Erlent

Norðurkóreskur flóttamaður á suðurkóreska þingið

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Thae Yong-ho mun taka sæti á þingi fyrir hönd Gangnam-hverfis höfuðborgarinnar Seúl. Auðjöfrahverfisins sem rapparinn Psy sagði svo eftirminnilega frá.
Thae Yong-ho mun taka sæti á þingi fyrir hönd Gangnam-hverfis höfuðborgarinnar Seúl. Auðjöfrahverfisins sem rapparinn Psy sagði svo eftirminnilega frá. EPA/YONHAP

Thae Yong-ho varð í gær fyrsti norðurkóreski flóttamaðurinn til þess að vinna sæti á suðurkóreska þinginu.

Hann var áður aðstoðarsendiherra Norður-Kóreu á Bretlandi en verður nú þingmaður næststærsta flokksins, Sameinaðrar framtíðar. Demókratar unnu flest sæti í kosningunum og hafa hreinan meirihluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×