn yrðu framlengd. Utanríkisráðherra Breta segir að þarlendar takmarkanir muni gilda í þrjár vikur til viðbótar en ríkisstjóri New York framlengdi útbreiðsluspornandi aðgerðir ríkisins um mánuð. Dominic Raab sagði þó að vísbendingar væru um að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til í Bretlandi, ekki síst félagsforðun og samkomutakmarkanir, hafi borið árangur. Engu að síður væri það mat ráðgjafa ríkisstjórnarinnar að gögnin væru ófullnægjandi og oft misvísandi, ekki bætti heldur úr skák að á sumum sviðum þjóðlífsins færi smitum fjölgandi. „Okkur hefur ekki tekist að fækka nýsmitum eins og við höfðum vonað,“ sagði Dominic Raab. Allar breytingar sem gerðar yrðu á takmörkununum myndu auka líkurnar á aukinni útbreiðslu, rétt eins og fleiri dauðsföllum. Af þeim sökum teldu stjórnvöld á Bretlandi rétt að framlengja núverandi aðgerðir um þrjár vikur sem fyrr segir. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sagði að það væri í höndum sérfræðinga að ákveða hvenær hægt væri að aflétta höftum í ríkinu. Ákvörðunin mætti hvorki byggja á stjórnmálalegum hagsmunum eða tilfinningalegum rökum. „Gögn og vísindi. Við erum að tala um mannslíf hérna,“ segir Cuomo. Það væri mat umræddra sérfræðinga að réttast væri að framlengja núgildandi samkomuhamlanir í ríkinu, sem hefur orðið verst úti í Bandaríkjunum. Þær munu því gilda til 15. maí hið minnsta.
Bandaríkin Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira