Mannréttindabrot í boði kerfisins? Lilja Björg Ágústsdóttir skrifar 15. apríl 2020 12:00 Algengt er að hjón og sambúðarfólk leiti til lögmanna eftir ráðgjöf tengdum skilnaði. Sú ákvörðun að leita til lögmanns vegna skilnaðar, forsjár, lögheimilis, umgengni eða meðlags er ákvörðun sem er ekki tekin af léttúð og leita einstaklingar slíkrar sérfræðiráðgjafar aðeins í neyð. Áður en dómsmál er höfðað um forsjá, lögheimili eða umgengni þurfa foreldrar undantekningarlaust að gangast undir sáttameðferð hjá sýslumannsembættinu og fá útgefið sáttavottorð. Í dag getur sáttameðferðarferli fyrir sýslumannsembættinu tekið meira en ár í meðförum þ.e. frá því umsókn um slíkt ferli er lögð inn og þar til búið er að ljúka sáttum eða vísa málinu frá embættinu án sátta. Það sem vekur furðu við vinnubrögðin er að öll mál eru flokkuð í sama flokk þegar leitað er eftir sáttameðferð hjá sýslumanni. Ekki er tekið tillit til sérstakra aðstæðna sem kunna að vera uppi og málum er aðeins raðað í röð eftir dagsetningu. Oft er um að ræða óboðlegar aðstæður við skilnað t.d. ofbeldi, óhóflega neyslu áfengis og/eða fíkniefna eða annað sem undir öllum öðrum kringumstæðum yrði sett í forgang eða eru í raun lögbundin forgangsmál. Í hjúskaparlögum er til dæmis undanþága frá reglunni um skilnað að borði og sæng og hægt er að fara fram á tafarlausan lögskilnað ef ofbeldi hefur verið beitt í hjúskapnum. Oftast þegar uppi eru slíkar aðstæður og börn í spilinu er einnig ágreiningur um forsjá, lögheimili eða umgengni. Þá þarf að leita til sýslumanns eftir sáttameðferð og þar fer ekki fram nein skoðun á aðstæðum. Forsjármál koma ekki í veg fyrir lögskilnaðinn sem slíkan en aðstæðurnar geta gefið ofbeldisaðila tækifæri til að halda úti ágreiningi í marga mánuði um börnin áður en hægt er að höfða forsjármál og fá þannig efnislega niðurstöðu. Þar af leiðandi hefur þessi undanþága hjúskaparlaganna takmarkað gildi og er raunverulega engum til hagsbóta að draga málalyktir á langinn við þessar aðstæður. Ekki foreldri í kerfinu! Einnig er mikilvægt í þessu sambandi að benda á aðra tegund mála þar sem biðin eftir sáttameðferð er mjög íþyngjandi fyrir fjölskyldurnar. Til undirritaðrar leitaði fyrir nokkru faðir ungrar stúlku en hann er í þeirri stöðu að eiga barn með konu sem hefur átt í vandræðum með vímuefnanotkun. Hafa þau farið sameiginlega með forsjá en lögheimili barnsins hefur verið hjá móður. Móðir hefur um hríð ekki getað sinnt skyldum sínum sem lögheimilisforeldri og því var það niðurstaðan í apríl árið 2019 að vista barnið utan heimilis hjá föður samkvæmt ákvörðun barnaverndarnefndar í sveitarfélaginu sem hann býr í, þar sem hann er ekki lögheimilisforeldri. Samkvæmt barnalögum er það lögheimilisforeldri sem hefur heimild til að taka afgerandi ákvarðanir varðandi daglegt líf barnsins en skuli leitast við að hafa samráð við hitt forsjárforeldið. Af því leiðir að á meðan stúlkan er vistuð utan heimilis hjá föður við þessar aðstæður, getur hann ekki sinnt sjálfsögðum hlutum sem varða beint hagsmuni og velferð barnsins. Hann getur til dæmis ekki skráð hana í skóla eða í mötuneytisáskrift, ekki skráð hana í tómstundir eða íþróttir og ekki sótt um tómstundakort hjá sveitarfélaginu fyrir hana nema í samráði við barnavernd. Ef tekin er ákvörðun um eitthvað framangreint þarf hann að hafa samband við félagsráðgjafa hjá barnavernd sem sér um að skrá barnið fyrir hann eða sækja um styrkinn fyrir þeirra hönd. Þrátt fyrir að hann eigi barnið, barnið sé alfarið á hans framfæri og hann sjái um allar foreldralegar skyldur virðist hans tilvist sem foreldris ekki viðurkennd í kerfinu. Þeirra líf er því í ákveðinni biðstöðu sem sér ekki fyrir endann á í bráð. Þá fær hann ekki greitt meðlag á meðan þetta ástand varir því kerfin hjá sveitarfélaginu og ríkinu tala ekki saman. Sótti faðirinn um breytingu á forsjá og lögheimili stúlkunnar í byrjun maí 2019. Fékk hann bréf frá embætti sýslumanns í byrjun janúar 2020 eða átta mánuðum síðar, þess efnis að málinu hafi verið vísað til sáttameðferðar. Hann hefur enn ekki verið boðaður á fund vegna sáttameðferðar en þegar þetta er ritað er kominn miður apríl 2020. Málið hefur því enga efnislega umfjöllun fengið hjá sýslumanni, hvað þá að sáttarmeðferð sé formlega hafin þrátt fyrir að komið sé tæpt ár frá því hann sendi inn beiðnina. Skylda stjórnvalda til að vera með raunhæf og virk úrræði Mikið hefur verið fjallað um seinagang þessara mála, ekki síst innan veggja Alþingis. Virðast því bæði þingmenn og ráðherrar fullmeðvitaðir um stöðuna. Þá hefur umboðsmaður Alþingis nýverið óskað formlega eftir upplýsingum frá dómsmálaráðherra um hvernig ráðuneytið ætlar að bregðast við vandanum en miklar tafir á afgreiðslu mála á fjölskyldusviði geta falið í sér brot á rétti til fjölskyldulífs sbr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ítrekað að ríkjum sé skylt að hafa í lögum raunhæf og virk úrræði til að tryggja rétt barna við þessar aðstæður. Ljóst er að aukið fjármagn þarf inn í málaflokkinn til að styrkja sýslumannsembættið til muna og breyta lögum, annað hvort á þann veg að undanþágur verði veittar frá skyldu til sáttameðferðar eða forgangsröðun mála verði lögfest. Höfundur er lögmaður hjá OPUS lögmönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mannréttindi Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Algengt er að hjón og sambúðarfólk leiti til lögmanna eftir ráðgjöf tengdum skilnaði. Sú ákvörðun að leita til lögmanns vegna skilnaðar, forsjár, lögheimilis, umgengni eða meðlags er ákvörðun sem er ekki tekin af léttúð og leita einstaklingar slíkrar sérfræðiráðgjafar aðeins í neyð. Áður en dómsmál er höfðað um forsjá, lögheimili eða umgengni þurfa foreldrar undantekningarlaust að gangast undir sáttameðferð hjá sýslumannsembættinu og fá útgefið sáttavottorð. Í dag getur sáttameðferðarferli fyrir sýslumannsembættinu tekið meira en ár í meðförum þ.e. frá því umsókn um slíkt ferli er lögð inn og þar til búið er að ljúka sáttum eða vísa málinu frá embættinu án sátta. Það sem vekur furðu við vinnubrögðin er að öll mál eru flokkuð í sama flokk þegar leitað er eftir sáttameðferð hjá sýslumanni. Ekki er tekið tillit til sérstakra aðstæðna sem kunna að vera uppi og málum er aðeins raðað í röð eftir dagsetningu. Oft er um að ræða óboðlegar aðstæður við skilnað t.d. ofbeldi, óhóflega neyslu áfengis og/eða fíkniefna eða annað sem undir öllum öðrum kringumstæðum yrði sett í forgang eða eru í raun lögbundin forgangsmál. Í hjúskaparlögum er til dæmis undanþága frá reglunni um skilnað að borði og sæng og hægt er að fara fram á tafarlausan lögskilnað ef ofbeldi hefur verið beitt í hjúskapnum. Oftast þegar uppi eru slíkar aðstæður og börn í spilinu er einnig ágreiningur um forsjá, lögheimili eða umgengni. Þá þarf að leita til sýslumanns eftir sáttameðferð og þar fer ekki fram nein skoðun á aðstæðum. Forsjármál koma ekki í veg fyrir lögskilnaðinn sem slíkan en aðstæðurnar geta gefið ofbeldisaðila tækifæri til að halda úti ágreiningi í marga mánuði um börnin áður en hægt er að höfða forsjármál og fá þannig efnislega niðurstöðu. Þar af leiðandi hefur þessi undanþága hjúskaparlaganna takmarkað gildi og er raunverulega engum til hagsbóta að draga málalyktir á langinn við þessar aðstæður. Ekki foreldri í kerfinu! Einnig er mikilvægt í þessu sambandi að benda á aðra tegund mála þar sem biðin eftir sáttameðferð er mjög íþyngjandi fyrir fjölskyldurnar. Til undirritaðrar leitaði fyrir nokkru faðir ungrar stúlku en hann er í þeirri stöðu að eiga barn með konu sem hefur átt í vandræðum með vímuefnanotkun. Hafa þau farið sameiginlega með forsjá en lögheimili barnsins hefur verið hjá móður. Móðir hefur um hríð ekki getað sinnt skyldum sínum sem lögheimilisforeldri og því var það niðurstaðan í apríl árið 2019 að vista barnið utan heimilis hjá föður samkvæmt ákvörðun barnaverndarnefndar í sveitarfélaginu sem hann býr í, þar sem hann er ekki lögheimilisforeldri. Samkvæmt barnalögum er það lögheimilisforeldri sem hefur heimild til að taka afgerandi ákvarðanir varðandi daglegt líf barnsins en skuli leitast við að hafa samráð við hitt forsjárforeldið. Af því leiðir að á meðan stúlkan er vistuð utan heimilis hjá föður við þessar aðstæður, getur hann ekki sinnt sjálfsögðum hlutum sem varða beint hagsmuni og velferð barnsins. Hann getur til dæmis ekki skráð hana í skóla eða í mötuneytisáskrift, ekki skráð hana í tómstundir eða íþróttir og ekki sótt um tómstundakort hjá sveitarfélaginu fyrir hana nema í samráði við barnavernd. Ef tekin er ákvörðun um eitthvað framangreint þarf hann að hafa samband við félagsráðgjafa hjá barnavernd sem sér um að skrá barnið fyrir hann eða sækja um styrkinn fyrir þeirra hönd. Þrátt fyrir að hann eigi barnið, barnið sé alfarið á hans framfæri og hann sjái um allar foreldralegar skyldur virðist hans tilvist sem foreldris ekki viðurkennd í kerfinu. Þeirra líf er því í ákveðinni biðstöðu sem sér ekki fyrir endann á í bráð. Þá fær hann ekki greitt meðlag á meðan þetta ástand varir því kerfin hjá sveitarfélaginu og ríkinu tala ekki saman. Sótti faðirinn um breytingu á forsjá og lögheimili stúlkunnar í byrjun maí 2019. Fékk hann bréf frá embætti sýslumanns í byrjun janúar 2020 eða átta mánuðum síðar, þess efnis að málinu hafi verið vísað til sáttameðferðar. Hann hefur enn ekki verið boðaður á fund vegna sáttameðferðar en þegar þetta er ritað er kominn miður apríl 2020. Málið hefur því enga efnislega umfjöllun fengið hjá sýslumanni, hvað þá að sáttarmeðferð sé formlega hafin þrátt fyrir að komið sé tæpt ár frá því hann sendi inn beiðnina. Skylda stjórnvalda til að vera með raunhæf og virk úrræði Mikið hefur verið fjallað um seinagang þessara mála, ekki síst innan veggja Alþingis. Virðast því bæði þingmenn og ráðherrar fullmeðvitaðir um stöðuna. Þá hefur umboðsmaður Alþingis nýverið óskað formlega eftir upplýsingum frá dómsmálaráðherra um hvernig ráðuneytið ætlar að bregðast við vandanum en miklar tafir á afgreiðslu mála á fjölskyldusviði geta falið í sér brot á rétti til fjölskyldulífs sbr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ítrekað að ríkjum sé skylt að hafa í lögum raunhæf og virk úrræði til að tryggja rétt barna við þessar aðstæður. Ljóst er að aukið fjármagn þarf inn í málaflokkinn til að styrkja sýslumannsembættið til muna og breyta lögum, annað hvort á þann veg að undanþágur verði veittar frá skyldu til sáttameðferðar eða forgangsröðun mála verði lögfest. Höfundur er lögmaður hjá OPUS lögmönnum.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar