Innlent

Víðir, Þor­gerður Katrín og Sigur­steinn í Bítinu

Atli Ísleifsson skrifar
Gulli Helga og Heimir Karlsson eru umsjónarmenn Bítisins.
Gulli Helga og Heimir Karlsson eru umsjónarmenn Bítisins. Vísir/Vilhelm

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, verður gestur í Bítinu í dag þar sem hann mun gera upp páskana.

Bítið hefst klukkan 6:50 og stendur til klukkan 10 og verður sýnt beint frá honum úr útvarpsstúdíói Bylgjunnar á Suðurlandsbraut.

Teitur Guðmundsson læknir mun ræða beinþynningu og þá mun Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir, fara yfir farsóttir fyrri tíma.

Klippa: Bítið - allur þátturinn

Einnig verður rætt við Björn Berg Gunnarsson hjá Íslandsbanka um hvort það taki sig að greiða inn á verðtryggð lán.

Sömuleiðis verður rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, um kröfur sjö útgerða á hendur ríkinu um skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar á heimildum til veiða á makríl.

Þá verður rætt við Sigurstein Másson um hugmyndir hans um hvernig Ísland geti orðið gátt á milli heimsálfa eftir að faraldur kórónuveirunnar hefur gengið yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×