Já, forsætisráðherra! Hjálmar Jónsson skrifar 16. maí 2020 11:00 Sótt er að upplýsingarétti almennings rétt eina ferðina þessa dagana og er kannski ekki í frásögur færandi miðað við það hvernig kaupin hafa gerst á eyrinni til þessa. Nú er til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis frumvarp til laga um breytingar á upplýsingalögum. Í frumvarpinu er það nýmæli að skylt er að bera upplýsingabeiðnir undir þriðja aðila, þ.e.a.s. þann sem upplýsingarnar geta varðað, bæði á vettvangi stjórnsýslunnar og einnig eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur úrskurðað um aðgang að upplýsingum. Með þessum breytingum myndi framkvæmd upplýsingabeiðn þyngjast verulega og afgreiðslutími lengjast enn frekar en nú er raunin og er hann þó alltof langur fyrir. Borgarskjalasafn og úrskurðarnefnd um upplýsingamál benda á það í umsögnum sínum að samkvæmt gildandi lögum sé heimilt að bera upplýsingabeiðnir undir þriðja aðila og því sé ekki nauðsynlegt að mæla fyrir um skyldu í þessum efnum, enda sé skylda til öflunar afstöðu þriðja aðila atviksbundin og leiði af eðli máls hverju sinni. Svo dæmi sé tekið hefði það ekki verið valkvætt heldur skylt að bera upplýsingabeiðni um 18 milljón króna námsstyrk Seðlabankans undir þann sem styrkinn hlaut. Menn geta velt því fyrir sér hversu eðlilegt það sé? Fyrirfram hefði mátt ætla að upplýsingar um slíka greiðslur ættu alltaf að vera opinberar og gagnsæjar og að leynd þar um geti aldrei verið eðlileg. Samt þurfi héraðsdómur að úrskurða um að afhenda bæri þessar upplýsingar og eflaust hefði dómnum verið áfrýjað til Landsréttar ef ekki hefði verið skipt um seðlabankastjóra í millitíðinni! Það er umhugsunarvert að frumvarpið er samið í forsætisráðuneytinu á grundvelli umsagnar Samtaka atvinnulífsins þegar frumvarp um breytingar á upplýsingalögum, sem síðar urðu lög nr. 72/2019, var til meðferðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þær lagabreytingar voru lagðar til af nefnd sem forsætisráðherra skipaði um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis og var eitt fjölmargra frumvarpa sem nefndinni sendi frá sér til að styrkja tjáningarfrelsið í landinu. Nefnd forsætisráðherra taldi ekki nauðsynlegt að leiða í lög skyldu til að leita eftir afstöðu þriðja aðila. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd taldi í fyrra, þegar málið var til umfjöllunar í nefndinni, ekki nauðsynlegt að taka til greina athugasemdir SA í þessum efnum og enginn af 63 þingmönnum Alþingis taldi ástæður til að leggja fram breytingartillögu þessa efnis. Forsætisráðuneytið sér hins vegar ástæðu til þess að taka upp hluta tillagna SA að eigin frumkvæði svo skömmu eftir upplýsingalögin voru til meðferðar á Alþingi af því að það er mat ráðuneytisins að það geti „verið til nokkurra bóta miðað við gildandi rétt,” eins og segir í greinargerðinni. Nú er flestum okkar sem komin eru á miðjan aldur minnistæðir breskur sjónvarpsþættirnir Já, ráðherra og Já, forsætisráðherra, sem fjölluðu um samskipti embættismannakerfis og kjörinna fulltrúa með skoplegum hætti. Ég velti því fyrir mér hvort ekki er kominn tími á íslenskra útgáfu þáttanna; mér sýnist ýmislegt benda til þess! Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Hjálmar Jónsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sótt er að upplýsingarétti almennings rétt eina ferðina þessa dagana og er kannski ekki í frásögur færandi miðað við það hvernig kaupin hafa gerst á eyrinni til þessa. Nú er til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis frumvarp til laga um breytingar á upplýsingalögum. Í frumvarpinu er það nýmæli að skylt er að bera upplýsingabeiðnir undir þriðja aðila, þ.e.a.s. þann sem upplýsingarnar geta varðað, bæði á vettvangi stjórnsýslunnar og einnig eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur úrskurðað um aðgang að upplýsingum. Með þessum breytingum myndi framkvæmd upplýsingabeiðn þyngjast verulega og afgreiðslutími lengjast enn frekar en nú er raunin og er hann þó alltof langur fyrir. Borgarskjalasafn og úrskurðarnefnd um upplýsingamál benda á það í umsögnum sínum að samkvæmt gildandi lögum sé heimilt að bera upplýsingabeiðnir undir þriðja aðila og því sé ekki nauðsynlegt að mæla fyrir um skyldu í þessum efnum, enda sé skylda til öflunar afstöðu þriðja aðila atviksbundin og leiði af eðli máls hverju sinni. Svo dæmi sé tekið hefði það ekki verið valkvætt heldur skylt að bera upplýsingabeiðni um 18 milljón króna námsstyrk Seðlabankans undir þann sem styrkinn hlaut. Menn geta velt því fyrir sér hversu eðlilegt það sé? Fyrirfram hefði mátt ætla að upplýsingar um slíka greiðslur ættu alltaf að vera opinberar og gagnsæjar og að leynd þar um geti aldrei verið eðlileg. Samt þurfi héraðsdómur að úrskurða um að afhenda bæri þessar upplýsingar og eflaust hefði dómnum verið áfrýjað til Landsréttar ef ekki hefði verið skipt um seðlabankastjóra í millitíðinni! Það er umhugsunarvert að frumvarpið er samið í forsætisráðuneytinu á grundvelli umsagnar Samtaka atvinnulífsins þegar frumvarp um breytingar á upplýsingalögum, sem síðar urðu lög nr. 72/2019, var til meðferðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þær lagabreytingar voru lagðar til af nefnd sem forsætisráðherra skipaði um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis og var eitt fjölmargra frumvarpa sem nefndinni sendi frá sér til að styrkja tjáningarfrelsið í landinu. Nefnd forsætisráðherra taldi ekki nauðsynlegt að leiða í lög skyldu til að leita eftir afstöðu þriðja aðila. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd taldi í fyrra, þegar málið var til umfjöllunar í nefndinni, ekki nauðsynlegt að taka til greina athugasemdir SA í þessum efnum og enginn af 63 þingmönnum Alþingis taldi ástæður til að leggja fram breytingartillögu þessa efnis. Forsætisráðuneytið sér hins vegar ástæðu til þess að taka upp hluta tillagna SA að eigin frumkvæði svo skömmu eftir upplýsingalögin voru til meðferðar á Alþingi af því að það er mat ráðuneytisins að það geti „verið til nokkurra bóta miðað við gildandi rétt,” eins og segir í greinargerðinni. Nú er flestum okkar sem komin eru á miðjan aldur minnistæðir breskur sjónvarpsþættirnir Já, ráðherra og Já, forsætisráðherra, sem fjölluðu um samskipti embættismannakerfis og kjörinna fulltrúa með skoplegum hætti. Ég velti því fyrir mér hvort ekki er kominn tími á íslenskra útgáfu þáttanna; mér sýnist ýmislegt benda til þess! Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar