Koma Johnny Depp til varnar vegna ásakana um ofbeldi Sylvía Hall skrifar 16. maí 2020 11:23 Vanessa Paradis var með Johnny Depp í fjórtán ár. Þar áður var hann með leikkonunni Winona Ryder. Vísir/getty Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. Depp höfðaði mál gegn blaðinu vegna ummæla um að hann væri ofbeldisfullur. Ummælin féllu í grein í blaðinu sem birtist í apríl árið 2018 vegna umfjöllunar um skilnað hans við leikkonuna Amber Heard. Heard sótti um skilnað eftir að hafa farið fram á nálgunarbann gegn Depp sökum meints heimilisofbeldis, en Depp hefur ávallt neitað því að hafa beitt hana ofbeldi. „Við höfum verið félagar í fjórtán ár og alið upp börnin okkar tvö saman,“ sagði Paradis og bætti við að hún hefði aldrei upplifað annað en að Depp væri góður maður, örlátur og allt annað en ofbeldisfullur. Hún hefði aldrei orðið fyrir ofbeldi af hans hálfu, hvorki andlegu né líkamlegu. Í umsögn Ryder segir að hún eigi erfitt með að skilja þær ásakanir sem Heard hefur sett fram. Hún hefði aldrei upplifað það í þeirra sambandi að Depp væri ofbeldisfullur og hann aldrei sýnt slíka hegðun í hennar návist. Talsmenn Heard segja jákvætt að leikkonurnar hafi ekki upplifað ofbeldi af hálfu Depp. Þeirra upplifun útiloki þó ekki að hann hafi beitt Heard ofbeldi. „Upplifun einnar konu útilokar ekki upplifun annarrar,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Málið átti að fara fyrir dóm í lok marsmánaðar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Áætlað er að málið fari fyrir dóm í júlí þar sem bæði Paradis og Ryder munu bera vitni. Johnny Depp og Amber Heard voru gift frá árinu 2015 og skildu árið 2017.Vísir/Getty Missti framan af fingri þegar Heard braut vodkaflösku Samband Heard og Depp komst aftur í sviðsljósið á þessu ári þegar Daily Mail birti brot af skýrslutöku Depp þar sem hann segir frá rifrildi þeirra á milli vegna fyrrum mótleikara hennar Billy Bob Thorton. Á það að hafa endað með því að Heard reiddist mjög og braut vodkaflösku á eldhúsborðinu sem Depp studdi sig við. Í skýrslutökunni segir Depp blóðflæðið úr fingrinum hafa minnt á eldfjallið Vesúvíus. Það hafi verið „klikkun“ að hafa lent í því að eiginkona hans hafi orðið til þess að hann missti fingurinn. Á vef Vanity Fair er farið yfir málið og segir þar að vitnisburður Heard um umrætt rifrildi hafi breyst mikið í gegnum tíðina. Hún hafi þó haldið því fram að hann hafi slegið sig með annarri hendi á meðan hann notaði hina til þess að berja plastsíma í vegginn þar til hann brotnaði. Við átökin hafi síminn brotnað og Depp skorið sig. Þá hafi hann skrifað „Billy Bob“ og „Easy Amber“ á vegginn með blóði. Depp hafnar því að hafa skorið sig eftir að hafa brotið síma en neitar því ekki að hafa skrifað skilaboðin með blóði. Í öðru myndbandi sem Daily Mail birti mátti heyra Heard játa að hafa beitt Depp ofbeldi. Þar lofar hún því að beita hann ekki „líkamlegu ofbeldi aftur“ en segist ekki hafa meitt hann. Hollywood Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tengdar fréttir Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Prófíllinn sem dreginn er upp af Depp í þessu viðtali er ekki fagur. Hann er illa staddur fjárhagslega og stendur í lögsókn við fyrrverandi viðskiptastjóra sinn. 21. júní 2018 21:53 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. Depp höfðaði mál gegn blaðinu vegna ummæla um að hann væri ofbeldisfullur. Ummælin féllu í grein í blaðinu sem birtist í apríl árið 2018 vegna umfjöllunar um skilnað hans við leikkonuna Amber Heard. Heard sótti um skilnað eftir að hafa farið fram á nálgunarbann gegn Depp sökum meints heimilisofbeldis, en Depp hefur ávallt neitað því að hafa beitt hana ofbeldi. „Við höfum verið félagar í fjórtán ár og alið upp börnin okkar tvö saman,“ sagði Paradis og bætti við að hún hefði aldrei upplifað annað en að Depp væri góður maður, örlátur og allt annað en ofbeldisfullur. Hún hefði aldrei orðið fyrir ofbeldi af hans hálfu, hvorki andlegu né líkamlegu. Í umsögn Ryder segir að hún eigi erfitt með að skilja þær ásakanir sem Heard hefur sett fram. Hún hefði aldrei upplifað það í þeirra sambandi að Depp væri ofbeldisfullur og hann aldrei sýnt slíka hegðun í hennar návist. Talsmenn Heard segja jákvætt að leikkonurnar hafi ekki upplifað ofbeldi af hálfu Depp. Þeirra upplifun útiloki þó ekki að hann hafi beitt Heard ofbeldi. „Upplifun einnar konu útilokar ekki upplifun annarrar,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Málið átti að fara fyrir dóm í lok marsmánaðar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Áætlað er að málið fari fyrir dóm í júlí þar sem bæði Paradis og Ryder munu bera vitni. Johnny Depp og Amber Heard voru gift frá árinu 2015 og skildu árið 2017.Vísir/Getty Missti framan af fingri þegar Heard braut vodkaflösku Samband Heard og Depp komst aftur í sviðsljósið á þessu ári þegar Daily Mail birti brot af skýrslutöku Depp þar sem hann segir frá rifrildi þeirra á milli vegna fyrrum mótleikara hennar Billy Bob Thorton. Á það að hafa endað með því að Heard reiddist mjög og braut vodkaflösku á eldhúsborðinu sem Depp studdi sig við. Í skýrslutökunni segir Depp blóðflæðið úr fingrinum hafa minnt á eldfjallið Vesúvíus. Það hafi verið „klikkun“ að hafa lent í því að eiginkona hans hafi orðið til þess að hann missti fingurinn. Á vef Vanity Fair er farið yfir málið og segir þar að vitnisburður Heard um umrætt rifrildi hafi breyst mikið í gegnum tíðina. Hún hafi þó haldið því fram að hann hafi slegið sig með annarri hendi á meðan hann notaði hina til þess að berja plastsíma í vegginn þar til hann brotnaði. Við átökin hafi síminn brotnað og Depp skorið sig. Þá hafi hann skrifað „Billy Bob“ og „Easy Amber“ á vegginn með blóði. Depp hafnar því að hafa skorið sig eftir að hafa brotið síma en neitar því ekki að hafa skrifað skilaboðin með blóði. Í öðru myndbandi sem Daily Mail birti mátti heyra Heard játa að hafa beitt Depp ofbeldi. Þar lofar hún því að beita hann ekki „líkamlegu ofbeldi aftur“ en segist ekki hafa meitt hann.
Hollywood Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tengdar fréttir Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Prófíllinn sem dreginn er upp af Depp í þessu viðtali er ekki fagur. Hann er illa staddur fjárhagslega og stendur í lögsókn við fyrrverandi viðskiptastjóra sinn. 21. júní 2018 21:53 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Prófíllinn sem dreginn er upp af Depp í þessu viðtali er ekki fagur. Hann er illa staddur fjárhagslega og stendur í lögsókn við fyrrverandi viðskiptastjóra sinn. 21. júní 2018 21:53