Sjóðir Ratcliffe og annarra auðkýfinga rýrna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2020 08:22 Jim Ratcliffe er sagður fimmti ríkasti maður Bretlands. Vísir/Getty Samanlagður auður þúsund ríkustu einstaklinga Bretlands hefur minnkað, í fyrsta sinn í tíu ár. Ástæðan er faraldur kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Einn þeirra sem tapað hefur á faraldrinum er Jim Ratcliffe, landeigandi á Íslandi. Samkvæmt lista Sunday Times yfir ríkustu menn Bretlands hafa hinir allra auðugustu þar í landi tapað alls um 54 milljörðum punda á síðustu vikum og mánuðum. Það samsvarar um 9.500 milljörðum íslenskra króna. The coronavirus pandemic has wiped £54bn from the wealth of Britain's super-rich in the past two months. At least 63 of the wealthiest individuals have applied to furlough some of their staff https://t.co/QlWOGenpe5— The Sunday Times (@thesundaytimes) May 17, 2020 Jim Ratcliffe, sem vakið hefur athygli hér á landi fyrir jarðakaup og yfirlýsingar um að vilja vernda íslenska laxastofninn, er í fimmta sæti listans yfir auðugasta fólk Bretlands. Samkvæmt Times er hann nú metinn á tólf og hálfan milljarð punda, eða 2,2 billjónir íslenskra króna. Virði hans hefur þó dregist saman um sex milljarða punda ef marka má lista dagblaðsins. Ratcliffe hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir sýn sína á umhverfismál, en þar hefur sérstaklega verið bent á skaðsemi vökvabrots (e. fracking), afar umdeildrar vinnslu á jarðgasi, sem fyrirtæki Ratcliffe, Ineos, hefur stundað. Meðal annarra sem ofarlega sitja á listanum eru James Dyson ryksuguframleiðandi, Leonard Blavatnik fjárfestir og óligarkinn Alisher Usmanov. Bretland Jarðakaup útlendinga Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Samanlagður auður þúsund ríkustu einstaklinga Bretlands hefur minnkað, í fyrsta sinn í tíu ár. Ástæðan er faraldur kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Einn þeirra sem tapað hefur á faraldrinum er Jim Ratcliffe, landeigandi á Íslandi. Samkvæmt lista Sunday Times yfir ríkustu menn Bretlands hafa hinir allra auðugustu þar í landi tapað alls um 54 milljörðum punda á síðustu vikum og mánuðum. Það samsvarar um 9.500 milljörðum íslenskra króna. The coronavirus pandemic has wiped £54bn from the wealth of Britain's super-rich in the past two months. At least 63 of the wealthiest individuals have applied to furlough some of their staff https://t.co/QlWOGenpe5— The Sunday Times (@thesundaytimes) May 17, 2020 Jim Ratcliffe, sem vakið hefur athygli hér á landi fyrir jarðakaup og yfirlýsingar um að vilja vernda íslenska laxastofninn, er í fimmta sæti listans yfir auðugasta fólk Bretlands. Samkvæmt Times er hann nú metinn á tólf og hálfan milljarð punda, eða 2,2 billjónir íslenskra króna. Virði hans hefur þó dregist saman um sex milljarða punda ef marka má lista dagblaðsins. Ratcliffe hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir sýn sína á umhverfismál, en þar hefur sérstaklega verið bent á skaðsemi vökvabrots (e. fracking), afar umdeildrar vinnslu á jarðgasi, sem fyrirtæki Ratcliffe, Ineos, hefur stundað. Meðal annarra sem ofarlega sitja á listanum eru James Dyson ryksuguframleiðandi, Leonard Blavatnik fjárfestir og óligarkinn Alisher Usmanov.
Bretland Jarðakaup útlendinga Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira