Sport

Gullmoli dagsins: Óborganlegur flutningur Frikka á júróvisjónlaginu

Sindri Sverrisson skrifar
Frikki Dór fékk menn heldur betur til að skella upp úr með mögnuðum flutningi.
Frikki Dór fékk menn heldur betur til að skella upp úr með mögnuðum flutningi. MYND/STÖÐ 2 SPORT

Friðrik Dór Jónsson var reglulega senuþjófur í þættinum Teignum á Stöð 2 Sport þar sem fjallað var um íslenska fótboltann.

„Gullmoli dagsins“ er skemmtilegur liður í þættinum Sportið í dag þar sem rifjuð eru upp atriði úr sögu íþróttastöðva Stöðvar 2. Í þetta sinn átti Frikki Dór sviðið en hann átti jafnan síðasta orðið í Teignum og var léttur í bragði.

Á meðal atriða sem slógu í gegn hjá þáttastjórnandanum Gumma Ben og gestum hans var eftirherma af Birni Jörundi, sem fékk óvænt símtal, og óborganlegur flutningur á Í síðasta skipti, laginu sem litlu munaði að skilaði Frikka í Eurovision. Innslagið má sjá hér að neðan.

Klippa: Gullmoli dagsins: Frikki Dór tók einstaka útgáfu af júróvisjónlaginu

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×