Að venja sig af því að vinna um helgar Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. maí 2020 11:00 Vísir/Vilhelm Að freistast til að vinna aðeins um helgar er eitthvað sem mjög margir þekkja. Við viljum trúa því að það sé af nauðsyn en oft er skýringin engin önnur en sú að við höfum tamið okkur helgarvinnu og jafnvel gert hana að rútínu. Til dæmis með því að taka sunnudagsmorgnana alltaf aðeins við tölvuna eða nota síðdegi á laugardegi í tölvupósta og fleira. Þetta er auðvitað val hvers og eins og auðvitað í einhverjum tilfellum nauðsynlegt. En þegar það er orðið viðurkennt að hvíld frá vinnu er eitt það besta sem þú getur gert fyrir sjálfan þig sem starfsmann og vinnuveitandann. Að setja sér markmið um að hætta að vinna um helgar getur verið áskorun en án efa er þetta þó markmið sem fjölskyldan þín myndi svo sannarlega kunna að meta og mjög líklega lærir þú fljótt að nýta vinnuvikuna enn betur en áður og klára allt sem klára þarf til þess að hvílast um helgar. Hér eru tíu ráð sem byggja á grein af vefsíðunni TinyBuddha. Þessi ráð eru fyrir fólk sem vill þjálfa sig í að vinna ekkert um helgar eða í það minnsta að draga verulega úr þeirri vinnu. 1. Föstudagar Það fyrsta sem mælt er með að þú gerir er að setja þér markmið á föstudögum um að klára ákveðin verkefni fyrir helgina. Horfðu sérstaklega á þau verkefni sem þú telur líklegt að verði annars í huga þínum um helgina. 2. Ef nauðsynlegt er að vinna þá settu þér takmörk Það getur svo sem verið að þú náir því ekki í fyrstu atrennu að vinna ekkert um helgina og í einhverjum tilvikum gæti það verið nauðsynlegt. Ef þetta á við hjá þér er mikilvægast að setja sér þá skýr mörk um hversu langan tíma þetta verkefni fær og punktur! Það vill nefnilega oft vera þannig að þegar við erum að vinna í verkefnum, sérstaklega þeim sem okkur finnst skemmtileg, þá eigum við það til að gleyma okkur og þau enda því með að taka mun meiri tíma frá fríinu þínu og fjölskyldunni heldur en þau ættu helst að gera. 3. Láttu samstarfsfélagana vita Ef þú ert ein/n þeirra sem hefur lengi unnið svolítið um helgar er líklegt að samstarfshópurinn þinn sé vanur því og búist ekki við öðru. Ef þetta á við um þig, skaltu láta samstarfsfélagana vita að þú ætlir þér það markmið að draga úr eða hætta að vinna um helgar. 4. Tilkynningar Það er ekki auðvelt að hunsa tilkynningar frá tölvupósti, messenger eða símanum og margir hreinlega treysta sér ekki til að slökkva á tilkynningum á kvöldin og um helgar. En það er þó hægt að þjálfa sig upp í að takmarka þá tíman sem þú leyfir þér að skoða skilaboð og ef þú telur það mjög nauðsynlegt að svara erindinu er ágætis ráð að vera alltaf stuttorð/ur og vísa í að skoða þetta betur á mánudaginn. Þannig nærðu að staðfesta móttöku á skilaboðum, færð ekki samviskubit yfir því að svara ekki og getur leitt hugan að öðru þegar þú ert búin/n að svara. Best væri þó að reyna að vera alveg í fríi frá tölvupósti eða öðrum erindum og hefja vinnuvikuna frekar á ný með því að svara. 5. Með hverjum ætlar þú að vera með um helgina? Þetta er ágætis spurning til að spyrja sjálfan sig bæði fyrir kvöld og helgarfrí því ef þú ert ekki í fríi þegar þú ert heima hjá þér, ertu í rauninni með vinnunni en ekki þínum nánustu eins og þú ættir kannski að gera. Þannig að spurningin núna er: Með hverjum ætlar þú að vera um helgina? Vinnunni eða fjölskyldunni? 6. Þjálfaðu þig í að segja NEI Já, hljómar kannski auðvelt en er oft meiri áskorun en virðist vera því of oft erum við gjörn á að lofa einhverju áður en við vitum af. „Já ég skal kíkja á þetta um helgina,“ ætti í rauninni að vera setningin „Já ég skal kíkja á þetta eftir helgina því ég hef sett mér það markmið að reyna að vinna ekki um helgar.“ Eins að segja nei við verkefnum sem þarf að vinna um helgina og biðja um að aðrir leysi málin. 7. Lifðu í núinu: Ert þú þar? Enn ein áskorunin er að fá hugann til að taka sér frí sem fyrir marga getur verið erfiðasta áskorunin. Eða hverjir kannast ekki við að vera með vinum eða vandamönnum í bíl, að borða eða eitthvað annað og í stað þess að vera með hugann á staðnum er heilinn á fullu að hugsa um vinnuna? Hér er sagt að besta ráðið sé að vera meðvitaður um hugsanir sínar þannig að þegar vinnan skýtur upp kollinum og þú ætlar að vera í fríi, þarftu að segja það við sjálfan þig huglægt líka. Í raun má líkja þessu við þjálfun eða hugarleikfimi en allt tekst þetta tekst á endanum. 8. Markmiðið Eitt besta hjálpartækið er að minna sjálfan sig nógu oft á það að það gerir bæði þér og vinnuveitandanum gott að taka þér hvíld frá vinnu. Þannig að minntu sjálfan þig á að þú ert ekki að trassa eitthvað vinnutengt, þú ert einmitt að vinna að því að standa þig jafnvel enn betur en ella. 9. Slökunartækni Margir nýta sér einhverja slökunartækni til að hjálpa sér við að njóta betur þeirra stunda sem þú ert í hvíld og í fríi frá vinnu. Sumir gætu bent á hugleiðslu, jóga eða eitthvað annað en eitt ráð sem er einfalt fyrir alla að prófa er að draga hreinlega andann djúpt í nokkur skipti og láta innri ró færast yfir. Þessi tækni getur hjálpað þér við að halda markmiðinu um að vinna ekki og vera í fríi. 10. Ákveddu hvað þú ætlar að gera Loks er mælt með því að til þess að forðast vinnu um helgar sé besta ráðið að skipuleggja helgina vel. Það kannast til dæmis allir við það að þær helgar þar sem við erum á ferðarlagi eða mjög upptekin við eitthvað, er ekkert mál að láta vinnuna víkja. Það er hins vegar oft erfiðara þegar helgin er slök, ekkert sérstakt um að vera og freistandi að setjast aðeins niður til vinnu. En hvað annað myndi þig frekar langa að gera um helgina? Að vera upptekin þarf ekkert endilega að fela í sér öfgafullar leiðir nýrra áhugamála. Það þarf ekki annað að vera en að ákveða fyrirfram að horfa á góða bíómynd, dytta að einhverju heima og setja sér markmið um að klára eitthvað þar, gera eitthvað skemmtilegt með börnunum eða heilsa upp á vin með heimsókn eða símtali. Hvað dettur þér í hug fyrir helgina? Góðu ráðin Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Að freistast til að vinna aðeins um helgar er eitthvað sem mjög margir þekkja. Við viljum trúa því að það sé af nauðsyn en oft er skýringin engin önnur en sú að við höfum tamið okkur helgarvinnu og jafnvel gert hana að rútínu. Til dæmis með því að taka sunnudagsmorgnana alltaf aðeins við tölvuna eða nota síðdegi á laugardegi í tölvupósta og fleira. Þetta er auðvitað val hvers og eins og auðvitað í einhverjum tilfellum nauðsynlegt. En þegar það er orðið viðurkennt að hvíld frá vinnu er eitt það besta sem þú getur gert fyrir sjálfan þig sem starfsmann og vinnuveitandann. Að setja sér markmið um að hætta að vinna um helgar getur verið áskorun en án efa er þetta þó markmið sem fjölskyldan þín myndi svo sannarlega kunna að meta og mjög líklega lærir þú fljótt að nýta vinnuvikuna enn betur en áður og klára allt sem klára þarf til þess að hvílast um helgar. Hér eru tíu ráð sem byggja á grein af vefsíðunni TinyBuddha. Þessi ráð eru fyrir fólk sem vill þjálfa sig í að vinna ekkert um helgar eða í það minnsta að draga verulega úr þeirri vinnu. 1. Föstudagar Það fyrsta sem mælt er með að þú gerir er að setja þér markmið á föstudögum um að klára ákveðin verkefni fyrir helgina. Horfðu sérstaklega á þau verkefni sem þú telur líklegt að verði annars í huga þínum um helgina. 2. Ef nauðsynlegt er að vinna þá settu þér takmörk Það getur svo sem verið að þú náir því ekki í fyrstu atrennu að vinna ekkert um helgina og í einhverjum tilvikum gæti það verið nauðsynlegt. Ef þetta á við hjá þér er mikilvægast að setja sér þá skýr mörk um hversu langan tíma þetta verkefni fær og punktur! Það vill nefnilega oft vera þannig að þegar við erum að vinna í verkefnum, sérstaklega þeim sem okkur finnst skemmtileg, þá eigum við það til að gleyma okkur og þau enda því með að taka mun meiri tíma frá fríinu þínu og fjölskyldunni heldur en þau ættu helst að gera. 3. Láttu samstarfsfélagana vita Ef þú ert ein/n þeirra sem hefur lengi unnið svolítið um helgar er líklegt að samstarfshópurinn þinn sé vanur því og búist ekki við öðru. Ef þetta á við um þig, skaltu láta samstarfsfélagana vita að þú ætlir þér það markmið að draga úr eða hætta að vinna um helgar. 4. Tilkynningar Það er ekki auðvelt að hunsa tilkynningar frá tölvupósti, messenger eða símanum og margir hreinlega treysta sér ekki til að slökkva á tilkynningum á kvöldin og um helgar. En það er þó hægt að þjálfa sig upp í að takmarka þá tíman sem þú leyfir þér að skoða skilaboð og ef þú telur það mjög nauðsynlegt að svara erindinu er ágætis ráð að vera alltaf stuttorð/ur og vísa í að skoða þetta betur á mánudaginn. Þannig nærðu að staðfesta móttöku á skilaboðum, færð ekki samviskubit yfir því að svara ekki og getur leitt hugan að öðru þegar þú ert búin/n að svara. Best væri þó að reyna að vera alveg í fríi frá tölvupósti eða öðrum erindum og hefja vinnuvikuna frekar á ný með því að svara. 5. Með hverjum ætlar þú að vera með um helgina? Þetta er ágætis spurning til að spyrja sjálfan sig bæði fyrir kvöld og helgarfrí því ef þú ert ekki í fríi þegar þú ert heima hjá þér, ertu í rauninni með vinnunni en ekki þínum nánustu eins og þú ættir kannski að gera. Þannig að spurningin núna er: Með hverjum ætlar þú að vera um helgina? Vinnunni eða fjölskyldunni? 6. Þjálfaðu þig í að segja NEI Já, hljómar kannski auðvelt en er oft meiri áskorun en virðist vera því of oft erum við gjörn á að lofa einhverju áður en við vitum af. „Já ég skal kíkja á þetta um helgina,“ ætti í rauninni að vera setningin „Já ég skal kíkja á þetta eftir helgina því ég hef sett mér það markmið að reyna að vinna ekki um helgar.“ Eins að segja nei við verkefnum sem þarf að vinna um helgina og biðja um að aðrir leysi málin. 7. Lifðu í núinu: Ert þú þar? Enn ein áskorunin er að fá hugann til að taka sér frí sem fyrir marga getur verið erfiðasta áskorunin. Eða hverjir kannast ekki við að vera með vinum eða vandamönnum í bíl, að borða eða eitthvað annað og í stað þess að vera með hugann á staðnum er heilinn á fullu að hugsa um vinnuna? Hér er sagt að besta ráðið sé að vera meðvitaður um hugsanir sínar þannig að þegar vinnan skýtur upp kollinum og þú ætlar að vera í fríi, þarftu að segja það við sjálfan þig huglægt líka. Í raun má líkja þessu við þjálfun eða hugarleikfimi en allt tekst þetta tekst á endanum. 8. Markmiðið Eitt besta hjálpartækið er að minna sjálfan sig nógu oft á það að það gerir bæði þér og vinnuveitandanum gott að taka þér hvíld frá vinnu. Þannig að minntu sjálfan þig á að þú ert ekki að trassa eitthvað vinnutengt, þú ert einmitt að vinna að því að standa þig jafnvel enn betur en ella. 9. Slökunartækni Margir nýta sér einhverja slökunartækni til að hjálpa sér við að njóta betur þeirra stunda sem þú ert í hvíld og í fríi frá vinnu. Sumir gætu bent á hugleiðslu, jóga eða eitthvað annað en eitt ráð sem er einfalt fyrir alla að prófa er að draga hreinlega andann djúpt í nokkur skipti og láta innri ró færast yfir. Þessi tækni getur hjálpað þér við að halda markmiðinu um að vinna ekki og vera í fríi. 10. Ákveddu hvað þú ætlar að gera Loks er mælt með því að til þess að forðast vinnu um helgar sé besta ráðið að skipuleggja helgina vel. Það kannast til dæmis allir við það að þær helgar þar sem við erum á ferðarlagi eða mjög upptekin við eitthvað, er ekkert mál að láta vinnuna víkja. Það er hins vegar oft erfiðara þegar helgin er slök, ekkert sérstakt um að vera og freistandi að setjast aðeins niður til vinnu. En hvað annað myndi þig frekar langa að gera um helgina? Að vera upptekin þarf ekkert endilega að fela í sér öfgafullar leiðir nýrra áhugamála. Það þarf ekki annað að vera en að ákveða fyrirfram að horfa á góða bíómynd, dytta að einhverju heima og setja sér markmið um að klára eitthvað þar, gera eitthvað skemmtilegt með börnunum eða heilsa upp á vin með heimsókn eða símtali. Hvað dettur þér í hug fyrir helgina?
Góðu ráðin Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira