Unorthodox opnar hulinn heim Heiðar Sumarliðason skrifar 20. apríl 2020 14:43 Fjögurra þátta serían Unorthodox er vinsæl á Netflix þessa stundina. Unorthodox er áhugaverð og spennandi fjögurra þátta sjónvarpssería frá Netflix sem nú er mikið í umræðunni. Þáttaröðin fjallar um Esty, unga konu sem tilheyrir hópi strangtrúaðra gyðinga sem kallast Satmar og halda sig að mestu í Williamsburg í New York. Líkt og tíðkast á þeim bænum er hún gefin í hjónaband. Maðurinn sem hún giftist er hinn óöruggi og vandræðalegi Yanky, ágætasta grey en heldur mikill mömmustrákur. Vandræði þeirra í hjónasæng valda hinsvegar ókyrrð í sambandinu og eftir nokkra erfiða mánuði stingur Esty af til Berlínar, þar sem hún reynir að fóta sig einsömul. Brúðhjónin Yanky og Esty virðast nokkuð sátt með ráðahaginn til að byrja með. Shira Haas er stjarnan Fyrirfram átti ég von á að þættirnir væru þungir og leiðinlegir, enda virðist tilvera rétttrúnaðargyðinga þrúguð svartsýni og hryggð. Umfjöllunarefnið er að sjálfsögðu þungt en þó sett fram á þann máta að fæstum áhorfendum ætti nokkurn tíma að leiðast. Úrvinnslan er í raun mjög gáfuleg, því sagan er sett í einskonar spennuþáttarbúning, þar sem Yanky og hinn ógnvekjandi/aumkunarverði Moishe elta Esty til Berlínar. Þessi þrenning: Esty, Yanky og Moishe, er nægilega áhugaverð til að halda flestum áhorfendum við efnið í gegnum þættina fjóra. Leikararnir eru vel valdir, en að öðrum ólöstuðum á Shira Haas (Esty) þessa þætti með húð og hári. Ég man ekki hvenær ég sá síðast leikara sem fangaði mig á þann máta sem Haas gerir. Þessi netta líkamsgerð (hún er aðeins 152 cm á hæð) og stóru bamba-augu eru fullkomin í hlutverk ungu konunnar sem fer í fyrsta sinn ein út í hinn válega heim utan Williamsburg. Esty, í sinni klunnalegu leit eftir frelsi og vináttu, skapar samhyggð hjá áhorfendum undireins. Allt hár Satmar-kvenna er rakað af höfði þeirra áður en þær gifta sig. Fannst ég vera að missa af einhverju Heilt yfir var ég mjög hrifinn af Unorthodox, en þrátt fyrir það eru ýmsir annmarkar á þáttaröðinni. Ég sogaðist algjörlega inn í þennan heim strangrúaðra gyðinga, en að einhverju leyti vakti Unorthodox álíka margar spurningar og svör hjá mér. Eftir áhorfið hafði ég það á tilfinningunni að ég væri að missa af einhverju og ákvað því að glugga aðeins í samnefnda bók Debroah Feldman, sem þáttaröðin er innblásin af (og athugið, hún er ekki byggð á henni, höfundarnir taka sér töluvert skáldaleyfi). Ég er reyndar aðeins búinn með þrjá kafla af níu en heimur gyðinganna í Williamsburg hefur opnast töluvert betur fyrir mér. Ég settist því niður og horfði aftur á fyrstu tvo þættina. Skilningur minn á því sem var í gangi á skjánum varð töluvert meiri en við fyrsta áhorf. Tilfinningin að ég væri að missa af einhverju var því á rökum reist. Hér gefur að líta fyrirmyndirnar að persónum Yanky og Esty, ásamt syni sínum. Sumt ruglingslegt Heimur Satmar-gyðinga er flestum áhorfendum ókunnugur. Í þessu felast að einhverju leyti kostir og gallar. Þú ert að horfa inn á eitthvað sem þú skilur ekki og ert ekki hluti af. Þetta skapar tilfinningu útilokunar, sem gerir söguna framandi og spennandi. Þessi yfirþyrmandi framandleiki er þó einnig ókostur, því skilningsleysi áhorfenda verður stundum til þess að atburðir enda ekki endilega í réttu samhengi. Það er svo margt áhugavert og nýtt á skjánum að það rænir stundum áhorfandann þeim núönsum í persónusköpun sem leikararnir bjóða upp á. Langflestir munu að sjálfsögðu aðeins horfa á þáttaröðina einu sinni, því fer töluvert af merkingu og dýpt sögunnar framhjá þeim. Frásögnin er það samþjöppuð að áhorfandinn má vart blikka án þess að vera búinn að missa af lykli að framvindu sögunnar. Framvindan á það til að vera klunnaleg, en persónan Esty er svo ótrúlega áhugaverð og spennandi að ég fyrirgaf það oftast. Einnig er klæðaburður karlmanna til þess fallinn að áhorfandinn áttar sig ekki alltaf á því hver er hvað. Sérstaklega er persóna föður Estyar sett fram á óskýran máta. Það var ekki fyrr en við lestur bókarinnar að ég áttaði mig á því að hann er með einhvern ógreindan geðsjúkdóm og líklegast misþroska. Framsetningin á honum í þættinum er á þann veg að ég taldi hann vera fyllibyttu og að furðuleg hegðun hans væri eingöngu vegna áfengisneyslu. Senan í brúðkaupi Estyar og Yanky, þar sem faðir hennar áreitir móður hennar, er aðeins til þess fallin að auka á ruglinginn, sérstaklega þegar hann fellur í gólfið skömmu síðar. Moishe og Yanky yfirgefa Tegel-flugvöllinn og halda inn í höfuðvígi fyrrum óvinarins. Karlpersónur skortir dýpt Esty ber hitann og þungan af sögunni og fær persóna hennar góðan og fullnægjandi söguboga. Karlkyns persónurnar eru hinsvegar meira til vandræða (bæði á skjánum og dramatúgrískt). Það hefði e.t.v. mátt eyða meira púðri í persónu Yankys og gera hann eilítið sympatískari og þrívíðari með því að sýna betur pressuna sem samfélagið setur á hann gagnvart eiginkonunni, sem hefði þurft að gerast áður en hún stingur af til Berlínar. Það er mest megnis sagt frá þessari pressu og svo sýnt frá krísufundum innan fjölskyldu hans, eftir að Esty er horfin. Þetta sannar gullnu reglu kvikmyndanna: Að sýna er alltaf betra en að segja frá. Með því að kafa betur undir þungan hatt Yankys hefði þáttaröðin öðlast meiri dýpt og víðari skírskotun, því Unorthodox er ekki saga um konu sem flýr siðblindan ofbeldismann, á borð við Sleeping With the Enemy eða hina nýlegu Invisible Man. Yanky er ekki ofbeldismaður, heldur er hann fastur í vef trúarofstækis, líkt og eiginkona hans, og virðist ekki vera með eina sjálfstæða hugsun í kollinum. Með þessu hefði verið hægt að skerpa á sögunni sem metafóru um kúgun og hvernig utanaðkomandi þrýstingur lætur fólk hegða sér verr en ella. Skrifin á persónu Moishe eru jafnvel enn fátæklegri. Hann fór út af sporinu og yfirgaf Satmar-samfélagið, en nú á að opna dyrnar fyrir hann á ný. Hlutverk persónu hans er aðallega hagnýtt og nytsamlegt, til þess eins að skapa tortímanda, mann sem að steðjar ógn. Það sem drífur hann áfram er afgreitt í einni stuttri senu. Þar segja öldungar honum að þeir ætli að sameina hann og fjölskyldu hans aftur ef hann fylgir Yanky til Berlínar til að sækja Esty. Hegðun hans í kjölfarið fær mann þó til að efast um að hann hafi nokkurn áhuga á að komast aftur inn í samfélagið og hefja sambúð með konunni sinni. Mig grunar þó að einhver lykill að hegðun hans hafi endað á klippigólfinu. Esty umkringd mönnum með skegg og þunga hatta. Meiri saga sem bíður þess að vera sögð Það er klárlega töluvert meiri saga um samfélag Satmar-gyðinga sem bíður þess að vera sögð. Það eru svo margar spurningar sem Unorthodox svarar ekki: Hvaðan koma þau? Hvers vegna kjósa þau að lifa svona? Hvað segir samfélagsgerð þeirra um heiminn og mannskepnuna í víðara samhengi? Hvernig getum við, sem teljum okkur svo ótrúlega frjáls og víðsýn, speglað okkur í göllum þeirra? Hverjir eru kostir samfélagsgerðarinnar, sem okkar samfélagsgerð skortir ef til vill? Það að kynna sér sögu Debroah Feldmans og samhengi tilveru Satmar-gyðinganna fær mann til að hugsa skýrar um hvernig allar þær mannlegu eindir sem liggja til grundvallar eymd Estyar og hennar fólks, eru líka til hjá okkur hinum. Hjá okkur sem teljumst búa við víðsýni og frelsi, því kúgun, þöggun og ótti er líka til staðar í okkar samfélagi. Birtingarmyndin er oft bara önnur. Frá tökustað. Niðurstaða Fjórar stjörnur. Svo sterk er saga Estyar og ótrúlega flott er aðalleikonan, að ég sé mér ekki annað fært en að henda fjórum stjörnum á Unorthodox, þrátt fyrir ákveðna annmarka seríunnar. Heiðar Sumarliðason og Bryndís Ósk Ingvarsdóttir ræddu Unorthodox í hlaðvarpsþættinum Stjörnubíói. Stjörnubíó Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Unorthodox er áhugaverð og spennandi fjögurra þátta sjónvarpssería frá Netflix sem nú er mikið í umræðunni. Þáttaröðin fjallar um Esty, unga konu sem tilheyrir hópi strangtrúaðra gyðinga sem kallast Satmar og halda sig að mestu í Williamsburg í New York. Líkt og tíðkast á þeim bænum er hún gefin í hjónaband. Maðurinn sem hún giftist er hinn óöruggi og vandræðalegi Yanky, ágætasta grey en heldur mikill mömmustrákur. Vandræði þeirra í hjónasæng valda hinsvegar ókyrrð í sambandinu og eftir nokkra erfiða mánuði stingur Esty af til Berlínar, þar sem hún reynir að fóta sig einsömul. Brúðhjónin Yanky og Esty virðast nokkuð sátt með ráðahaginn til að byrja með. Shira Haas er stjarnan Fyrirfram átti ég von á að þættirnir væru þungir og leiðinlegir, enda virðist tilvera rétttrúnaðargyðinga þrúguð svartsýni og hryggð. Umfjöllunarefnið er að sjálfsögðu þungt en þó sett fram á þann máta að fæstum áhorfendum ætti nokkurn tíma að leiðast. Úrvinnslan er í raun mjög gáfuleg, því sagan er sett í einskonar spennuþáttarbúning, þar sem Yanky og hinn ógnvekjandi/aumkunarverði Moishe elta Esty til Berlínar. Þessi þrenning: Esty, Yanky og Moishe, er nægilega áhugaverð til að halda flestum áhorfendum við efnið í gegnum þættina fjóra. Leikararnir eru vel valdir, en að öðrum ólöstuðum á Shira Haas (Esty) þessa þætti með húð og hári. Ég man ekki hvenær ég sá síðast leikara sem fangaði mig á þann máta sem Haas gerir. Þessi netta líkamsgerð (hún er aðeins 152 cm á hæð) og stóru bamba-augu eru fullkomin í hlutverk ungu konunnar sem fer í fyrsta sinn ein út í hinn válega heim utan Williamsburg. Esty, í sinni klunnalegu leit eftir frelsi og vináttu, skapar samhyggð hjá áhorfendum undireins. Allt hár Satmar-kvenna er rakað af höfði þeirra áður en þær gifta sig. Fannst ég vera að missa af einhverju Heilt yfir var ég mjög hrifinn af Unorthodox, en þrátt fyrir það eru ýmsir annmarkar á þáttaröðinni. Ég sogaðist algjörlega inn í þennan heim strangrúaðra gyðinga, en að einhverju leyti vakti Unorthodox álíka margar spurningar og svör hjá mér. Eftir áhorfið hafði ég það á tilfinningunni að ég væri að missa af einhverju og ákvað því að glugga aðeins í samnefnda bók Debroah Feldman, sem þáttaröðin er innblásin af (og athugið, hún er ekki byggð á henni, höfundarnir taka sér töluvert skáldaleyfi). Ég er reyndar aðeins búinn með þrjá kafla af níu en heimur gyðinganna í Williamsburg hefur opnast töluvert betur fyrir mér. Ég settist því niður og horfði aftur á fyrstu tvo þættina. Skilningur minn á því sem var í gangi á skjánum varð töluvert meiri en við fyrsta áhorf. Tilfinningin að ég væri að missa af einhverju var því á rökum reist. Hér gefur að líta fyrirmyndirnar að persónum Yanky og Esty, ásamt syni sínum. Sumt ruglingslegt Heimur Satmar-gyðinga er flestum áhorfendum ókunnugur. Í þessu felast að einhverju leyti kostir og gallar. Þú ert að horfa inn á eitthvað sem þú skilur ekki og ert ekki hluti af. Þetta skapar tilfinningu útilokunar, sem gerir söguna framandi og spennandi. Þessi yfirþyrmandi framandleiki er þó einnig ókostur, því skilningsleysi áhorfenda verður stundum til þess að atburðir enda ekki endilega í réttu samhengi. Það er svo margt áhugavert og nýtt á skjánum að það rænir stundum áhorfandann þeim núönsum í persónusköpun sem leikararnir bjóða upp á. Langflestir munu að sjálfsögðu aðeins horfa á þáttaröðina einu sinni, því fer töluvert af merkingu og dýpt sögunnar framhjá þeim. Frásögnin er það samþjöppuð að áhorfandinn má vart blikka án þess að vera búinn að missa af lykli að framvindu sögunnar. Framvindan á það til að vera klunnaleg, en persónan Esty er svo ótrúlega áhugaverð og spennandi að ég fyrirgaf það oftast. Einnig er klæðaburður karlmanna til þess fallinn að áhorfandinn áttar sig ekki alltaf á því hver er hvað. Sérstaklega er persóna föður Estyar sett fram á óskýran máta. Það var ekki fyrr en við lestur bókarinnar að ég áttaði mig á því að hann er með einhvern ógreindan geðsjúkdóm og líklegast misþroska. Framsetningin á honum í þættinum er á þann veg að ég taldi hann vera fyllibyttu og að furðuleg hegðun hans væri eingöngu vegna áfengisneyslu. Senan í brúðkaupi Estyar og Yanky, þar sem faðir hennar áreitir móður hennar, er aðeins til þess fallin að auka á ruglinginn, sérstaklega þegar hann fellur í gólfið skömmu síðar. Moishe og Yanky yfirgefa Tegel-flugvöllinn og halda inn í höfuðvígi fyrrum óvinarins. Karlpersónur skortir dýpt Esty ber hitann og þungan af sögunni og fær persóna hennar góðan og fullnægjandi söguboga. Karlkyns persónurnar eru hinsvegar meira til vandræða (bæði á skjánum og dramatúgrískt). Það hefði e.t.v. mátt eyða meira púðri í persónu Yankys og gera hann eilítið sympatískari og þrívíðari með því að sýna betur pressuna sem samfélagið setur á hann gagnvart eiginkonunni, sem hefði þurft að gerast áður en hún stingur af til Berlínar. Það er mest megnis sagt frá þessari pressu og svo sýnt frá krísufundum innan fjölskyldu hans, eftir að Esty er horfin. Þetta sannar gullnu reglu kvikmyndanna: Að sýna er alltaf betra en að segja frá. Með því að kafa betur undir þungan hatt Yankys hefði þáttaröðin öðlast meiri dýpt og víðari skírskotun, því Unorthodox er ekki saga um konu sem flýr siðblindan ofbeldismann, á borð við Sleeping With the Enemy eða hina nýlegu Invisible Man. Yanky er ekki ofbeldismaður, heldur er hann fastur í vef trúarofstækis, líkt og eiginkona hans, og virðist ekki vera með eina sjálfstæða hugsun í kollinum. Með þessu hefði verið hægt að skerpa á sögunni sem metafóru um kúgun og hvernig utanaðkomandi þrýstingur lætur fólk hegða sér verr en ella. Skrifin á persónu Moishe eru jafnvel enn fátæklegri. Hann fór út af sporinu og yfirgaf Satmar-samfélagið, en nú á að opna dyrnar fyrir hann á ný. Hlutverk persónu hans er aðallega hagnýtt og nytsamlegt, til þess eins að skapa tortímanda, mann sem að steðjar ógn. Það sem drífur hann áfram er afgreitt í einni stuttri senu. Þar segja öldungar honum að þeir ætli að sameina hann og fjölskyldu hans aftur ef hann fylgir Yanky til Berlínar til að sækja Esty. Hegðun hans í kjölfarið fær mann þó til að efast um að hann hafi nokkurn áhuga á að komast aftur inn í samfélagið og hefja sambúð með konunni sinni. Mig grunar þó að einhver lykill að hegðun hans hafi endað á klippigólfinu. Esty umkringd mönnum með skegg og þunga hatta. Meiri saga sem bíður þess að vera sögð Það er klárlega töluvert meiri saga um samfélag Satmar-gyðinga sem bíður þess að vera sögð. Það eru svo margar spurningar sem Unorthodox svarar ekki: Hvaðan koma þau? Hvers vegna kjósa þau að lifa svona? Hvað segir samfélagsgerð þeirra um heiminn og mannskepnuna í víðara samhengi? Hvernig getum við, sem teljum okkur svo ótrúlega frjáls og víðsýn, speglað okkur í göllum þeirra? Hverjir eru kostir samfélagsgerðarinnar, sem okkar samfélagsgerð skortir ef til vill? Það að kynna sér sögu Debroah Feldmans og samhengi tilveru Satmar-gyðinganna fær mann til að hugsa skýrar um hvernig allar þær mannlegu eindir sem liggja til grundvallar eymd Estyar og hennar fólks, eru líka til hjá okkur hinum. Hjá okkur sem teljumst búa við víðsýni og frelsi, því kúgun, þöggun og ótti er líka til staðar í okkar samfélagi. Birtingarmyndin er oft bara önnur. Frá tökustað. Niðurstaða Fjórar stjörnur. Svo sterk er saga Estyar og ótrúlega flott er aðalleikonan, að ég sé mér ekki annað fært en að henda fjórum stjörnum á Unorthodox, þrátt fyrir ákveðna annmarka seríunnar. Heiðar Sumarliðason og Bryndís Ósk Ingvarsdóttir ræddu Unorthodox í hlaðvarpsþættinum Stjörnubíói.
Stjörnubíó Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira