Lykilmenn Vals framlengja við félagið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2020 20:30 Lovísa Thompson er einn allra besti leikmaður Olís deildar kvenna. Vísir/Handknattleiksdeild Vals Handknattleiksdeild Vals hefur framlengt samninga við nokkra af lykilmönnum sínum í karla- og kvennaflokki. Félagið greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag. Magnús Óli Magnússon og Róbert Aron Hostert framlengdi báðir samninga sína um tvö ár en þeir voru í lykilhlutverki er liðið varð deildarmeistari á liðinni leiktíð. Líkt og áður hefur komið fram ákvað HSÍ að aflýsa úrslitakeppninni og því engir Íslandsmeistarar krýndir. Alls skoraði Magnús Óli 93 mör í 20 leikjum á leiktíðinn á meðan Róbert Aron skoraði 35 mörk í 15 leikjum. Þá framlengdu þær Lovísa Thompson, Ragnhildur Edda Þórðardóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir allar samninga sína. Tvær fyrrnefndu framlengdu um tvö ár á meðan Díana Dögg framlengdi um eitt. Þær hafa allar verið í lykilhlutverki liðsins undanfarin tvö ár en liðið vann þrefalt á síðustu leiktíð. Þær misstu hins vegar deildarmeistaratitilinn til Fram nú í liðinni viku. Lovísa fór á kostum í vetur en hún skoraði 114 mör í 18 leikjum. Díana skoraði 70 mörk í jafn mörgum leikjum og Ragnhildur Edda skoraði 31 mark, einnig í 18 leikjum. Róbert Aron fór mikinn í liði Vals í vetur.Vísir/Handknattleiksdeild Vals Tilkynning Vals Þrátt fyrir vonbrigðin að fá enga úrslitakeppni og að okkar fólk hafi ekki getað keppt um Íslandsmeistaratitlinn eru Valsarar staðráðnir í að halda áfram að byggja ofan á það góða starf sem unnið hefur verið í vetur og ætla sér að mæta tvíelfdir til leiks á næsta tímabili. Það sendir sterk skilaboð að okkar lykilmenn í báðum meistaraflokkunum eru búin að framlengja samninga sína við félagið. Magnús Óli Magnússon hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Magnús hefur farið fyrir sóknarleik Valsmanna undanfarin ár og vann hann sér sæti í landsliðshópnum síðasta vor með frammistöðu sinni fyrir félagið. Lovísa Thompson hefur einnig skrifað undir tveggja ára samning. Lovísa var máttarstólpi í sögulegu sigurliði síðasta tímabils þar sem Valskonur unnu alla bikara sem í boði voru og var hún markahæsti leikmaður liðsins á nýloknu tímabili. Róbert Aron Hostert skrifaði undir tveggja ára samning við Val. Mikill stígandi var í leik Róberts á þessu tímabili og var hann orðinn algjör lykilmaður varnar og sóknarlega þar sem hann var beðinn um að leysa fjölbreytt verkefni sem hann gerði með stakri prýði en eins og allir vita er Róbert einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar. Ragnhildur Edda Þórðardóttir framlengdi sinn samning við félagið um tvö ár. Ragnhildur Edda hefur verið lykilmaður í liðinu undanfarin ár en hún spilaði til að mynda alla leikina þegar Valsliðið vann þrennuna og hefur stimplað sig inn sem einn öflugasti vinstri hornamaður landsins. Díana Dögg Magnúsdóttir hefur skrifað undir eins árs samning við félagið. Díana hefur eignað sér hægri skyttu stöðu Valsliðsins undanfarin ár og stimplað sig inn sem einn besti varnarmaður deildarinnar. Með frammistöðu sinni undanfarin ár fyrir Valsliðið hefur hún unnið sér inn sæti í landsliðinu og skoraði hún til að mynda næst flest mörk á eftir Lovísu á þessu tímabili. Við munum færa frekari fréttir af leikmannamálum á næstu vikum. Þetta eru frábærar fréttir og alveg ljóst að Valsarar stefna áfram á toppinn á næsta ári! Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Sjá meira
Handknattleiksdeild Vals hefur framlengt samninga við nokkra af lykilmönnum sínum í karla- og kvennaflokki. Félagið greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag. Magnús Óli Magnússon og Róbert Aron Hostert framlengdi báðir samninga sína um tvö ár en þeir voru í lykilhlutverki er liðið varð deildarmeistari á liðinni leiktíð. Líkt og áður hefur komið fram ákvað HSÍ að aflýsa úrslitakeppninni og því engir Íslandsmeistarar krýndir. Alls skoraði Magnús Óli 93 mör í 20 leikjum á leiktíðinn á meðan Róbert Aron skoraði 35 mörk í 15 leikjum. Þá framlengdu þær Lovísa Thompson, Ragnhildur Edda Þórðardóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir allar samninga sína. Tvær fyrrnefndu framlengdu um tvö ár á meðan Díana Dögg framlengdi um eitt. Þær hafa allar verið í lykilhlutverki liðsins undanfarin tvö ár en liðið vann þrefalt á síðustu leiktíð. Þær misstu hins vegar deildarmeistaratitilinn til Fram nú í liðinni viku. Lovísa fór á kostum í vetur en hún skoraði 114 mör í 18 leikjum. Díana skoraði 70 mörk í jafn mörgum leikjum og Ragnhildur Edda skoraði 31 mark, einnig í 18 leikjum. Róbert Aron fór mikinn í liði Vals í vetur.Vísir/Handknattleiksdeild Vals Tilkynning Vals Þrátt fyrir vonbrigðin að fá enga úrslitakeppni og að okkar fólk hafi ekki getað keppt um Íslandsmeistaratitlinn eru Valsarar staðráðnir í að halda áfram að byggja ofan á það góða starf sem unnið hefur verið í vetur og ætla sér að mæta tvíelfdir til leiks á næsta tímabili. Það sendir sterk skilaboð að okkar lykilmenn í báðum meistaraflokkunum eru búin að framlengja samninga sína við félagið. Magnús Óli Magnússon hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Magnús hefur farið fyrir sóknarleik Valsmanna undanfarin ár og vann hann sér sæti í landsliðshópnum síðasta vor með frammistöðu sinni fyrir félagið. Lovísa Thompson hefur einnig skrifað undir tveggja ára samning. Lovísa var máttarstólpi í sögulegu sigurliði síðasta tímabils þar sem Valskonur unnu alla bikara sem í boði voru og var hún markahæsti leikmaður liðsins á nýloknu tímabili. Róbert Aron Hostert skrifaði undir tveggja ára samning við Val. Mikill stígandi var í leik Róberts á þessu tímabili og var hann orðinn algjör lykilmaður varnar og sóknarlega þar sem hann var beðinn um að leysa fjölbreytt verkefni sem hann gerði með stakri prýði en eins og allir vita er Róbert einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar. Ragnhildur Edda Þórðardóttir framlengdi sinn samning við félagið um tvö ár. Ragnhildur Edda hefur verið lykilmaður í liðinu undanfarin ár en hún spilaði til að mynda alla leikina þegar Valsliðið vann þrennuna og hefur stimplað sig inn sem einn öflugasti vinstri hornamaður landsins. Díana Dögg Magnúsdóttir hefur skrifað undir eins árs samning við félagið. Díana hefur eignað sér hægri skyttu stöðu Valsliðsins undanfarin ár og stimplað sig inn sem einn besti varnarmaður deildarinnar. Með frammistöðu sinni undanfarin ár fyrir Valsliðið hefur hún unnið sér inn sæti í landsliðinu og skoraði hún til að mynda næst flest mörk á eftir Lovísu á þessu tímabili. Við munum færa frekari fréttir af leikmannamálum á næstu vikum. Þetta eru frábærar fréttir og alveg ljóst að Valsarar stefna áfram á toppinn á næsta ári!
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Sjá meira