Fylkismenn kölluðu Tryggva á fund og báðu hann um að róa sig á æfingum Anton Ingi Leifsson skrifar 10. apríl 2020 13:00 Tryggvi í leik með Fylki gegn Fram. vísir/anton Tryggvi Guðmundsson segir að ástæða viðskilnaðar hans við Fylki árið 2014 hafi meðal annars verið fundur sem hann og Sverrir Garðarsson hafi verið kallaður á vegna framgöngu þeirra á æfingum. Fylkir var síðasta félagið sem Tryggvi lék með í efstu deild en hann spilaði þar níu leiki árið 2013 og skoraði í þeim tvö mörk. Tryggvi gerði upp magnaðan feril sinn í Sportinu í kvöld hjá Ríkharði Óskari Guðnasyni sem var sýnt í gærkvöldi. „Þeir voru ekki ánægðir með hvernig ég var að hegða mér og ég var ekki ánægður með hvernig þeir tækluðu ákveðna hluti. Þeir voru ekki ánægðir með hvernig lífsstíll minn var á þessum tíma, þó svo að hann hafi ekki haft þannig séð áhrif að mínu mati. Það er þó auðvitað annara að dæma,“ sagði Tryggvi. „Það sem gerði mig svolítið pirraðan var að það var ákveðið að fá mann með reynslu og keppnismann og hataði að tapa. Þa eru til milljón manns sem elska að vinna en færri sem hata að tapa. Ég er einn af þeim og Sverrir Garðarsson var líka fenginn frá FH. Líka maður sem var með fjölda titla og var sigurvegari bæði á leikjum og æfingum.“ Hann segir að einn góðan veðurdag hafi fyrrum samherjarnir úr FH og þá samherjar í Árbænum verið kallaðir inn á fund þar sem þeirra beið mikilvæg skilaboð. „Svo kemur það upp að við erum teknir á fund og beðnir um að róa okkur á æfingum. Það séu of mikil læti í okkur á æfingum og menn séu að koma kvartandi undan okkur. Maður lætur vel í sér heyra á æfingum og þetta er oft í leiðinlegum tón og ég hef heyrt það hvert sem ég fer en það er alltaf góð meining á bakvið það.“ „Maður er að reyna leiðbeina en kemur því kannski ekki rétt frá sér í hita leiks en ég átti það til að ef mér fannst ég fara yfir strikið á æfingum að ég tók menn út í horn eftir æfingu og útskýrði fyrir þeim málið. Ég gerði það vel eins vel og ég gat. Það voru læti í mér á æfingum,“ sagði þessi mikli markaskorari. Klippa: Sportið í kvöld - Tryggvi um Fylkistímann Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Íslenski boltinn Fylkir Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Sjá meira
Tryggvi Guðmundsson segir að ástæða viðskilnaðar hans við Fylki árið 2014 hafi meðal annars verið fundur sem hann og Sverrir Garðarsson hafi verið kallaður á vegna framgöngu þeirra á æfingum. Fylkir var síðasta félagið sem Tryggvi lék með í efstu deild en hann spilaði þar níu leiki árið 2013 og skoraði í þeim tvö mörk. Tryggvi gerði upp magnaðan feril sinn í Sportinu í kvöld hjá Ríkharði Óskari Guðnasyni sem var sýnt í gærkvöldi. „Þeir voru ekki ánægðir með hvernig ég var að hegða mér og ég var ekki ánægður með hvernig þeir tækluðu ákveðna hluti. Þeir voru ekki ánægðir með hvernig lífsstíll minn var á þessum tíma, þó svo að hann hafi ekki haft þannig séð áhrif að mínu mati. Það er þó auðvitað annara að dæma,“ sagði Tryggvi. „Það sem gerði mig svolítið pirraðan var að það var ákveðið að fá mann með reynslu og keppnismann og hataði að tapa. Þa eru til milljón manns sem elska að vinna en færri sem hata að tapa. Ég er einn af þeim og Sverrir Garðarsson var líka fenginn frá FH. Líka maður sem var með fjölda titla og var sigurvegari bæði á leikjum og æfingum.“ Hann segir að einn góðan veðurdag hafi fyrrum samherjarnir úr FH og þá samherjar í Árbænum verið kallaðir inn á fund þar sem þeirra beið mikilvæg skilaboð. „Svo kemur það upp að við erum teknir á fund og beðnir um að róa okkur á æfingum. Það séu of mikil læti í okkur á æfingum og menn séu að koma kvartandi undan okkur. Maður lætur vel í sér heyra á æfingum og þetta er oft í leiðinlegum tón og ég hef heyrt það hvert sem ég fer en það er alltaf góð meining á bakvið það.“ „Maður er að reyna leiðbeina en kemur því kannski ekki rétt frá sér í hita leiks en ég átti það til að ef mér fannst ég fara yfir strikið á æfingum að ég tók menn út í horn eftir æfingu og útskýrði fyrir þeim málið. Ég gerði það vel eins vel og ég gat. Það voru læti í mér á æfingum,“ sagði þessi mikli markaskorari. Klippa: Sportið í kvöld - Tryggvi um Fylkistímann Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Íslenski boltinn Fylkir Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Sjá meira