Sérstök tilfinning að vera á fundi með Barack Obama Sylvía Hall skrifar 10. apríl 2020 21:42 Dagur segir það hafa verið sérstaka tilfinningu að vera með Obama á fundi. Vísir/Facebook Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fundaði í gær með borgarstjórum víðs vegar úr heiminum. Umfjöllunarefnið var faraldur kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum og var Barack Obama á meðal þeirra sem tóku þátt í fundinum. Þar hvatti hann borgarstjóra til dáða og gaf þeim góð ráð. Á fundinum var rætt um hvernig staðið yrði að því að aflétta þeim takmörkunum sem gripið hefur verið til um allan heim, til að mynda samkomubönnum, fjöldatakmörkunum og á sumum stöðum útgöngubönnum. „Ég viðurkenni fúslega að það fylgdi því sérstök tilfinning að vera með Barack Obama fyrrv. forseta Bandaríkjanna á fjarfundi, ásamt fyrrv. borgarstjora NY og Tom Frieden fyrrv yfirmanni Center of Disease Control í Bandaríkjunum sem hefur af mörgum verið þakkað fyrir árangurríka glímu við E-bola og Sars-veiruna alþjóðlega. Og mörgum fleirum,“ skrifar Dagur á Facebook-síðu sína. Funduðu með Þórólfi í janúar Í færslunni rifjar Dagur það upp þegar almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins fundaði með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í lok janúar til þess að fara yfir stöðuna. Það var rætt hvað væri hugsanlega fram undan, en þá hafði óvissustigi almannavarna verið lýst yfir. „Þórólfur hitti neyðarstjórn borgarinnar strax sama dag og við hófumst handa við að uppfæra allar viðbragðsáætlanir og búa okkur undir það sem gæti verið í vændum. Fyrir tilviljun höfðum við skipulagt æfingu - sem átti að vera rútuslys með meiðslum á börnum - en snérum henni á punktinum í það að undirbúa starfsemi borgarinnar fyrir veiruna.“ Hann segir alla hafa fengið tíma til að undirbúa sig þó allir hafi þurft að vinna hratt. Unnið var að smitgreiningu, rakningum, sóttkví og einangrun og öllu hafi verið miðlað reglulega til almennings, sem hafi verið lykillinn að frekari skrefum. „Borgir, lönd og heiminn allan dreymir um að hafa þá yfirsýn og yfirvegun í öllum aðgerðum sem við höfum búið að hér á Íslandi frá fyrsta degi,“ skrifar Dagur. Hann segir að sumt muni þurfa að breytast eftir faraldurinn, og jafnvel varanlega. Það þurfi að gerast með virku samtali og yfirvegun. Þá hrósar hann Ölmu, Þórólfi og Víði sem og öllu því fagfólki sem vinnur með þeim og bætir við að þau séu öll á heimsmælikvarða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Borgarstjórn Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fundaði í gær með borgarstjórum víðs vegar úr heiminum. Umfjöllunarefnið var faraldur kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum og var Barack Obama á meðal þeirra sem tóku þátt í fundinum. Þar hvatti hann borgarstjóra til dáða og gaf þeim góð ráð. Á fundinum var rætt um hvernig staðið yrði að því að aflétta þeim takmörkunum sem gripið hefur verið til um allan heim, til að mynda samkomubönnum, fjöldatakmörkunum og á sumum stöðum útgöngubönnum. „Ég viðurkenni fúslega að það fylgdi því sérstök tilfinning að vera með Barack Obama fyrrv. forseta Bandaríkjanna á fjarfundi, ásamt fyrrv. borgarstjora NY og Tom Frieden fyrrv yfirmanni Center of Disease Control í Bandaríkjunum sem hefur af mörgum verið þakkað fyrir árangurríka glímu við E-bola og Sars-veiruna alþjóðlega. Og mörgum fleirum,“ skrifar Dagur á Facebook-síðu sína. Funduðu með Þórólfi í janúar Í færslunni rifjar Dagur það upp þegar almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins fundaði með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í lok janúar til þess að fara yfir stöðuna. Það var rætt hvað væri hugsanlega fram undan, en þá hafði óvissustigi almannavarna verið lýst yfir. „Þórólfur hitti neyðarstjórn borgarinnar strax sama dag og við hófumst handa við að uppfæra allar viðbragðsáætlanir og búa okkur undir það sem gæti verið í vændum. Fyrir tilviljun höfðum við skipulagt æfingu - sem átti að vera rútuslys með meiðslum á börnum - en snérum henni á punktinum í það að undirbúa starfsemi borgarinnar fyrir veiruna.“ Hann segir alla hafa fengið tíma til að undirbúa sig þó allir hafi þurft að vinna hratt. Unnið var að smitgreiningu, rakningum, sóttkví og einangrun og öllu hafi verið miðlað reglulega til almennings, sem hafi verið lykillinn að frekari skrefum. „Borgir, lönd og heiminn allan dreymir um að hafa þá yfirsýn og yfirvegun í öllum aðgerðum sem við höfum búið að hér á Íslandi frá fyrsta degi,“ skrifar Dagur. Hann segir að sumt muni þurfa að breytast eftir faraldurinn, og jafnvel varanlega. Það þurfi að gerast með virku samtali og yfirvegun. Þá hrósar hann Ölmu, Þórólfi og Víði sem og öllu því fagfólki sem vinnur með þeim og bætir við að þau séu öll á heimsmælikvarða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Borgarstjórn Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“