Hrúgast inn tilkynningar um holur í vegum Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. apríl 2020 19:57 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda. Vísir/Baldur Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að félagið fái stöðugt fleiri tilkynningar um holur í vegum eða aðrar skemmdir. Hann segist vona að ný vefgátt sem er í vinnslu muni auðvelda vegfarendum að leita réttar síns þegar ökutæki þeirra skemmast vegna lélegra vega. Í vefgáttinni mun fólki gefast tækfæri á að tilkynna veghöldurum um holur í vegum eða aðrar skemmdir. Sé hægt að sýna fram á gáleysi veghaldara, til að mynda ef honum var kunnugt um bágt ástand vega sem orsökuðu slys eða skemmdir, þá skapi það skaðabótaábyrgð hjá veghaldara að sögn Runólfs. Hann segir jafnframt að vinna við vefgáttina sé á lokametrunum. Henni hafi þó seinkað, til að mynda vegna þess að fólkið sem kom að gerð vefgáttarinnar hafi verið fengið til annarra verkefna, tengd yfirstandandi kórónuveirufaraldri. Það hafi þó líka tafið vinnuna að hinir ýmsu veghaldarar hafi ekki skilað inn gögnum, auk þess sem ýmis sveitarfélög hafi sett fyrirvara um að þau séu ekki með vakt utan hefðbundins skrifstofutíma. „En það er auðvitað engin afsökun því það er mjög skýrt í vegalögum að veghaldara ber að viðhalda vegi sem er í almennri notkun. Passi veghaldari hins vegar ekki að allt sé í lagi getur það skapað bótaskyldu,“ segir Runólfur. Þar að auki eigi veghaldarar að koma strax að viðhaldi og viðgerðum, um leið og þeir vita af skemmdum. Árferðið sé þó svo að „við getum verið að sjá holur myndast með stuttu millibili,“ segir Runólfur en bætir við að veghaldarar eigi þó að búa þannig um hnútana að vegir standist tíðafar sem þetta - enda sé það ekkert einsdæmi. Í þessu samhengi var nefndur vegurinn milli Hveragerðis og Selfoss sem er illa farinn eftir veturinn. „Þessi ending og þessar miklu skemmdir eru algjörlega óþolandi fyrir vegfarendur og það þarf bara að grípa strax til aðgerða til þess að hindra það að fólk verði fyrir tjóni eða hreinlega lendi í slysi,“ segir Runólfur. Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að félagið fái stöðugt fleiri tilkynningar um holur í vegum eða aðrar skemmdir. Hann segist vona að ný vefgátt sem er í vinnslu muni auðvelda vegfarendum að leita réttar síns þegar ökutæki þeirra skemmast vegna lélegra vega. Í vefgáttinni mun fólki gefast tækfæri á að tilkynna veghöldurum um holur í vegum eða aðrar skemmdir. Sé hægt að sýna fram á gáleysi veghaldara, til að mynda ef honum var kunnugt um bágt ástand vega sem orsökuðu slys eða skemmdir, þá skapi það skaðabótaábyrgð hjá veghaldara að sögn Runólfs. Hann segir jafnframt að vinna við vefgáttina sé á lokametrunum. Henni hafi þó seinkað, til að mynda vegna þess að fólkið sem kom að gerð vefgáttarinnar hafi verið fengið til annarra verkefna, tengd yfirstandandi kórónuveirufaraldri. Það hafi þó líka tafið vinnuna að hinir ýmsu veghaldarar hafi ekki skilað inn gögnum, auk þess sem ýmis sveitarfélög hafi sett fyrirvara um að þau séu ekki með vakt utan hefðbundins skrifstofutíma. „En það er auðvitað engin afsökun því það er mjög skýrt í vegalögum að veghaldara ber að viðhalda vegi sem er í almennri notkun. Passi veghaldari hins vegar ekki að allt sé í lagi getur það skapað bótaskyldu,“ segir Runólfur. Þar að auki eigi veghaldarar að koma strax að viðhaldi og viðgerðum, um leið og þeir vita af skemmdum. Árferðið sé þó svo að „við getum verið að sjá holur myndast með stuttu millibili,“ segir Runólfur en bætir við að veghaldarar eigi þó að búa þannig um hnútana að vegir standist tíðafar sem þetta - enda sé það ekkert einsdæmi. Í þessu samhengi var nefndur vegurinn milli Hveragerðis og Selfoss sem er illa farinn eftir veturinn. „Þessi ending og þessar miklu skemmdir eru algjörlega óþolandi fyrir vegfarendur og það þarf bara að grípa strax til aðgerða til þess að hindra það að fólk verði fyrir tjóni eða hreinlega lendi í slysi,“ segir Runólfur.
Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira