Tekur því ekki að greiða inn á verðtryggð lán? Björn Berg Gunnarsson skrifar 10. apríl 2020 09:00 Á hverri kaffistofu er einhver sem virðist alltaf svo viss í sinni sök. Leiðið hugann að ykkar vinnustað, er þetta kannski sá sem sömuleiðis er háværastur? Það er alltaf einn. Fyrir tíma kaffistofunnar voru það götuhorn og torg og nú þegar vinnustaðir eru margir lokaðar eru það ummælakerfin. Aldrei hefur framboðið skort og eftirspurnin virðist sömuleiðis óþrjótandi. Rangar upplýsingar þrífast best þar sem frumheimildina vantar og fullvissa þess háværasta á kaffistofunni er látin duga. Hvað heimilisfjármálin varðar getur misskilningur sem af þessu hlýst valdið meiru en óþægindum og skömm, hann getur kostað fólk heilmiklar fjárhæðir. Dæmi um slíkt eru þau ósannindi sem undanfarið hafa gengið manna á milli að úttekt séreignarsparnaðar skerði ellilífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar. Það er lítið mál að kanna hvað er satt og rétt í þeim efnum en því miður hefur fjöldi fólks greitt himinháa skatta og orðið fyrir miklum skerðingum vegna þess að það trúði þessum orðrómi. Hið rétta er að úttekt séreignar hefur engin áhrif á ellilífeyri TR og hann skerðist heldur ekki um krónu á móti krónu þó því sé sífellt haldið fram. Sömu sögu má segja af þeim fjölda lífeyrisþega sem felur reiðufé undir koddum og í bankahólfum, haldandi að Tryggingastofnun skerði greiðslur vegna eigna, þegar tekjutengingar ná einungis yfir hluta ávöxtunar. Aftur er misskilningurinn dýrkeyptur og lítið mál að komast að hinu rétta. En traustið á fullvissu næsta manns virðist oft það mikið að við gefum okkur ekki tíma fyrir 5 mínútur á Google eða eitt símtal. En hvernig tengist þetta verðtryggðum lánum? Hækkar lánið ekki bara aftur? Húsnæðislán hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið og meðal annars hafa greiðslufrestir, vaxtabreytingar og inngrip í verðtryggingu verið á milli tannanna á fólki, þó svo verðbólgan sé raunar enn undir markmiðum Seðlabankans og engar vísbendingar um annað en að hún verði áfram hófleg. Auk þessa hefur nokkuð verið rætt um möguleika á að borga inn á lán, ýmist með skattfrjálsri ráðstöfun séreignar eða með beinum innborgunum. Í slíkri umræðu bergmálar í ummælakerfum og við kaffivélina „Það tekur því ekki að greiða inn á verðtryggð lán vegna þess að þau hækka bara aftur í verðbólgunni og peningurinn tapast“. Fólki hefur jafnvel verið ráðlagt að greiða séreignina sína ekki inn á húsnæðislánið þar sem hún tapist bara. Það sem greitt er niður mun að sjálfsögðu aldrei bera verðtryggingu eða vexti. Við getum verið þess fullviss sá hluti lánsins er horfinn og getur ekki hækkað. Ef lánið hækkar að nýju vegna verðbólgu er það vegna þess að eftirstöðvar lánsins eru að hækka, ekki það sem greitt var niður. Það gefur því auga leið að ef ekki hefði verið greitt inn á lánið hefði það hækkað enn meira og því er ávinningur uppgreiðslunnar ótvíræður. Dæmi: Ég greiði 2 milljón inn á 20 milljóna króna lán. Eftir standa 18 milljónir. 5% verðbólguskot hækkar lánið upp í 18,9 milljónir. Hefði ég ekki greitt inn á lánið stæði það í 21 milljón í dag. Borgar sig kannski að taka óverðtryggt lán í staðinn? En hvað með að losa sig að fullu við verðtryggða lánið og taka óverðtryggt í staðinn? Nú hafa vextir í landinu lækkað það mikið að fyrir marga eru óverðtryggð húsnæðislán nú í fyrsta sinn raunhæfur kostur og endurfjármögnun er auk þess talsvert ódýrari en hún var á árum áður. Grípið nú tækifærið, á meðan kaffistofan er lokuð, takið upp tólið og heyrið í íbúðalánaráðgjafa um þá möguleika sem í boði eru. Hver veit nema þar sé raunverulega kjarabót að finna. Höfundur er deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Á hverri kaffistofu er einhver sem virðist alltaf svo viss í sinni sök. Leiðið hugann að ykkar vinnustað, er þetta kannski sá sem sömuleiðis er háværastur? Það er alltaf einn. Fyrir tíma kaffistofunnar voru það götuhorn og torg og nú þegar vinnustaðir eru margir lokaðar eru það ummælakerfin. Aldrei hefur framboðið skort og eftirspurnin virðist sömuleiðis óþrjótandi. Rangar upplýsingar þrífast best þar sem frumheimildina vantar og fullvissa þess háværasta á kaffistofunni er látin duga. Hvað heimilisfjármálin varðar getur misskilningur sem af þessu hlýst valdið meiru en óþægindum og skömm, hann getur kostað fólk heilmiklar fjárhæðir. Dæmi um slíkt eru þau ósannindi sem undanfarið hafa gengið manna á milli að úttekt séreignarsparnaðar skerði ellilífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar. Það er lítið mál að kanna hvað er satt og rétt í þeim efnum en því miður hefur fjöldi fólks greitt himinháa skatta og orðið fyrir miklum skerðingum vegna þess að það trúði þessum orðrómi. Hið rétta er að úttekt séreignar hefur engin áhrif á ellilífeyri TR og hann skerðist heldur ekki um krónu á móti krónu þó því sé sífellt haldið fram. Sömu sögu má segja af þeim fjölda lífeyrisþega sem felur reiðufé undir koddum og í bankahólfum, haldandi að Tryggingastofnun skerði greiðslur vegna eigna, þegar tekjutengingar ná einungis yfir hluta ávöxtunar. Aftur er misskilningurinn dýrkeyptur og lítið mál að komast að hinu rétta. En traustið á fullvissu næsta manns virðist oft það mikið að við gefum okkur ekki tíma fyrir 5 mínútur á Google eða eitt símtal. En hvernig tengist þetta verðtryggðum lánum? Hækkar lánið ekki bara aftur? Húsnæðislán hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið og meðal annars hafa greiðslufrestir, vaxtabreytingar og inngrip í verðtryggingu verið á milli tannanna á fólki, þó svo verðbólgan sé raunar enn undir markmiðum Seðlabankans og engar vísbendingar um annað en að hún verði áfram hófleg. Auk þessa hefur nokkuð verið rætt um möguleika á að borga inn á lán, ýmist með skattfrjálsri ráðstöfun séreignar eða með beinum innborgunum. Í slíkri umræðu bergmálar í ummælakerfum og við kaffivélina „Það tekur því ekki að greiða inn á verðtryggð lán vegna þess að þau hækka bara aftur í verðbólgunni og peningurinn tapast“. Fólki hefur jafnvel verið ráðlagt að greiða séreignina sína ekki inn á húsnæðislánið þar sem hún tapist bara. Það sem greitt er niður mun að sjálfsögðu aldrei bera verðtryggingu eða vexti. Við getum verið þess fullviss sá hluti lánsins er horfinn og getur ekki hækkað. Ef lánið hækkar að nýju vegna verðbólgu er það vegna þess að eftirstöðvar lánsins eru að hækka, ekki það sem greitt var niður. Það gefur því auga leið að ef ekki hefði verið greitt inn á lánið hefði það hækkað enn meira og því er ávinningur uppgreiðslunnar ótvíræður. Dæmi: Ég greiði 2 milljón inn á 20 milljóna króna lán. Eftir standa 18 milljónir. 5% verðbólguskot hækkar lánið upp í 18,9 milljónir. Hefði ég ekki greitt inn á lánið stæði það í 21 milljón í dag. Borgar sig kannski að taka óverðtryggt lán í staðinn? En hvað með að losa sig að fullu við verðtryggða lánið og taka óverðtryggt í staðinn? Nú hafa vextir í landinu lækkað það mikið að fyrir marga eru óverðtryggð húsnæðislán nú í fyrsta sinn raunhæfur kostur og endurfjármögnun er auk þess talsvert ódýrari en hún var á árum áður. Grípið nú tækifærið, á meðan kaffistofan er lokuð, takið upp tólið og heyrið í íbúðalánaráðgjafa um þá möguleika sem í boði eru. Hver veit nema þar sé raunverulega kjarabót að finna. Höfundur er deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun