Innlent

Öldrunar­heimili á Akur­eyri loka á heim­sóknir

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Öldrunarheimili á Akureyri hafa lokað á heimsóknir.
Öldrunarheimili á Akureyri hafa lokað á heimsóknir. vísir/vilhelm

Stjórnendur Öldrunarheimila Akureyrar hafa ákveðið að banna heimsóknir ættingja og annarra gesta á dvalar- og hjúkrunarheimili að svo stöddu vegna kórónuveirunnar. Hjúkrunarheimili víðs vegar um landið hafa gripið til sömu ráðstafana.

Engar heimsóknir verða leyfðar, engar ferðir íbúa út í bæ en íbúar mega vera á ferðinni innan Öldrunarheimila Akureyrar en mælst er til að fólk haldi sig sem mest á sínu heimili. Þá mun starfsfólk borða mat á sínum heimilum, langar neglur, skart og naglalakk hefur verið bannað meðal starfsfólks. Þá teljast börn starfsmanna gestir og eru þeim því einnig óheimilt að koma á Öldrunarheimilin.

Sjá einnig: Starfs­stöðvum Hafnar­fjarðar, Garðarbæjar og Kópa­vogs fyrir fólk í við­kvæmri stöðu lokað

Starfs­stöðvum Hafnar­fjarðar, Garðarbæjar og Kópa­vogs fyrir fólk í við­kvæmri stöðu lokað

Þá verður dagþjálfun með óbreyttu sniði en staðan verður endurmetin á morgun, mánudaginn 9. mars. Almennt iðju- og félagsstarf fellur niður. Iðjuþjálfun á heimilum verður óbreytt og stoðþjónusta eins og sjúkraþjálfun, hárgreiðsla, fótsnyrting og fleira stendur enn til boða.


Tengdar fréttir

Skimað fyrir kórónuveirunni í 40 einstaklingum

Greint verður frá niðurstöðum úr sýnatöku á kórónuveirunni í um 40 einstaklingum eftir hádegi. Tekin voru sýni úr ellefu manns sem fundu fyrir flensueinkennum eftir að þeir komu heim með flugi frá Veróna á Ítalíu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×