Hjúkrunarfræðingar náðu ekki öllum kröfum sínum í gegn Sylvía Hall og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 10. apríl 2020 19:00 Nýr kjarasamningur Félags hjúkrunarfræðinga við ríkið var undirritaður nú síðdegis. Formaður félags hjúkrunarfræðingana segir samninginn fela í sér tækifæri til framtíðar. Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við ríkið hefur verið laus frá því í mars í fyrra. En deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar síðastliðnum. Sjá einnig: Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga í höfn Það var ekki bjart yfir því að samningar tækjust sem samninganefndirnar hafa setið á löngum fundum síðustu fimm daga sem varð til þess að nýr kjarasamningur var undirritaður rétt fyrir klukkan fimm í dag. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, undirritar samninginn.Vísir/Sigurjón Náðuð þið öllum ykkar kröfum í gegn? „Nei, það er nú aldrei þannig í samningum, enda kallast þetta samningur. Þá þurfa báðir aðilar að hafa áhrif á en við allavega skrifuðum undir og við hefðum ekki skrifað undir nema að því við treystum okkur til að kynna hann,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Samningurinn nær til rúmlega þrjú þúsund hjúkrunarfræðinga og byggir á á Lífskjarasamningnum. Stytting vinnuvikunnar vegur þar þungt og þá verður vaktakerfi dagvinnu- og vaktavinnufólks endurskoðað. Formaður samninganefndar ríkisins segir að fundir síðustu daga hafa skilað góðri niðurstöðu. „Eins og við höfðum orð á þetta er ákveðið upphaf af upprisunni eigum við ekki að horfa á það þannig,“ segir Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins. Þurftuð þið að gefa mikið eftir? „Þetta er bara mjög ásættanlegur samningur fyrir báða aðila,“ segir Sverrir. Stefnt er að því að kynna samninginn fyrir félagsmönnum strax eftir páska. Kjaramál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga í höfn Samninganefndir ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa náð samkomulagi. 10. apríl 2020 16:54 „Það finna allir mjög þétt til ábyrgðar“ Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist vera ánægður með fund dagsins hjá samninganefndum ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 9. apríl 2020 19:36 Hjúkrunarfræðingar og ríkið funda á skírdag Fundur samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga stóð yfir í sex klukkustundir og lauk um klukkan 19 í kvöld, án niðurstöðu 8. apríl 2020 21:22 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi Erlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Nýr kjarasamningur Félags hjúkrunarfræðinga við ríkið var undirritaður nú síðdegis. Formaður félags hjúkrunarfræðingana segir samninginn fela í sér tækifæri til framtíðar. Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við ríkið hefur verið laus frá því í mars í fyrra. En deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar síðastliðnum. Sjá einnig: Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga í höfn Það var ekki bjart yfir því að samningar tækjust sem samninganefndirnar hafa setið á löngum fundum síðustu fimm daga sem varð til þess að nýr kjarasamningur var undirritaður rétt fyrir klukkan fimm í dag. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, undirritar samninginn.Vísir/Sigurjón Náðuð þið öllum ykkar kröfum í gegn? „Nei, það er nú aldrei þannig í samningum, enda kallast þetta samningur. Þá þurfa báðir aðilar að hafa áhrif á en við allavega skrifuðum undir og við hefðum ekki skrifað undir nema að því við treystum okkur til að kynna hann,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Samningurinn nær til rúmlega þrjú þúsund hjúkrunarfræðinga og byggir á á Lífskjarasamningnum. Stytting vinnuvikunnar vegur þar þungt og þá verður vaktakerfi dagvinnu- og vaktavinnufólks endurskoðað. Formaður samninganefndar ríkisins segir að fundir síðustu daga hafa skilað góðri niðurstöðu. „Eins og við höfðum orð á þetta er ákveðið upphaf af upprisunni eigum við ekki að horfa á það þannig,“ segir Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins. Þurftuð þið að gefa mikið eftir? „Þetta er bara mjög ásættanlegur samningur fyrir báða aðila,“ segir Sverrir. Stefnt er að því að kynna samninginn fyrir félagsmönnum strax eftir páska.
Kjaramál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga í höfn Samninganefndir ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa náð samkomulagi. 10. apríl 2020 16:54 „Það finna allir mjög þétt til ábyrgðar“ Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist vera ánægður með fund dagsins hjá samninganefndum ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 9. apríl 2020 19:36 Hjúkrunarfræðingar og ríkið funda á skírdag Fundur samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga stóð yfir í sex klukkustundir og lauk um klukkan 19 í kvöld, án niðurstöðu 8. apríl 2020 21:22 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi Erlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga í höfn Samninganefndir ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa náð samkomulagi. 10. apríl 2020 16:54
„Það finna allir mjög þétt til ábyrgðar“ Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist vera ánægður með fund dagsins hjá samninganefndum ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 9. apríl 2020 19:36
Hjúkrunarfræðingar og ríkið funda á skírdag Fundur samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga stóð yfir í sex klukkustundir og lauk um klukkan 19 í kvöld, án niðurstöðu 8. apríl 2020 21:22