Skemmdarverk unnin á vinsælu vegglistaverki í Vesturbæ Sylvía Hall skrifar 13. apríl 2020 23:00 Vegglistaverkið hefur fengið að njóta sín undanfarna mánuði. Nú hefur verið málað yfir Hallgrímskirkju. Vísir/Kjartan Atli Íbúar í Vesturbæ eru heldur súrir eftir að málað var yfir hluta af vegglistaverki á grindverki við Hofsvallagötu sem hefur vakið mikla lukku síðustu mánuði. Listaverkið er eftir listamanninn Joan Pictures og er upp úr tölvuleiknum sívinsæla Super Mario. Það er ljóst að listaverkið er í miklum metum hjá íbúum hverfisins, enda voru margir furðulostnir þegar greint var frá því í íbúahóp á Facebook að verið væri að mála yfir listaverkið. Vesturbæingar þurfa þó ekki að hafa miklar áhyggjur þar sem Ólöf Magnúsdóttir eigandi grindverksins segir að búið sé að hafa samband við listamanninn og hann ætli að laga þetta. Málað var yfir Hallgrímskirkju með grænni málningu.Facebook Það sé þó óljóst hvað slík lagfæring muni kosta, en miðað við viðbrögðin sé ekki ólíklegt að einhverjir muni vilja hjálpa til. Slík tillaga hefur komið fram í íbúahópnum við góðar undirtektir. „Það er ótrúlega gaman að sjá hvað fólkið í hverfinu hefur tekið þessu listaverki vel, sérstaklega eftir að málað var yfir Hallgrímskirkjuna, þá hefur fólk sýnt ótrúlega mikla velvild.“ Hún segir verkið hingað til hafa fengið að vera í friði og það sé líklega vitnisburður um vinsældir þess. Það lífgi upp á umhverfið og geri það aðeins fjölbreyttara. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og hefur hún rætt við konuna sem málaði yfir Hallgrímskirkju. Ólöf ætlar ekki að kæra málið en vonar að þetta verði þó til þess að verkið fái að vera í friði héðan í frá. Reykjavík Myndlist Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Íbúar í Vesturbæ eru heldur súrir eftir að málað var yfir hluta af vegglistaverki á grindverki við Hofsvallagötu sem hefur vakið mikla lukku síðustu mánuði. Listaverkið er eftir listamanninn Joan Pictures og er upp úr tölvuleiknum sívinsæla Super Mario. Það er ljóst að listaverkið er í miklum metum hjá íbúum hverfisins, enda voru margir furðulostnir þegar greint var frá því í íbúahóp á Facebook að verið væri að mála yfir listaverkið. Vesturbæingar þurfa þó ekki að hafa miklar áhyggjur þar sem Ólöf Magnúsdóttir eigandi grindverksins segir að búið sé að hafa samband við listamanninn og hann ætli að laga þetta. Málað var yfir Hallgrímskirkju með grænni málningu.Facebook Það sé þó óljóst hvað slík lagfæring muni kosta, en miðað við viðbrögðin sé ekki ólíklegt að einhverjir muni vilja hjálpa til. Slík tillaga hefur komið fram í íbúahópnum við góðar undirtektir. „Það er ótrúlega gaman að sjá hvað fólkið í hverfinu hefur tekið þessu listaverki vel, sérstaklega eftir að málað var yfir Hallgrímskirkjuna, þá hefur fólk sýnt ótrúlega mikla velvild.“ Hún segir verkið hingað til hafa fengið að vera í friði og það sé líklega vitnisburður um vinsældir þess. Það lífgi upp á umhverfið og geri það aðeins fjölbreyttara. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og hefur hún rætt við konuna sem málaði yfir Hallgrímskirkju. Ólöf ætlar ekki að kæra málið en vonar að þetta verði þó til þess að verkið fái að vera í friði héðan í frá.
Reykjavík Myndlist Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira